Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
254. fundur
9. mars 2020
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Gerpissvæðið
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 25. febrúar 2020 þar sem óskað er eftir afstöðu landeigenda til þess hvort áhugi sé fyrir því að taka þátt í viðræðum um friðlýsingu Gerpissvæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að taka þátt í viðræðum um friðlýsingu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að taka þátt í viðræðum um friðlýsingu.
2.
Örnefnaskráning í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra vegna fyrirspurnar um örnefnaskráningu í Fjarðabyggð, dagsett 5. mars 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að hefja undirbúning að vinnu við skráningu örnefna í sveitarfélaginu í samræmi við minnisblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að hefja undirbúning að vinnu við skráningu örnefna í sveitarfélaginu í samræmi við minnisblað.
3.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Framlögð framkvæmda- og viðhaldsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020. Farið yfir stöðu framkvæmda til samræmis við fjárhagsáætlun 2020.
4.
Tillaga að sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar
Lögð fram tillaga sviðsstjóra framkvæmdasviðs að íbúðum sem setja á á sölulista.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur sviðsstjóra að upptaldar íbúðir verði settar á sölulista.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur sviðsstjóra að upptaldar íbúðir verði settar á sölulista.
5.
Egilsbúð - félagsheimili (Hús frístunda)
Vísað frá bæjarráði til kynningar í eigna-, skipulags-, og umhverfisnefnd minnisblaði bæjarstjóra, dagsettu 28. febrúar 2020, vegna framkvæmda í Egilsbúð.
6.
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi 19.mars 2020
Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landsamtaka landeiganda á Íslandi sem haldinn verður 19. mars næstkomandi.
7.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Lögð fram áætlun Eflu vegna vinnu við skoðun á umferðaröryggi við grunn- og leikskóla við Heiðarveg á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að hefja vinnu við skoðun á umferðaröryggi svæðisins í samræmi við áætlun Eflu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að hefja vinnu við skoðun á umferðaröryggi svæðisins í samræmi við áætlun Eflu.
8.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 154. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 18. febrúar síðastliðnum.
9.
740 Dreifbýli - umsókn um að leggja göngu- og reiðleið meðfram Norðfjarðará
Lögð fram ódagsett beiðni Reiðveganefndar Hestamannafélagsins Blæs þar sem óskað er eftir heimild til að nýta slóða sem er í landi Fjarðabyggðar norðan golfvallar og vestan við flugvöllinn á Norðfirði undir göngu og reiðleið. Samþykki annarra landeiganda sem slóðinn fer um liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
10.
740 Hafnrbraut 15 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi, stækkun lóðar
Lögð fram umsókn Nestaks ehf, dagsett 2. mars 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins að Hafnarbraut 15 á Norðfirði. Óskað er eftir að lóðin sameinist lóð fyrir tækisins að Hafnarbraut 17. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðirnar verði sameinaðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðirnar verði sameinaðar.
11.
760 Selnes 1 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Fjarðabyggðar, dagsett 28. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings Selness 1 á Breiðdalsvík. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að endurnýjun lóðarleigusamnings.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að endurnýjun lóðarleigusamnings.
12.
735 - Deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar
Lagðar fram til kynningar hugmyndir að skipulagi hafnarsvæðis neðan Strandgötu 38 til 42 en umræddar lóðir eru komnar í eigu Fjarðabyggðar. Gert er ráð fyrir að núverandi byggingar víki.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að afmörkun deiliskipulags miðbæjar Eskifjarðar verði breytt þannig að það verði afmarkað af Grjótá til sjávar, Túngötu, Útkaupstaðarbraut, Strandgötu frá Útkaupstaðarbraut og milli Standgötu 42 og 44 til sjávar. Nefndin samþykkir jafnframt að halda áfram með deiliskipulagsvinnu svæðisins frá Grjótá ofan Túngötu, ofan ofanflóðavarna í Grjótá og Lambeyrará, ofan og austan Helgafells og Hátúns og vestan lóðar Strandgötu 64 til sjávar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að afmörkun deiliskipulags miðbæjar Eskifjarðar verði breytt þannig að það verði afmarkað af Grjótá til sjávar, Túngötu, Útkaupstaðarbraut, Strandgötu frá Útkaupstaðarbraut og milli Standgötu 42 og 44 til sjávar. Nefndin samþykkir jafnframt að halda áfram með deiliskipulagsvinnu svæðisins frá Grjótá ofan Túngötu, ofan ofanflóðavarna í Grjótá og Lambeyrará, ofan og austan Helgafells og Hátúns og vestan lóðar Strandgötu 64 til sjávar.
13.
760 Sólvellir 25 - Umsókn um byggingarleyfi, brú og pallur
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Goðaborgar ehf, dagsett 1. mars 2020, þar sem sótt er um leyfi til að gera brú og pall milli húsa fyrirtækisins við Sólvelli 23a og 25 á Breiðdalsvík. Framkvæmdin er í samræmi við samþykkta tillögu Breiðatorgs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
14.
Hlíðarendavegur 5A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Bjarna Hávarðssonar, dagsett 5. mars 2020, þar sem sótt er um leyfi til að breyta útliti húss hans að Hlíðarendavegi 5a á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
15.
Íbúafundur Reyðarfirði 3.3.2020
Umræða um niðurstöður af íbúafundi sem haldinn var 3.3.2020 um innviðauppbyggingu á Reyðarfirði.
Bæjarráð hefur samþykkt að skipa starfshóp um uppbyggingu íþróttahús á Reyðarfirði. Hópinn skipa Jón Björn Hákonarson sem jafnframt verður formaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Einar Már Sigurðarson, Pálína Margeirsdóttir og Sigurður Ólafsson. Jafnframt verður óskað eftir því að Íbúasamtök Reyðarfjarðar og Ungmennafélagið Valur tilnefni einn aðila frá hvoru félagi í starfshópinn. Með hópnum starfar atvinnu- og þróunarstjóri og íþrótta- og tómstundastjóri ásamt öðrum embættismönnum sveitarfélagsins eftir þörfum.
Bæjarráð felur framkvæmdasviði og umhverfis- og skipulagssviði að vinna að lausnum með starfshópnum um uppbyggingu íþróttahúss á Reyðarfirði og leggja fyrir hugmyndir, teikningar og kostnaðargreiningu á slíku mannvirki. Fjármunir sem til koma af sölu Rafveitu Reyðarfjarðar er sú fjárveiting sem lögð er til verksins. Erindinu er vísað til kynningar í eign,- skipulags- og umhverfisnefnda, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundarnefnda.
Bæjarráð hefur samþykkt að skipa starfshóp um uppbyggingu íþróttahús á Reyðarfirði. Hópinn skipa Jón Björn Hákonarson sem jafnframt verður formaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Einar Már Sigurðarson, Pálína Margeirsdóttir og Sigurður Ólafsson. Jafnframt verður óskað eftir því að Íbúasamtök Reyðarfjarðar og Ungmennafélagið Valur tilnefni einn aðila frá hvoru félagi í starfshópinn. Með hópnum starfar atvinnu- og þróunarstjóri og íþrótta- og tómstundastjóri ásamt öðrum embættismönnum sveitarfélagsins eftir þörfum.
Bæjarráð felur framkvæmdasviði og umhverfis- og skipulagssviði að vinna að lausnum með starfshópnum um uppbyggingu íþróttahúss á Reyðarfirði og leggja fyrir hugmyndir, teikningar og kostnaðargreiningu á slíku mannvirki. Fjármunir sem til koma af sölu Rafveitu Reyðarfjarðar er sú fjárveiting sem lögð er til verksins. Erindinu er vísað til kynningar í eign,- skipulags- og umhverfisnefnda, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundarnefnda.