Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

247. fundur
18. nóvember 2019 kl. 16:00 - 17:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
22. Ársfundur Umhverfisstofnunar,náttúrverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa 2019
Málsnúmer 1910108
Kynnt samantekt umhverfisstjóra frá 22. ársfundi Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Náttúrustofa.
2.
Endurskoðun fjallskilasamþykktar Múlasýslna
Málsnúmer 1805068
Lögð fram endurskoðuð fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar samþykktinni til umsagnar í landbúnaðarnefnd.
3.
Framkvæmdir 2019 - yfirlit frá framkvæmdasviði
Málsnúmer 1902078
Lagt fram til kynningar minnisblað varðandi sölu á núverandi áhaldahúsi í Breiðdal, niðurlagning núverandi móttökustöðvar fyrir úrgang, kaup á eign og að allri starfsemi verði fyrir komið á einum stað, þ.e. áhaldahús, aðstaða hafnarvarðar og móttaka á úrgangi. Bæjarráð samþykkir það fyrirkomulag sem lagt er til í minnisblaði og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs framkvæmd. Kostnaður rúmast innan fjárheimilda. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frá bæjarráði.
4.
Byggingarframkvæmdir við leikskólann Lyngholt
Málsnúmer 1812086
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynnir stöðu framkvæmda við leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði
5.
Ljósleiðaravæðing 2020 - umsóknir
Málsnúmer 1911003
Framlagt minnisblað bæjarritara, dagsett 1. nóvember 2019, um stöðu lagningar ljósleiðara í dreifbýli í Fjarðabyggð ásamt yfirliti yfir verkefni sem eftir er að ljúka undir formerkjum verkefnisins "Ísland ljóstengt". Bæjarráð hefur samþykkt að sótt verði um styrk til þriggja verkáfanga og fól bæjarritara afgreiðslu málsins. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
6.
Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðis, Grund á Efra Jökuldal
Málsnúmer 1901131
Fljótsdalshérað kynnir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 - Grund á efra Jökuldal.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.
7.
730 Brekkugata 3 - Umsókn um byggingarleyfi, tröppur
Málsnúmer 1910150
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þorvaldar Aðalsteinssonar, dagsett 24. október 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja forsteyptar tröppur og pall við hús hans að Brekkugötu 3 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
8.
Heiðarvegur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 1910165
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Einþórs Þorsteinssonar, dagsett 25. október 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta kvistum, styrkja þakviði og aukin einangrun þaks húss hans að Heiðarvegi 8 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
9.
Hraun 1 - Umsókn um byggingarleyfi, 641-650-670 reyndarteikning
Málsnúmer 1910187
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Halldórs Eiríkssonar hjá TBL architects fh. Alcoa Fjarðaál sf, dagsett 30. október 2019, þar sem sótt er um samþykki á breytingum á brunavörnum og hönnun 641 Aðalvörugeymslu og skrifstofa, 650 Aðal verkstæði- og 670 Ökutækjaverkstæði- og geymsla að Hrauni 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
10.
760 Selnes 25 - Umsókn byggingarleyfi, breytingar innanhúss
Málsnúmer 1911074
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 13. nóvember 2019, þar sem sótt er um leyfi til breytinga á skólahúsnæðinu að Selnesi 25 á Breiðdalsvík svo þar verði hægt að koma fyrir leikskóla. Innra skipulagi, útliti og lóð er breytt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
11.
740 Ásgarður 10 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1806047
Lögð fram umsókn Sævars Magnúsar Egilssonar, dagsett 13. júní 2018, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Ásgarði 10 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
12.
Breiðtorg - Breiðdal
Málsnúmer 1809004
Lagðar fram tillögur að Breiðatorgi á Breiðdalsvík sem unnar hafa verið í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu í tengslum við verkefni Byggðarstofnunar Breiðdælingar móta framtíðina sem er undir verkefnastjórn atvinnu- og þróunarstjóra. Breiðatorg afmarkast af svæðinu milli Borkjarnasafns, Breiðdalsseturs, Kaupfélagi, Beljanda brugghúsi og að frystihúsi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lýst vel á framlagðar tillögur og felur atvinnu- og þróunarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að kynna þær fyrir íbúum á Breiðdalsvík.
13.
730 Seljateigur, skemma - ósk um umsögn vegna framlengingar á starfsleyfi frá HAUST
Málsnúmer 1910118
Lagður fram póstur Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dagsettur 13. nóvember 2019, þar sem kynnt er að starfsleyfisdrög vegna geymslu kerbrota frá verksmiðju Fjarðaáls í skemmu í landi Seljateigs séu farin í auglýsingu á heimasíðu HAUST.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við drög að starfsleyfi.
14.
Húsnæði í hesthúsabyggð á Símonartúni
Málsnúmer 1910163
Lagt fram bréf Gísla Hjartar Guðjónssonar varðandi möguleika á kaupum á hesthúsi sveitarfélagsins við Símonartún utan Eskifjarðar með breytta notkun í huga. Vísað er til umfjöllunar frá bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfritara fyrirspurnina og telur ekkert því til fyrirstöðu að við endurskoðun aðalskipulags verði gert ráð fyrir breyttri landnotkun við Símonartún eða þannig að gert verði ráð fyrir geymslum og léttum iðnaði á svæðinu.
15.
Kvöð um aldursmörk Melgerði 13 Reyðarfirði
Málsnúmer 1911030
Lögð fram til kynningar kvöð um aldursmörk í séreignaíbúðum í fjöleignahúsinu við Melgerði 13 sem gerir ráð fyrir að allir íbúar séu 55 ára eða eldri. Fjarðabyggð er eigandi þjónusturýmis í fjöleignahúsinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
16.
Aðalfundarboð 2019 - Heilbrigðiseftirlit Austurlands
Málsnúmer 1910047
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem haldinn var á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík 30. október síðastliðinn.
17.
317. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.)
Málsnúmer 1911069
Lögð fram beiðni alsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dagsett 11. nóvember 2019, um umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
18.
319. mál til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Málsnúmer 1911080
Lögð fram beiðni velferðarnefndar Alþingis, dagsett 14. nóvember 2019, um umsögn um frumvarp til laga Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.