Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
253. fundur
24. febrúar 2020
kl.
16:00
-
17:40
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Elías Jónsson
varamaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Eskifjarðarvöllur - uppbygging og staða
Farið yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu og ástand Eskifjarðarvallar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka saman stöðu vallarins og hvaða möguleikar eru til úrbóta og leggja fyrir nefndina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka saman stöðu vallarins og hvaða möguleikar eru til úrbóta og leggja fyrir nefndina.
2.
Verkefnastyrkir á vegum umhverfis- og auðlindamála
Lagt fram til kynningar bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dagsett 31. janúar 2020, varðandi umsókn Fjarðabyggðar um styrk vegna verefnisins Er það þá refurinn? Verkefnið telst ekki styrkhæft þar sem það fellur undir rannsókna- eða vöktunarverkefni sem falla undir lögbundin verkefni stofnana ríkisins.
3.
Lausaganga sauðfjár í Fjarðabyggð
Lögð fram drög að svari til Chris Beekman vegna bréfs hans, dagsettu 4. febrúar 2020, þar sem óskað var eftir svörum vegna lausagöngu sauðfjár í Fjarðabyggð og aðgerðum sveitarfélagsins gegn yfirvofandi loftlagsvá.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að svari við fyrirspurn og felur umhverfisstjóra að svara bréfritara.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að svari við fyrirspurn og felur umhverfisstjóra að svara bréfritara.
4.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 14. febrúar 2020. Í minnisblaði er farið yfir stöðuna á vinnu við umhverfisstefnu Fjarðabyggðar.
5.
64.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 30. janúar 2020, þar sem óskað er umsagnar á tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld.
6.
Leitað leyfis landeiganda eða annars rétthafa - heimild til að nátta
Lögð fram tillaga félags Húsbílaeigenda og 4x4 um breytingartillögu á 22. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 vegna gistingar í tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum og húsbílum utan skipulagðra tjaldsvæða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar til umferðasamþykktar og lögreglusamþykktar sveitarfélagsins og felur umhverfisstjóra að svara félagasamtökunum í samræmi við það sem þar kemur fram.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar til umferðasamþykktar og lögreglusamþykktar sveitarfélagsins og felur umhverfisstjóra að svara félagasamtökunum í samræmi við það sem þar kemur fram.
7.
Bráðabrigðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland
Lagður fram póstur Umhverfisstofnunar, dagsettur 19. febrúar 2020, þar sem boðið er uppá að koma með ábendingar eða athugasemdir vegna verndunar vatns sem gæti nýst við gerð vatnaáætlunar fyrir Ísland. Umsagnarfrestur er til og með 1. apríl næstkomandi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna að umsögn og leggja fyrir nefndina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna að umsögn og leggja fyrir nefndina.
8.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Grjótá
Vísað frá bæjarráði til umsagnar eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar minnisblaði Eflu hf. um framkvæmdir við Grjótá á Eskifirði og vegtengingu yfir ána milli Bleiksárhlíðar og Grjótárgötu. Lagt fram innra vinnuskjal sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
9.
Trjákurl til húshitunar
Vísað úr bæjarráði til kynningar í eigna-, skipulags-, og umhverfisnefnd erindi um nýtingu trjákurls í kyndistöð. Bæjarráð hefur samþykkt að Fjarðabyggð staðfesti með viljayfirlýsingu að vinna áfram að hugmyndum um uppbyggingu kyndistöðvar með trjákurli. Yfirlýsingin er ekki bindandi.
10.
730 Starfsmannaþorp Alcoa/Bectel fyrirspurn um afnot á skemmu
Lagt fram bréf Slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar varðandi byggingar á svæði starfsmannaþorps Alcoa/Bectel, dagsett 21. febrúar 2020. Óskað er eftir áliti nefndarinnar á því hvort unnt sé að láta stálgrindarskemmu og glerbyggingu standa eftir þegar lokið verður við að fjarlægja starfsmannaþorpið. Fyrirhugað er að nýta byggingarnar undir æfingaaðstöðu Slökkviliðs Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að í skipulagi sé hægt að gera ráð fyrir starfsemi slökkviliðs á svæðinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að í skipulagi sé hægt að gera ráð fyrir starfsemi slökkviliðs á svæðinu.
11.
750 Stekkholt 11 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Önnu Marínar Þórarinsdóttur, dagsett 17. febrúar 2020, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 11 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
12.
735 Strandgata 38 - Umsókn um byggingarleyfi, niðurrif
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eskju hf, dagsett 10. febrúar 2020, þar sem sótt er um leyfi til að rífa iðnaðarhúsnæði og verbúð fyrirtækisins að Strandgötu 38 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
13.
735 Strandgata 92 - Umsókn byggingarleyfi, breytt útlit
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sævars Guðjónssonar, dagsett 7. febrúar 2020, þar sem sótt er um leyfi til að bæta við einum glugga og færa annan á miðhæð húss hans að Strandgötu 92 á Eskifirði. Samþykki Minjastofnunar liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
14.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Lögð fram drög að skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.