Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
242. fundur
16. september 2019
kl.
16:00
-
17:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar í A hluta 2020
Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar í A hluta á árinu 2020 sem bæjarráð hefur úthlutað. Sviðsstjórum falið að vinna áætlun áfram og leggja fyrir næsta fund.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar fyrir B hluta stofnanir
Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar í B hluta á árinu 2020 sem bæjarráð hefur úthlutað.
Sviðsstjórum falið að vinna áætlun áfram og leggja fyrir næsta fund.
Sviðsstjórum falið að vinna áætlun áfram og leggja fyrir næsta fund.
3.
740 Viðgjörður - Framkvæmdaleyfi, efnistaka vegna vegagerðar
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um efnistöku úr Viðfjarðará dagsett 5. september 2019. Gert er ráð fyrir að taka um 350 m3 af möl á um 700 m2 svæði úr ánni án þess að fara í rennandi vatn. Nota á efnið til að laga yfirborð Viðfjarðarvegar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna.
4.
730 Neðri Launá - Umsókn um efnistöku
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um efnistöku úr Neðri Launá á Fagradal dagsett 16. september 2019. Gert er ráð fyrir að taka um 1.100 m3 af möl úr áreyrum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
5.
740 Miðstræti 1 - Umsókn um breytta notkun
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðbjarts Hjálmarssonar, dagsett 12. september 2019, þar sem óskað er eftir að skráðri notkun húss hans að Miðstræti 1 á Norðfirði verði breytt úr náttúrugripasafni í íbúðarhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytta notkun hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytta notkun hússins.
6.
Opin leiksvæði í Fjarðabyggð
Lögð fram til kynningar tillaga um opin leiksvæði í Fjarðabyggð.
7.
Vatnsréttindi í landi Gilsá Breiðdal
Lagt fram ódagsett bréf Fulltingis fh. Jóns Inga Young varðandi vatnsréttindi við Gilsá í Breiðdal og endurskoðun samnings um nýtingu vatnsveitu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstóra framkvæmdasviðs og fjármálastjóra að vinna áfram að málinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstóra framkvæmdasviðs og fjármálastjóra að vinna áfram að málinu.
8.
Umsókn fyrir hjólabrettaaðstöðu Gamla Vélsmiðjan
Lagt fram ódagsett bréf Hjálmars Wais Joensen þar sem óskað er eftir afnotum að gömlu vélsmiðjunni við Eyrargötu undir hjólabrettapalla og box sem verið hafa utan við Egilsbúð á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ástand hússins ekki vera þannig að hægt sé að vera með starfsemi í því að svo stöddu og hafnar þvi erindinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ástand hússins ekki vera þannig að hægt sé að vera með starfsemi í því að svo stöddu og hafnar þvi erindinu.
9.
Leiðbeiningar um gjaldskrár byggingarfulltrúa
Lagt fram ódagsett bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til framkvæmdastóra/byggingarfulltrúa sveitarfélaga varðandi drög að samræmdri gjaldskrá byggingarfulltrúaembætta á Íslandi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
10.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2019
Lögð fram til kynningar fundargerð 151. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands sem haldinn var 3. september síðastliðinn.