Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
246. fundur
28. október 2019
kl.
16:00
-
17:40
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum
Gestir fundarins eru Hrefna Jóhannesdóttir og Lárus Heiðarsson fulltrúar Skógræktarinnar ásamt Eydísi Ásbjörnsdóttur. Kynntar eru landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum, framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar.
2.
755 Heyklif - breyting á aðalskipulagi, ferðaþjónusta
Lögð fram skipulags- og matslýsing varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna uppbyggingar á ferðaþjónustu við Heyklif við sunnanverðan Stöðvarfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsingu fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsingu fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
3.
730 Búðareyri 25 - Umsókn um byggingarleyfi, tröppur
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Akkeris ehf, dagsett 24. október 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja forsteyptar tröppur og pall við austurhlið húss fyrirtækisins að Búðareyri 25 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
4.
Meindýraeyðing í Nípunni
Lögð fram beiðni Sigurðar V. Jóhannessonar um leyfi til refa- og minkaveiða í Fólkvangi Neskaupstaðar dagsett 8. september 2019. Lögð fram umsögn Náttúrustofu Austurlands varðandi meindýraeyðingu í Fólkvangi Neskaupstaðar, dagsett 18. október 2019. Náttúrustofa telur ekki ástæðu til að veiða ref í Fólkvanginum en telur ekkert því til fyrirstöðu að þar sé veiddur minkur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að minkur verði veiddur í Fólkvangi Neskaupstaðar.
Í samræmi við umsögn Náttúrustofu Austurlands felur nefndin umhverfisstjóra að vinna að stefnu um veiðar í Fólkvanginum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að minkur verði veiddur í Fólkvangi Neskaupstaðar.
Í samræmi við umsögn Náttúrustofu Austurlands felur nefndin umhverfisstjóra að vinna að stefnu um veiðar í Fólkvanginum.
5.
Aðalfundarboð 2019 - Heilbrigðiseftirlit Austurlands
Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem haldinn verður á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík 30. október næstkomandi.