Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

248. fundur
2. desember 2019 kl. 16:00 - 17:40
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Breyting á opnunartíma söfnunarstöðva sorps á Fásk og Stöð
Málsnúmer 1911089
Lagt fram minniblað Írisar Daggar Aradóttur verkefnastjóra úrgangsmála, dagsett 19.11.2019, þar sem lagt er til að auka opnunartíma söfnunarstöðva sorps á Fáskrúðsfirði og Stöðvafirði. Þá munu opnunartímar samræmast við opnunartíma söfnunarstöðva á Norðfirði og Eskifirði. Einnig er lagt til að prófa að gera söfnunarstöðina á Stöðvafirði mannlausa.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur verkefnisstjóra
2.
319. mál til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Málsnúmer 1911080
Lögð fram að nýju til kynningar beiðni velferðarnefndar Alþingis, dagsett 14. nóvember 2019, um umsögn um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands Íslenskra sveitarfélaga til byggingarfulltrúa sveitarfélaga, dagsett 18. október 2019, varðandi tengingu við miðlægan húsnæðisgrunn.
3.
Verkefnis- og matslýsing Kerfisáætlunar 2020-2029
Málsnúmer 1911139
Lögð fram beiðni Landsnets um umsögn á matslýsingu vegna mótunar kerfisáætlunar Landsnets 2020-2029 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismatáætlana.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
4.
Ósk um stuðning - Náttúruverndarsamtök Austurlands 50 ára
Málsnúmer 1911097
Lagt fram bréf Náttúruverndarsamtaka Austurlands, dagsett 18. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir styrk vegna sérstaklega mikils umfangs á 50 ára afmælisári NAUST.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar því til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
5.
735 Strandgata 53 - bílastæði við húseign
Málsnúmer 1911161
Lagt fram bréf Emils Thorarensen f.h. Gullfellst ehf, dagsett 25. nóvember 2019, þar sem þess er óskað að bílastæði við götu neðan Strandgötu 53 á Eskifirði verði sér merkt fyrir fatlaðan íbúa hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ræða við hlutaðeigandi um frekari útfærslu.
6.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805134
Lagðar fram til umfjöllunar viðbætur og breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að uppfæra umferðarsamþykkt í samræmi við umfjöllun á fundinum og leggja fram að nýju.
7.
Kvöð um aldursmörk Melgerði 13 Reyðarfirði
Málsnúmer 1911030
Lagt fram að nýju samkomulag um kvöð á aldursmörkum í séreignaíbúðum í fjöleignahúsinu við Melgerði 13 á Reyðarfirði sem gerir ráð fyrir að allir íbúar séu 55 ára eða eldri. Lagt fram bréf Pacta lögmanna f.h. stjórnar húsfélags hússins vegna kvaðar um aldursmörk, dagsett 20. nóvember 2019. Fjarðabyggð er eigandi þjónusturýmis í fjöleignahúsinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir frekari rökstuðningi á því af hverju sveitarfélagið sem eigandi að þjónusturými þurfi að taka afstöðu til kvaðar um aldursmörk fyrir íbúðir í húsinu.
8.
730 Brekkugata 5 - Endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1911040
Lögð fram umsókn Helga Laxdal Helgasonar, dagsett 7. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Brekkugötu 5 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
740 Fólkvangur - Framkvæmdaleyfi, vegur, stígar og bílastæði
Málsnúmer 1910167
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 25. október 2019, þar sem í samræmi við deiliskipulag er óskað eftir leyfi til að gera bílastæði, tengingu með aðgengi fyrir alla að útsýnisskífu í Fólkvangi Neskaupstaðar, og færslu vegar að vita.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
10.
740 Skjónulækur - Umsókn um framkvæmdaleyfi, færsla á læk
Málsnúmer 1911072
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 13. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að framlengja áður gerðan farveg Skjónulæks í Norðfirði um 475 m til austurs og til sjávar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
11.
735, 740 Dreifbýli - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Neskaupstaðarlína 2
Málsnúmer 1911105
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Landsnets hf. dagsett 20. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að leggja 66 kV jarðstreng frá tengivirki á Eskifirði að Norðfjarðargögnum og um Norðfjarðargöng og síðan meðfram Norðfjarðarvegi að tengivirki á Norðfirði, alls um 19 km leið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
12.
Breiðtorg - Breiðdal
Málsnúmer 1809004
Lagðar fram að nýju tillögur að Breiðatorgi á Breiðdalsvík sem unnar hafa verið í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu í tengslum við verkefni Byggðarstofnunar Breiðdælingar móta framtíðina sem er undir verkefnastjórn atvinnu- og þróunarstjóra. Breiðatorg afmarkast af svæðinu milli Borkjarnasafns, Breiðdalsseturs, Kaupfélagi, Beljanda brugghúsi og að frystihúsi.
Tillagan hefur verið kynnt íbúum á Breiðdalsvík.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir hönnun Breiðatorgs.
13.
Húsnæði í hesthúsabyggð á Símonartúni
Málsnúmer 1910163
Lagt fram til kynningar tilboð í hesthúsið á Símonartúni utan Eskifjarðar. Bæjarráð óskar eftir afstöðu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til breytinga á deiliskipulagi svæðisins er hesthúsið stendur á.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar í fyrri bókun sína frá 11. nóvember síðastliðnum varðandi Símonartún en þar telur nefndin ekkert því til fyrirstöðu að við endurskoðun aðalskipulags verði gert ráð fyrir breyttri landnotkun við Símonartún eða þannig að gert verði ráð fyrir geymslum og léttum iðnaði á svæðinu. Deiliskipulagi yrði breytt til samræmis.