Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
251. fundur
27. janúar 2020
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Framlögð drög framkvæmda- og viðhaldsáætlunar Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020. Farið yfir stöðu framkvæmda og fjármögnun þeirra til samræmis við fjárhagsáætlun 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og fármálastjóra að vinna áfram áætlun um forgangsröðun viðhaldsverkefna og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og fármálastjóra að vinna áfram áætlun um forgangsröðun viðhaldsverkefna og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
Réttarholt 1-3 Þak viðhald
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs vegna viðhalds á þaki Réttarholts 1-3, dagsett 24. janúar 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að verðfyrirspurn verði gerð í samræmi við minnisblað vegna viðhalds á þaki Réttarholts 1-3.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að verðfyrirspurn verði gerð í samræmi við minnisblað vegna viðhalds á þaki Réttarholts 1-3.
3.
Lausaganga sauðfjár í Stöðvarfirði
Lagt fram að nýju bréf landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði varðandi lausagöngu fjár á jörðinni, lausagöngu fjár í Stöðvarfirði og lausagöngu fjár í Fjarðabyggð, dagsett 23. september 2019.Lögð fram uppfærð drög umhverfisstjóra að svörum við spurningum bréfritara í samræmi við bókun 250. fundi nefndarinnar þann 10. janúar síðastliðinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar bæjarráðs.
4.
Dýraeftirlit 2020 - gæludýr
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra á fyrirkomulagi dýraeftirlits Fjarðabyggðar árið 2019, dagsett 13. janúar 2020. Á siðasta ári var til reynslu nýtt fyrirkomulag þar sem eftirlitið og umsýsla þess var alfarið hjá umhverfis- og skipulagssviði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur í minnisblaði umhverfisstjóra.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur í minnisblaði umhverfisstjóra.
5.
730 Óseyri 2 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Olíudreyfingar ehf, dagsett 9. janúar 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins að Óseyri 2 á Reyðarfirði. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 22. janúar 2020, um skipulagsmál lóðarinnar við Óseyri 2 á Reyðarfiði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
6.
750 Stekkholt 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Paulius Naucius, dagsett 7. janúar 2020, þar sem sótt er um leyfi til byggja 148 fm og 522 rm íbúðarhús á lóð hans við Stekkholt 12 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
7.
Gjaldtaka vegna stöðuleyfa - Athugasemd
Lagt fram til kynningar bréf Samtaka iðnaðarins vegna gjaldtöku stöðuleyfa í Fjarðabyggð, dagsett 23. janúar 2020.
8.
Vottun gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni
Lagt fram að nýju minnisblað Bjarka Ármanns Oddssonar íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni dagsett 7. janúar 2020 ásamt minnisblaði KSÍ vegna úttektar á Fjarðabyggðarhöllinni, dagsett 5. desember 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur mikilvægt að gervigras Fjarðabyggðarhallarinnar verði endurnýjað og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að gera tillögu að verkliðum sem hægt er að fella út úr fjárfestingar- og viðhaldsáætlun svo hægt sé að gera ráð fyrir endurnýjun gervigras Fjarðabyggðarhallarinnar 2020. Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur mikilvægt að gervigras Fjarðabyggðarhallarinnar verði endurnýjað og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að gera tillögu að verkliðum sem hægt er að fella út úr fjárfestingar- og viðhaldsáætlun svo hægt sé að gera ráð fyrir endurnýjun gervigras Fjarðabyggðarhallarinnar 2020. Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar.
9.
Styrkbeiðni til handa Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar
Vísað til kynningar frá bæjarráði til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa um málefni Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar, dagsett 11. desember 2019.
10.
Efnistaka í Hellisfirði í Norðurfjarðarflóa, Fjarðabyggð. Tillaga að matsáætlun - Beiðni um umsögn
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 14. janúar 2020, varðandi ákvörðun stofnunarinnar um tillögu Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar um matsáætlun vegna efnistöku í Hellisfirði í Norðfjarðarflóa. Fallist er á tillöguna með athugasemdum.
11.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands 2020.