Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

256. fundur
6. apríl 2020 kl. 16:00 - 17:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Leyfisgjald hunda - sundurliðun
Málsnúmer 2003148
Lagt fram erindi er varðar beiðni um upplýsingar á sundurliðun hundaleyfisgjalda og minnisblað umhverfisstjóra um helstu kostnaðarliði dýraeftirlitsins á síðasta ári.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram tillögur að endurskoðun á samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Fjarðabyggð.
2.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Málsnúmer 2001149
Vísað frá bæjarráði til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd framkvæmda- og viðhaldsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana vegna ársins 2020.
3.
Útikörfuboltavöllur
Málsnúmer 2003085
Lagt fram að nýju ódagsett bréf Íbúasamtaka Eskifjarðar með tillögu samtakanna að útikörfuboltavelli við Eskifjarðarskóla. Íbúasamtökin hyggjast leggja til körfur og undirlag en óskað er eftir að Fjarðabyggð steypi plötu eða malbiki undir vallarsvæðinu. Jákvæðar umsagnir fræðslunefndar og skólastjórnenda Eskifjarðarskóla ásamt Slökkviliði Fjarðabyggðar vegna aðkomu sjúkra- og slökkviliðs að skólanum liggja fyrir. Lögð fram kostnaðaráætlun framkvæmdasviðs vegna aðkomu Fjarðabyggðar, dagsett 30. mars 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu í vinnu á minnisblaði um viðhaldsþörf sveitarfélagsins um fasteignir, leiksvæði, lóðir ofl.
4.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf
Málsnúmer 2003122
Vísað frá bæjarráði til kynningar í eigna-, skipulags, og umhverfisnefnd erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðspyrnu af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf. Bæjarráð samþykkti ákveðnar tillögur sem fyrstu aðgerðir Fjarðabyggðar til viðspyrnu fyrir samfélagið vegna COVID-19 faraldursins á 656. fundi sínum þann 30. mars 2020.
5.
Bændur á Austurlandi - Covid 19
Málsnúmer 2003146
Vísað frá bæjarráði til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar bréfi frá stjórn Búnaðarsambands Austurlands þar sem forsvarsmenn sveitarfélaga á Austurlandi eru beðnir um að huga sérstaklega að fólki sem býr í sveitum og teljast, aldurs síns vegna, vera í áhættuhópi hvað varðar COVID-19.
Bæjarstjóra hefur verið falið að senda út bréf til lögbýla og koma á reglulegum samskiptum.
6.
Samráðsfundir og viðbrögð vegna coronaveiru COVID19
Málsnúmer 2002090
Vísað frá bæjarráði til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarráð hefur farið yfir stöðuna og verkferla hjá sveitarfélaginu vegna Covid-19 og þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins sem og íbúum þess fyrir ómetanlegt framlag á þessum erfiðu tímum. Bæjarráð þakkar sérstaklega starfsmönnum skólastofnana, félags-, heimaþjónustu og hjúkrunarheimila fyrir þeirra störf.
Þá hittist aðgerðarhópur Fjarðabyggðar daglega til að fara yfir stöðuna og almannavarnarnefnd Austurlands gegnir lykilhlutverki við undirbúning viðbragða og eftirfylgni.
7.
735 Helgustaðir - Umsókn um lóð undir spennistöð
Málsnúmer 2003151
Lagt fram bréf Laxa Fiskeldi ehf, dagsett 26. mars 2020, þar sem óskað er eftir að Fjarðabyggð sæki um að stofnuð verði lóð undir spennistöð í landi Helgustaða. Fyrirhugað er að rafvæða með landtengingu sjókvíar fyrirtækisins úti fyrir ströndinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að Fjarðabyggð sæki um að lóð verði stofnuð. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.

8.
Eignir Eskju við Strandgötu
Málsnúmer 1811177
Vísað frá bæjarráði til kynningar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar beiðni Eskju hf. sem óskar eftir að gerð verði breyting á samkomulagi um tímaramma á niðurrifi fasteignanna að Strandgötu 38-42 á Eskifirði í ljósi Covid-19 faraldurs. Fyrirtækið hyggst beina kröfum sínum að byggingu nýs frystiklefa samhliða að tryggja öryggi starfsmanna. Óskað er eftir árs frestun á tímaramma niðurrifsins.
Bæjarráð hefur samþykkt umbeðinn ársfrest en fresturinn á tímaramma niðurrifsins hefur ekki áhrif að þá skipulags- og hönnunarvinnu sem fer fram á árinu 2020 samkvæmt áætlun.
9.
740 Dreifbýli - umsókn um að leggja göngu- og reiðleið meðfram Norðfjarðará
Málsnúmer 2003029
Lögð fram að nýju ódagsett beiðni Reiðveganefndar Hestamannafélagsins Blæs þar sem óskað er eftir heimild til að nýta slóða sem er í landi Fjarðabyggðar norðan golfvallar og vestan við flugvöllinn á Norðfirði undir göngu og reiðleið. Samþykki annarra landeiganda og notenda vegar sem slóðinn fer um liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir nýtingu slóðans sem göngu og reiðleið.
10.
Umsókn um garðefnasvæði á Reyðarfirði
Málsnúmer 2004026
Lagður fram tölvupóstur framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar, dagsettur 2. apríl 2020, þar sem óskað er eftir svæði innan afmörkunar starfsmannaþorps Alcoa Fjarðaáls undir garðefnasvæði fyrir Reyðarfjörð og hugsanlega Eskifjörð líka. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra vegna vinnslu garðefnaúrgangs dagsett 3. apríl 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna drög að framtíðarsýn fyrir garðefnasvæði og leggja fyrir nefndina.
11.
755 Hvalnes - Framkvæmdaleyfi, vatnsból
Málsnúmer 2004027
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Mannvits hf. fh. Citylab ehf, dagsett 3. apríl 2020, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja niður brunn og drenlagnir í vatnsuppsprettu í landi Hvalness við sunnanverðan Stöðvarfjörð. Um er að ræða undirbúningsvinnu vegna rannsókna á lindinni þar sem kannað verður hvort hún henti sem vatnsból fyrir Kambanes og Heyklif. Umsókn er í samræmi við samkomulag um nýtingu vatnsréttinda milli Fjarðabyggðar og umsækjanda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
12.
735 - Deiliskipulag, Eskifjörður-miðbær
Málsnúmer 1502041
Lögð fram tillaga að deiliskipulaginu Eskifjörður-Miðbær ásamt umhverfisskýrslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagið Eskifjörður-Miðbær í auglýsingu, skipulagsuppdráttur, skýringaruppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla, dagsett í mars 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.