Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
249. fundur
16. desember 2019
kl.
16:00
-
18:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Gestir fundarins eru Ásta Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar, Lísa Lotta Björnsdóttir skólastjóri Leikskólans Lyngholts, Aðalheiður Vilbergsdóttir formaður umf Vals og Anna Sigrún Ben frá Íbúasamtökum Reyðarfjarðar.
Leitað er álits gesta á umferð um Heiðarveg milli leik-, grunnskóla- og íþróttahúss og mögulegra úrbóta til að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfarenda sem um götuna fara. Þá er leitað álits gesta á annarri framtíðar uppbyggingu á svæðinu t.d varðandi íþróttamannvirki.
Leitað er álits gesta á umferð um Heiðarveg milli leik-, grunnskóla- og íþróttahúss og mögulegra úrbóta til að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfarenda sem um götuna fara. Þá er leitað álits gesta á annarri framtíðar uppbyggingu á svæðinu t.d varðandi íþróttamannvirki.
2.
Lausaganga sauðfjár í Stöðvarfirði
Lagt fram að nýju, eftir umfjöllun landbúnaðarnefndar, bréf landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði varðandi lausagöngu fjár á jörðinni, lausagöngu fjár í Stöðvarfirði og lausagöngu fjár í Fjarðabyggð, dagsett 23. september 2019. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um girðingar og þátttöku kostnaðar, dagsett 25. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir bókun landbúnaðarnefndar. Nefndin samþykkir jafnframt að við endurskoðun aðalskipulags verði ákvæði um beitarfriðun endurskoðuð. Umhverfisstjóra er falið að vinna drög að svörum við spurningum bréfritara í samræmi við umræðu og leggja fyrir nefndina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir bókun landbúnaðarnefndar. Nefndin samþykkir jafnframt að við endurskoðun aðalskipulags verði ákvæði um beitarfriðun endurskoðuð. Umhverfisstjóra er falið að vinna drög að svörum við spurningum bréfritara í samræmi við umræðu og leggja fyrir nefndina.
3.
Verkefnastyrkir á vegum umhverfis- og auðlindamála
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um árlega styrki Umhverfis- og auðlindaráðuneytis til verkefna sem falla undir þeirra málefnasvið. Umsóknarfrestur rennur út kl. 16:00 3. janúar nk.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að sækja um styrk í verkefnið "Ert þú þá refurinn" samkvæmt umræðum á fundinum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að sækja um styrk í verkefnið "Ert þú þá refurinn" samkvæmt umræðum á fundinum.
4.
Aukin framleiðsla Laxa ehf á 3.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði-beiðni um umsögn
Lögð fram beiðni Matvælastofnunar um umsögn vegna umsóknar Laxa fiskeldis ehf á 3.000 tonna framleiðslu á lagi í Reyðarfirði.
Lagt fram minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra, umhverfisstjóra og sviðsstóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna beiðnar Matvælastofnunar dagsett 13. desember 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að svar Fjarðabyggðar verði byggt á niðurstöðu minnisblaðs. Endanlegri útgáfu er vísað til bæjarráðs.
Lagt fram minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra, umhverfisstjóra og sviðsstóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna beiðnar Matvælastofnunar dagsett 13. desember 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að svar Fjarðabyggðar verði byggt á niðurstöðu minnisblaðs. Endanlegri útgáfu er vísað til bæjarráðs.
5.
436.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar)
Lögð fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 9. desember 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
6.
735 Dalbraut 4 - Undirskriftarlisti, áskorun um færslu á tengivirki
Lagður fram til kynningar undirskriftalisti 89 íbúa á Eskifirði með áskorun um að byggingar við Dalbraut 4 á verði færðar út fyrir íbúabyggð við fyrsta tækifæri. Listinn var afhentur á íbúafundi á Eskifirði 2. desember síðastliðinn.
7.
Trúnaðarmál - erindi frá íbúa
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að svara bréfritara í samræmi við umræðu á fundinum.
8.
Kvöð um aldursmörk Melgerði 13 Reyðarfirði
Lagt fram að nýju samkomulag um kvöð á aldursmörkum í séreignaíbúðum í fjöleignahúsinu við Melgerði 13 á Reyðarfirði sem gerir ráð fyrir að allir íbúar séu 55 ára eða eldri. Lögð fram bréf Pacta lögmanna f.h. stjórnar húsfélags hússins vegna kvaðar um aldursmörk, dagsett 20. nóvember 2019, 13. desember 2019 og 16. desember 2019. Samþykki allra annarra eiganda liggur nú fyrir. Fjarðabyggð er eigandi þjónusturýmis í fjöleignahúsinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir kvöð um aldursmörk í húsinu og felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsingu þess efnis fyrir hönd Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir kvöð um aldursmörk í húsinu og felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsingu þess efnis fyrir hönd Fjarðabyggðar.
9.
730 Mjóeyrarhöfn - Umsókn um stöðuleyfi, starfsmannaaðstaða Eimskips
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Ara Benediktssonar/Mannvits hf fh. Eimskips, dagsett 12. desember 2019, þar sem sótt er um endurnýjun stöðuleyfis fyrir starfsmannaaðstöðu Eimskips í gámaeiningum innan hafnarsvæðis Mjóeyrarhafnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umsagnar hafnarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umsagnar hafnarstjórnar.
10.
Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi starfsmannabúða að Haga 2019-2020
Lagt fram bréf Ormarrs Örlygssonar fh. Alcoa Fjarðaál, dagsett 6. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir framlengingu stöðuleyfis starfsmannabúðanna að Högum til 1. júlí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis á sömu forsendum og árið 2018 og miðast það við þann fjölda gámaeininga sem var á svæðinu þegar stöðuleyfið rann út þann 1. júlí 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis á sömu forsendum og árið 2018 og miðast það við þann fjölda gámaeininga sem var á svæðinu þegar stöðuleyfið rann út þann 1. júlí 2019.
11.
730 Hraun 1 - Umsókn um byggingarleyfi, breyting á gasgeymslu
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Halldórs Eiríkssonar hjá TBL architects fh. Alcoa Fjarðaál sf, dagsett 14. nóvember 2019, þar sem sótt er um samþykki á breytingum á fyrirkomulagi gashleðslu, færslu girðingar og breyttri opnun girðinga við 645 LPG gasgeymslu að Hrauni 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
12.
730 Fagradalsbraut 2 og 4 - umsókn um sameiningu lóða
Lögð fram beiðni Guðgeirs Einarssonar um sameiningu lóðanna við Fagradalsbraut 2 og 4 sem eru innan búfjárbyggðarinnar Kolls innan við þéttbýlið á Reyðarfirði, dagsett 3. desember 2019. Samkvæmt deiliskipulagi stendur nú sambyggð bygging á báðum lóðunum. Samþykki annarra eiganda liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðni um sameiningu lóðanna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðni um sameiningu lóðanna.
13.
750 Stekkholt 13 - Beiðni um að taka land í fóstur
Lögð fram beiðni Elsu Sigrúnar Elísdóttur um staðfestingu á eldri heimild til að taka land í fóstur vestan- og norðan við íbúðarhúsalóð hennar við Stekkholt 13 á Fáskrúðsfirði, dagsett 13. desember 2019. Jafnframt er tilkynnt um að 9 fm smáhýsi undanþegið byggingarleyfi sbr. g. lið gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/20112 hefur verið byggt á lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir beiðni um að taka land í fóstur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir beiðni um að taka land í fóstur.
14.
735, 740 Dreífbýli - Umsókn um framkvæmdaleyfi, lagning ljósleiðara
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Mílu ehf. dagsett 12. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að leggja ljósleiðara í dreifbýli í Eskifirði og Norðfirði ásamt lögn rafstrengja á ábyrgð RARIK í dreifbýli á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
15.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Lagt fram minnisblað Verkís vegna aðgerða við barnalyftu og skíðaskála vegna snjóflóðahættu innan skíðasvæðisins í Oddsskarði. Gerðar eru tillögur að nýrri staðsetningu byrjandalyftu, að verja núverandi lyftu með uppsetningu stoðvirkja og að verja lyftuna með varnargarði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar minnisblaði til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar minnisblaði til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
16.
755 Deiliskipulag Heyklif
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Heyklifs, á vinnslustigi, sem gerir ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu að Heyklifi á Kambanesi við Sunnanverðan Stöðvarfjörð. Gert er ráð fyrir hóteli, veitingaþjónustu, misstórum húsum og smáýsum á svæðinu til útleigu fyrri ferðamenn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að kynna tillöguna sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði aðgengileg íbúum og umsagnaraðilum til 3. janúar 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að kynna tillöguna sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði aðgengileg íbúum og umsagnaraðilum til 3. janúar 2020.
17.
755 Heyklif - breyting á aðalskipulagi, ferðaþjónusta
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, á vinnslustigi, sem gerir ráð fyrir að landnotkun landbúnaðarsvæðisins við Heyklif á Kambanesi við sunnanverðan Stöðvarfjörð verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að kynna tillöguna sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan verði aðgengileg íbúum og umsagnaraðilum til 3. janúar 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að kynna tillöguna sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan verði aðgengileg íbúum og umsagnaraðilum til 3. janúar 2020.
18.
Landbúnaðarnefnd - 25
Samþykkt