Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

244. fundur
14. október 2019 kl. 16:00 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Áskorun til þín - lok á sorptunnur
Málsnúmer 1909182
Lagður fram póstur framkvæmdastóra Íslenska sjávarklasans, Bláa hersins og Plokk á Íslandi, dagsett 30. september 2019, varðandi áskorun til sveitarfélaga og landsmanna allra, um að loka betur ruslatunnum svo koma megi í veg fyrir frekari ruslvæðingu. Lagt fram minnisblað Írisar Daggar Aradóttur verkefnisstjóra úrgangsmála, dagsett 3. október 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur verkefnisstjóra úrgangsmála að vinna það áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2020
Málsnúmer 1909173
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2020, hækki um 2.5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2020
Málsnúmer 1909156
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir fjarvarmaveitu vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2020
Málsnúmer 1909160
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir Hitaveitu Fjarðabyggðar vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar sala 2020
Málsnúmer 1909168
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að sölugjaldskrá fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
6.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar dreifing 2020
Málsnúmer 1909167
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að dreifigjaldskrá fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
7.
Gjaldskrá félagsheimila 2020
Málsnúmer 1909154
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu meðan unnið er að endurskoðun á gjaldskrá fyrir félagsheimili.
8.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2020
Málsnúmer 1909162
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
9.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2020
Málsnúmer 1909176
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir vatnsveitu vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020 frá gjaldskrá 2019. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
10.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2020
Málsnúmer 1909157
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir fráveitu vegna 2020, hækki um 2,5%, 1.janúar 2020 frá gjaldskrá 2019. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
11.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2020
Málsnúmer 1909152
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020 nema stöðuleyfisgjöld sem lækka á milli ára. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
12.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2020
Málsnúmer 1909158
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
13.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar í A hluta 2020
Málsnúmer 1904130
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir fjárhagsáætlanirnar í A hluta fyrir árið 2020. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlanir sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áætlanir fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.
14.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar fyrir B hluta stofnanir
Málsnúmer 1904131
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjóri framkvæmdasviðs fara yfir fjárhagsáætlanirnar í B hluta stofnunum fyrir árið 2020. Lögð fram framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til umfjöllunar í bæjarráði.
15.
735 - Útivistarsvæði við Norðfjarðargöng
Málsnúmer 1910028
Lagt fram bréf Íbúasamtaka Eskifjarðar varðandi göngubrú yfir Eskifjarðará, stígagerð og annan umhverfisfrágang tengdum framkvæmdum við Norðfjarðargöng, dagsett 4. október 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfið og vísar gerð stíga á svæðinu í gerð framkvæmdaáætlunar vegna stígagerðar. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum
16.
Tré lífsins - minningagarðar
Málsnúmer 1909128
Lagt fram Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur stofnanda Trés lífsins, dagsett 20. september 2019, varðandi kynningu á minningagörðum og frumkvöðlaverkefninu Tré lífsins og hvort áhugi sé fyrir að slíkur minningagarður verði opnaður í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar því til endurgerðar aðalskipulags.
17.
Aðstöðuleysi til íþróttaiðkunar á Eskifirði
Málsnúmer 1909105
Vísað til kynningar frá íþrótta- og tómstundanefnd bréf frá aðalstjórn Austra þar sem bent er á aðstöðuleysi til íþróttaiðkunnar á Eskifirði, dagsett 19. september 2019. Aðalstjórn Austra telur að aðstaða til iðkunar hinna ýmsu íþróttagreina sé óviðunandi. Tímabært sé að fara í vinnu við að skipuleggja framtíðarsýn íþróttasvæðisins. Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir að fara þurfi í framtíðarskipulag íþróttasvæðisins á Eskifirði á næstu misserum.
18.
750 Skólavegur 51 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
Málsnúmer 1908062
Lögð fram umsókn Sigurðar Arnar Ísleifssonar, dagsett 20. ágúst 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Skólavegi 51 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
19.
740 Efri-Miðbær - Efnistaka úr Norðfjarðará
Málsnúmer 1805226
Lagt fram að nýju bréf Guðröðar Hákonarsonar eiganda jarðarinnar Efri-Miðbæjar, dagsett 23. maí 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til 3000 rm efnistöku úr eyri í Norðfjarðará sem myndast hefur vestan við golfvöll og veldur þar landbroti.
Leyfi Fiskistofu og umsögn Veiðifélags Norðfjarðarár liggur nú fyrir. Í umsögn Veiðifélagsins kemur m.a. fram að félagið telji sig ekki hafa þekkingu til að leggja mat á hvort umbeðið efnisnám sé nauðsynlegt eða vel til þess fallið að koma í veg fyrir landbrot. Þá telur Veiðifélagið æskilegt að fyrir liggi mat sérfróðra manna um áhrif efnistökunnar áður en hún verður samþykkt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna enda liggur fyrir leyfi Fiskistofu, byggt á umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem telur að áhrif efnistökunnar valdi ekki teljandi skerðingu eða áhrifum á lífríki árinnar og veiðihagsmuna.
20.
750 Dalsá - Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna malarvinnslu
Málsnúmer 1910075
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Dal-Bjargar ehf, dagsett 11. október 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka allt að 37.000 rm af efni úr Dalsá í Fáskrúðsfirði á um 24.500 fm svæði á þremur stöðum. Sótt er um leyfi til efnistökunnar til fimm ára. Samþykki landeiganda, Veiðifélags Dalsár og Fiskistofu liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna.