Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

252. fundur
10. febrúar 2020 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Ósk um tímabundna undanþágu vegna sorpurðunarstaðar á Heydalamelum - Breiðdalshreppur
Málsnúmer 1806123
Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra á framkvæmdasviði um frágang og vöktun urðunarstaðar sveitarfélagsins á Heydalamelum í Breiðdals, dagsett 7. febrúar 2020. Til að hægt sé að sækja um endanlega lokun svæðisins þarf að liggja fyrir yfirlýsing um eftirlit og umsjón á urðunarstaðnum í 30 ár.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að Fjarðabyggð ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðar sveitafélagsins á Heydalamelum sbr. 61.gr.laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Af hálfu Fjarðabyggðar er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 59. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
2.
Lokun urðunarstaðar í landi Rima í Mjóafirði
Málsnúmer 1702136
Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra á framkvæmdasviði um frágang og vöktun urðunarstaðar sveitarfélagsins að Rimum í Mjóafirði, dagsett 6. febrúar 2020. Til að hægt sé að sækja um endanlega lokun svæðisins þarf að liggja fyrir yfirlýsing um eftirlit og umsjón á urðunarstaðnum í 30 ár.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að Fjarðabyggð ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðar sveitafélagsins að Rimum sbr. 61.gr.laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Af hálfu Fjarðabyggðar er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 59. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
3.
Friðlýsing Gerpissvæðisins - kynningarfundur
Málsnúmer 2001205
Kynnt samantekt fundar Umhverfisstofnunar um möguleika friðlýsingar Gerpissvæðisins í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði þann 6. febrúar síðastliðinn með landeigendum og áhugafólki. Lögð fram samantekt umhverfisstjóra dagsett 7. febrúar 2020.
4.
Clean up Iceland - Strandhreinsun leiðangursskipa
Málsnúmer 2002018
Lagður fram tölvupóstur North Atlantic Agency, dagsettur 4. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir þátttöku Fjarðabyggðar í strandhreinsunarverkefni sem felur í sér að farþegar leiðangursskipa fara í land og tína rusl í útvöldum fjörum. Fjallað hefur verið um erindið í hafnarstjórn sem er ekki tilbúin að taka þátt í verkefninu að svo stöddu. Horft verður áfram til félagasamtaka í heimabyggð með hreinsun á fjörusvæðum í óbyggðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir bókun hafnarstjórnar.
5.
Aðgerðir 2020 númerslausir bíla
Málsnúmer 2001177
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra vegna aðgerða við hreinsun númerslausra bíla á opnum svæðum í Fjarðabyggð dagsett 6. október 2020. Kynnt ferli við að fjarlægja númerslausa bíla á opnum svæðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram að hreinsun númerslausra bíla af opnum svæðum og lóðum.
6.
Aðgerðir 2020 - lausafjármunir
Málsnúmer 2002003
Lögð fram samantekt umhverfistjóra um umgengni og þrifnað á opnum svæðum í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna áfram að hreinsun opinna svæða. Jafnframt er óskað eftir minnisblaði framkvæmdasviðs vegna geymslusvæða á forræði þess og hvernig staðið verði að því að hafa þau í samræmi við samþykktir Fjarðabyggðar um umgengni og þrifnað utanhúss.
7.
Lausaganga sauðfjár í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2002023
Lagt fram bréf Chris Beekman, dagsett 4. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvers vegna ekki var hægt að verða við ósk hans um að lausaganga búfjár verði bönnuð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hvers vegna Fjarðabyggð geri ekki allt sem hægt er til að sporna við loftlagsvá.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra gera drög að svari til bréfritara í samræmi við umræðu á fundinum og leggja fyrir nefndina að nýju.
8.
740 Norðfjarðará - framkvæmdaleyfi, efnistaka
Málsnúmer 2002021
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Haka ehf vegna allt að 1.500 rm efnistöku á ári í tíu ár norðan við ósa Norðfjarðarár, dagsett 4. febrúar 2020, ásamt lýsingu á fyrirhugaðri efnistöku, umgengni og frágangi í lok vinnslutíma og hnitsettri afmörkun efnistöku- og lagerssvæðisins. Lögð fram umsögn Veiðifélags Norðfjarðarár.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistöku til fimm ára að fenginni jákvæðri umsögn Fiskistofu. Efnistökusvæði verði skipt upp í samráði við umhverfis- og skipulagssvið.
9.
740 Norðfjarðará - framkvæmdaleyfi, efnistaka
Málsnúmer 2002041
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Graftrar ehf vegna allt að 3.000 rm efnistöku á fimm árum norðan við ósa Norðfjarðarár, dagsett 7. febrúar 2020, ásamt lýsingu á fyrirhugaðri efnistöku, umgengni og frágangi í lok vinnslutíma og hnitsettri afmörkun efnistöku- og lagerssvæðisins. Lögð fram umsögn Veiðifélags Norðfjarðarár.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistöku til fimm ára að fenginni jákvæðri umsögn Fiskistofu. Efnistökusvæði verði skipt upp í samráði við umhverfis- og skipulagssvið.
10.
735 - Deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar
Málsnúmer 1502041
Lagðar fram til kynningar hugmyndir að skipulagi hafnarsvæðis neðan Strandgötu 38 til 42 en umræddar lóðir eru komnar í eigu Fjarðabyggðar. Gert er ráð fyrir að núverandi byggingar víki.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
11.
755 Deiliskipulag Heyklif
Málsnúmer 1904069
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Heyklifs sem gerir ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu að Heyklifi á Kambanesi við Sunnanverðan Stöðvarfjörð. Gert er ráð fyrir hóteli, veitingaþjónustu, gistihúsum og smáýsum á svæðinu til útleigu fyrir ferðamenn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillöguna sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
12.
740 Hjallaleira 25 og 27 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2001207
Lögð fram lóðarumsókn Malbikunarstöðvar Austurlands ehf, dagsett 27. janúar 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Hjallaleiru 25 og 27 á Reyðarfirði undir malbikunarstöð og atvinnuhúsnæði henni tengdri.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
13.
740 Hólar - Byggingarleyfi, gesta- og geymsluhús
Málsnúmer 2001228
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hákons Björnssonar, dagsett 29. janúar 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 56 fm og 125 rm gesta- og geymsluhús við sumarhús hans í landi Hóla í Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
14.
Skólavegur 49 - Umsókn byggingarleyfi, endurbætur inni og úti
Málsnúmer 2001244
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Austureigna ehf, dagsett 31. janúar 2020, þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti húsnæðis fyrirtækisins að Skólavegi 49 á Fáskrúðsfirði. Starfsemi hússin verði hótel og gistirými að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
15.
Vottun gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni
Málsnúmer 1909149
Lagt fram að nýju minnisblað Bjarka Ármanns Oddssonar íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni dagsett 7. janúar 2020 ásamt minnisblaði KSÍ vegna úttektar á Fjarðabyggðarhöllinni, dagsett 5. desember 2019. Lagt fram innra vinnuskjal sviðsstjóra framkvæmdasviðs með tillögu að fjármögnun framkvæmda við endurnýjun gervigrass Fjarðabyggðarhallarinnar dagsett 7. febrúar 2020. Lagt er til að fjármagn verði tekið af heimildum í viðhaldssjóði eignarsjóðs og það fært inn á fjárfestingar í eignasjóði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra framkvæmdasviðs fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.

15.
Fjarðabyggðahöll - ástand og aðgerðir
Málsnúmer 2001140
Lögð fram skýrsla Mannvits um ástand og mögulegar aðgerðir vegna þaks Fjarðabyggðarhallarinnar. Bæjarráð hefur óskað eftir frekari skýringum á lið nr. 6 í úrbótakafla, jafnframt er óskað eftir nánari útfærslu á frágangi stafna og kyndingu. Skýrslunni ásamt athugasemdum bæjarráðs er vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir bókun bæjarráðs og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.