Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

257. fundur
20. apríl 2020 kl. 16:00 - 17:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Tillaga að sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1606124
Lögð fram tillaga framkvæmdasviðs um fasteignir sem settar verði á sölulista. Bætt er við eignum á Breiðdalsvík ásamt áhaldahúsum á Norðfirði og Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur framkvæmdasviðs.
2.
Garð- og malarefni
Málsnúmer 1609089
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um stöðu garðefnasvæða í Fjarðabyggð og framtíðarsýn málaflokksins, dagsett 15. apríl 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur umhverfisstjóra og felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna þær áfram.

3.
Umsókn um garðefnasvæði á Reyðarfirði
Málsnúmer 2004026
Lagður fram tölvupóstur framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar, dagsettur 2. apríl 2020, þar sem óskað er eftir svæði innan afmörkunar starfsmannaþorps Alcoa Fjarðaáls undir garðefnasvæði fyrir Reyðarfjörð og hugsanlega Eskifjörð líka. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra vegna vinnslu garðefnaúrgangs dagsett 3. apríl 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að skoða möguleika á Leirusvæðinu.
4.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2019
Málsnúmer 1909098
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra vegna umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða haustið 2019 fyrir framkvæmdaárið 2020, dagsett 6. apríl 2020. Umsóknum var hafnað, þar sem önnur verkefni umsækjanda eru ókláruð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur málið fyrir á næsta fundi.
5.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2020
Málsnúmer 2004049
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands sem haldinn var 2. apríl 2020.
6.
730 Búðarmelur 6-16 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2004061
Lögð fram lóðarumsókn Nýjatúns ehf, dagsett 15. apríl 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Búðarmel 6 a til 6 e á Reyðarfirði undir 425 fm og 1063 rm raðhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
7.
750 Gilsholt 6-16 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2004062
Lögð fram lóðarumsókn Nýjatúns ehf, dagsett 15. apríl 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Gilsholt 6-16 á Fáskrúðsfirði undir 480 fm og 1200 rm raðhús. Jafnframt er óskað eftir að heimild til niðurfellingar 100% gatnagerðargjalda gildi fyrir þessa framkvæmd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu ásamt ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda.
8.
730 Búðareyri 11-13 Byggingarleyfi, breyting innanhúss
Málsnúmer 2004039
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Vegagerðarinnar, dagsett 7. apríl 2020, þar sem sótt er um leyfi til endurbóta innanhúss á skrifstofum, verkstæði og í geymslurými Vegagerðarinnar að Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði. Verkefnið felst í því að endurnýja lagnir, setja upp loftræstikerfi og innrétta húsnæðið uppá nýtt á um 430 m2 svæði, auk verkstæðis- og geymslurýmis á um 165 m2.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin
9.
730 Þernunes - byggingarleyfi, fjárhús
Málsnúmer 2004067
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þernu ehf, dagsett 15. apríl 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 140 fm fjárhús við hlöðu á jörðinni Þernunes í Reyðarfirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
10.
740 Miðstræti 23 - byggingarleyfi, sameining íbúða
Málsnúmer 2001095
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Egils Birkis Stefánssonar, dagsett 15. apríl 2020, þar sem sótt er um leyfi til breyta þremur íbúðum í eina í húsi hans að Miðstræti 23 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin
11.
735 Kirkjustígur 7 - byggingarleyfi, niðurrif
Málsnúmer 2004091
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 18. apríl 2020, þar sem sótt er um leyfi til rífa hús sveitarfélagsins við Kirkjustíg 7 á Eskifirði vegna fyrirhugaðra framkvæmda við ofanflóðavarnir í Lambeyrará. Umsögn Minjaverndar liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
12.
735 Kirkjustígur 3b - byggingarleyfi, niðurrif
Málsnúmer 2004092
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 18. apríl 2020, þar sem sótt er um leyfi til rífa hús sveitarfélagsins við Kirkjustíg 3b á Eskifirði vegna fyrirhugaðra framkvæmda við ofanflóðavarnir í Lambeyrará.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
13.
735 Túngata 13 - byggingarleyfi, niðurrif
Málsnúmer 2004090
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 18. apríl 2020, þar sem sótt er um leyfi til rífa hús sveitarfélagsins við Túngötu 13 á Eskifirði vegna fyrirhugaðra framkvæmda við ofanflóðavarnir í Lambeyrará.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
14.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Kynnt staða endurskoðunar Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027. Lagt fram innra vinnuskjal sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 4. apríl 2020 um endurskoðun aðalskipulagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að annar áfangi endurskoðunar haldi áfram í samstarfi við Alta ehf.
15.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Lögð fram að nýju beiðni Fjarðabyggðarhafna, dagsett 20. mars 2020, um efnistöku innan afmarkaðs svæðis sunnan sundlaugarinnar á Eskifirði. Áætlað er að taka um 4000 rm af efni sem nýta á við hafnargerð sunnan Leirubakka 4. Umsögn íþrótta- og tómstundanefndar liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að 4000 rm af efni verði nýtt við hafnargerðina.