Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

250. fundur
10. janúar 2020 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Lausaganga sauðfjár í Stöðvarfirði
Málsnúmer 1908051
Lagt fram að nýju bréf landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði varðandi lausagöngu fjár á jörðinni, lausagöngu fjár í Stöðvarfirði og lausagöngu fjár í Fjarðabyggð, dagsett 23. september 2019.Lögð fram drög umhverfisstjóra að svörum við spurningum bréfritara í samræmi við bókun 249. fundi nefndar þann 16. desember síðastliðinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að lagfæra drögin samkvæmt umræðum á fundinum og leggja fyrir nefndina að nýju.

2.
Vottun gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni
Málsnúmer 1909149
Lagt fram minnisblað Bjarka Ármanns Oddssonar íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni dagsett 7. janúar 2020. Lagt fram minnisblað KSÍ úttektar á Fjarðabyggðarhöllinni, dagsett 5. desember 2019. Kostnaðarmat vegna endurnýjunar gervigrass liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að verðkönnun verði gerð vegna endurnýjunar á gervigrasi Fjarðabyggðarhallarinnar og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.

3.
735 Strandgata 8 - Tandraberg beiðni um tímabundna geymslu á hráefni
Málsnúmer 2001060
Lagt fram bréf Einars Birgis Kristjánssonar fh. Tandrabretta ehf, dagsett 23. desember 2019, þar sem óskað er eftir að tímabundnu leyfi til að geyma utan þéttbýlis hráefnisbyrgðir sem safnast hafa upp á lóð fyrirtækisins við Strandgötu á Eskifirði sökum tímabundinna erfiðleika í vinnslunni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tímabundið leyfi verði veitt til að geyma efnislager utan þéttbýlis.
4.
750 Stekkholt 12 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2001024
Lögð fram lóðarumsókn Paulius Naucius, dagsett 2. janúar 2020, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 12 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
5.
730 Brekkugerði 5 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2001096
Lögð fram lóðarumsókn Einars Vilhelms Einarssonar, dagsett 12. janúar 2020, þar sem sótt er um lóðina við Brekkugerði 5 á Reyðarfirði undir íbúðarhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
6.
740 Bakkavegur 5 - Umsókn um byggingarleyfi v. viðbygg. og breytinga
Málsnúmer 2001085
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Múlans samvinnuhús ehf, dagsett 10. janúar 2020, þar sem sótt er um leyfi til byggja um 300 m2 viðbyggingu við húsnæði félagsins að Bakkavegi 5 á Norðfirði undir skrifstofu- og þjónusturými ásamt því að breyta eldra húsnæði þannig að það nýtist til sömu nota.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
7.
735 Leirubakki 4 - Byggingarleyfi, ferging lóðar
Málsnúmer 1904013
Lagður fram póstur Eskju hf, dagsettur 30. desember 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að færa til farg innan lóðar fyrirtækisins að Leirubakka 4 á Eskifirði vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Hluti fargs mun ná út fyrir lóðarmörk.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að farg verði fært á lóðinni í samræmi við umsókn. Eins og áður er leyfi skilyrt við að hæðir á lóðarmörkum nágrannalóða og vega verði mældar og skráðar áður en farg verður fært á lóðinni og svo með reglulegum hætti á meðan farg er á lóðinni.
8.
730 Mjóeyrarhöfn - Umsókn um stöðuleyfi, starfsmannaaðstaða Eimskips
Málsnúmer 1912110
Lögð fram að nýju stöðuleyfisumsókn Ara Benediktssonar/Mannvits hf fh. Eimskips, dagsett 12. desember 2019, þar sem sótt er um endurnýjun stöðuleyfis fyrir starfsmannaaðstöðu Eimskips í gámaeiningum innan hafnarsvæðis Mjóeyrarhafnar. Hafnarstjórn hefur samþykkt stöðuleyfi fyrir sitt leyti og falið verkefnastjóra hafna að fara í heildstæða skoðun á aðstöðu á Mjóeyrarhöfn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til eins ár.
9.
755 Heyklif - breyting á aðalskipulagi, ferðaþjónusta
Málsnúmer 1909021
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 sem gerir ráð fyrir að landnotkun landbúnaðarsvæðisins við Heyklif á Kambanesi við sunnanverðan Stöðvarfjörð verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að auglýsa tillöguna 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
10.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Farið yfir stöðu endurskoðunar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um að leitað verði eftir ábendingum frá öðrum nefndum í stjórnkerfi Fjarðabyggðar um viðfangsefni sem ástæða væri til að skoða við gerð lýsingar aðalskipulagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leitað verði eftir afstöðu bæjarráðs, fræðslunefndar, félagsmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, menningar- og nýsköpunarnefndar og hafnarstjórnar.
11.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2019
Málsnúmer 1904005
Lögð fram til kynningar fundargerð 153. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands sem haldinn var 12. desember síðastliðinn.