Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

258. fundur
27. apríl 2020 kl. 16:00 - 00:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Málsnúmer 2001149
Framlögð framkvæmda- og viðhaldsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020. Farið yfir stöðu framkvæmda til samræmis við fjárhagsáætlun 2020.
2.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2019
Málsnúmer 1909098
Farið yfir stöðu mála vegna framkvæmda sem styrktar hafa verið af Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að taka saman minnisblað um stöðu framkvæmda við áningarstaði sem styrktir hafa verið af Framkvæmdasjóðnum.
3.
Umsókn um garðefnasvæði á Reyðarfirði
Málsnúmer 2004026
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um möguleika þess að hafa garðefnasvæði á lóðinni við Hjallaleiru 19 á Reyðarfirði, dagsett 24. apríl 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur, í samræmi við tillögur umhverfisstjóra, að hægt sé að nýta lóðina við Hjallaleiru 19 undir garðefnasvæði.
4.
Viðhald á sauðfjárveikivarnargirðingu
Málsnúmer 2004088
Lagt fram erindi umhverfis- og framkvæmdanenfdar Fljótdalshéraðs þar sem kannað er með vilja eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar á samstafi við að ýta á um viðhald á sauðfjárvarnarlínu sem aðskilur Austfjarða- og Suðurfjarðahólf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótdalshéraðs og fer fram á það við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti að veita fé til viðgerða á varnarlínunni Reyðarfjarðarlínu (nr. 20 skv. auglýsingu nr. 88/2018) sem aðskilur Austfjarða-og Suðurfjarðahólf, þannig að ljúka megi þeim fyrir 15. júní 2020. Þar sem hlutar girðingarinnar eru orðnir hættulegir búfé, villtum dýrum og fólki eins og þeir eru, telur nefndin sér skylt að láta fjarlægja áðurnefnda hluta girðingarinnar á kostnað eiganda skv. 8. gr. girðingarlaga nr. 135/2001. Ljóst er að sjúkdómastaða sauðfjársjúkdóma í Austfjarða- og Suðurfjarðahólfi er ekki hin sama og því skylt að halda varnarlínunni við skv. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Nefndin harmar því að þurfa að grípa til ofangreindra ráðstafana, en vegna alvarlegrar vanrækslu á viðhaldi girðingarinnar undanfarin ár, er sóttvarnagildi hennar hvort sem er ekki til staðar.
5.
Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
Málsnúmer 1704016
Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfisstjóra, dags. 24. apríl 2020, um framtíðarsýn Skógræktarfélags Reyðarfjarðar í framhaldi af fundi með Skógræktarfélaginu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram með tillögur skógræktarfélagsins, sbr. minnisblað umhverfisstjóra, í samræmi við umræður á fundinum.
6.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805134
Lagðar fram að nýju til umfjöllunar viðbætur og breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Lagt fram minnisblað Eflu um úttekt á umferðaröryggi við Heiðarveg milli leik- og grunnskóla, dagsett 2. apríl 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að uppfæra umferðarsamþykkt í samræmi við umfjöllun á fundinum og leggja fram að nýju.