Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
243. fundur
30. september 2019
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Varanleg lýsing í Lystigarði Neskaupstaðar og skemmdaverk.
Lagt fram bréf Helgu M. Steinsson formanns Kvenfélagsins Nönnu fh. félagsins vegna varanlegrar lýsingar í Lystigarði Neskaupstaðar og um skemmdarverk sem þar voru unnin, dagsett 14. september 2019. Skorað er á bæjaryfirvöld að koma fyrir lýsingu meðfram göngustíg garðsins svo notagildi aukist allt árið og til að koma í veg fyrir að skemmdarverk verði unnin. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá bæjarráði. Einar Már Sigurðarson stýrir fundi en tekur ekki þátt í umræðu um erindið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs í samráði við umhverfisstjóra að skoða hvernig hægt er að koma á móts við óskir félagsins um lýsingu Lystigarðsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs í samráði við umhverfisstjóra að skoða hvernig hægt er að koma á móts við óskir félagsins um lýsingu Lystigarðsins.
2.
Lystigarður Neskaupstaðar
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um úrbætur og aðgerðir í lystigarði Neskaupstaðar á komandi ári, dagsett 24. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur sem koma fram í minnisblaðinu og felur umhverfisstjóra að vinna þær áfram.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur sem koma fram í minnisblaðinu og felur umhverfisstjóra að vinna þær áfram.
3.
Lausaganga sauðfjár í Stöðvarfirði
Lagt fram bréf landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði varðandi lausagöngu fjár á jörðinni, lausagöngu fjár í Stöðvarfirði og lausagöngu fjár í Fjarðabyggð, dagsett 23. september 2019. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um girðingar og þátttöku kostnaðar, dagsett 25. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umfjöllunar landbúnaðarnefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umfjöllunar landbúnaðarnefndar.
4.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2019
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um tillögur að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2019, dagsett 27. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögurnar og felur umhverfisstjóra að ganga frá umsóknum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögurnar og felur umhverfisstjóra að ganga frá umsóknum.
5.
Afréttarmál - Héraðsfé
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um ágangsfé á heimalöndum í Reyðarfirði og Eskifirði, dagsett 26. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umfjöllunar landbúnaðarnefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umfjöllunar landbúnaðarnefndar.
6.
Skrúðgarður Fáskrúðsfjarðar
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um Vigdísarstein við Skrúðgarð Fáskrúðsfjarðar, dagsett 27. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur að bættu aðgengi og lagfæringu svæðisins við Vigdísarstein og að gert verði ráð fyrir endurbótum á svæðinu 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur að bættu aðgengi og lagfæringu svæðisins við Vigdísarstein og að gert verði ráð fyrir endurbótum á svæðinu 2020.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar fyrir B hluta stofnanir
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjóri framkvæmdasviðs fara yfir launa- og fjárhagsáætlanirnar í B hluta stofnunum fyrir árið 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir launa- og framkvæmdaáætlun og felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að áætlunargerðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir launa- og framkvæmdaáætlun og felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að áætlunargerðinni.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar í A hluta 2020
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir launa- og fjárhagsáætlanirnar í A hluta fyrir árið 2020. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna starfs- og fjárhagsáætlunar umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 25. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir launaáætlun og felur sviðsstjórum að vinna áfram að áætlunargerðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir launaáætlun og felur sviðsstjórum að vinna áfram að áætlunargerðinni.
9.
Lambeyrarbraut 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hilmis Ásbjörnssonar, dagsett 25. september 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta burðarvegg innanhúss í íbúðarhúsi hans að Lambeyrarbraut 8 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
10.
750 Skólavegur 12 og 14 - Kæra vegna sólpalls og skjólveggs á lóðamörkum
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli
nr. 72/2019 er varðar kæru vegna byggingar sólpalls- og skjólveggjar við lóðarmörk Skólavegar 12 og 14 á Fáskrúðsfirði. Kærunni er vísað frá úrskurðarnefndinni.
nr. 72/2019 er varðar kæru vegna byggingar sólpalls- og skjólveggjar við lóðarmörk Skólavegar 12 og 14 á Fáskrúðsfirði. Kærunni er vísað frá úrskurðarnefndinni.
11.
Vottun gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni
Lagt fram bréf Magnúsar Ásgrímssonar formanns Knattspyrnudeildar Leiknis, dagsett 27. september 2019, þar sem bent er á að áður en Íslandsmót í Inkasso deild karla hefst næsta vor þurfi að liggja fyrir vottun um að gervigrasið í Fjarðabyggðarhöllinni uppfylli kröfur til valla í flokki C.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020.