Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

259. fundur
11. maí 2020 kl. 16:00 - 17:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2021
Málsnúmer 2005018
Framlagðar reglur um vinnu við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021-2024.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjórum framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs að hefja undirbúning við fjárhags- og starfsáætlunargerð 2021 í samræmi við reglurnar.
2.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2019
Málsnúmer 1909098
Farið yfir stöðu mála vegna framkvæmda sem styrktar hafa verið af Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett 9. maí 2020, um stöðu framkvæmda við áningarstaði sem styrktir hafa verið af Framkvæmdasjóðnum.

3.
Umsókn um garðefnasvæði á Reyðarfirði
Málsnúmer 2004026
Lagðar fram tillögur framkvæmdasviðs um tilhögun garðefnasvæða á Eskifirði og Reyðarfirði fyrir sumarið, dagsett 9. maí 2020. Lagt er til að móttaka verði á svæði innan við byggðina á Eskifirði og á lóðinni við Hjallaleiru 19 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að móttaka verði á umræddum svæðum í sumar.
4.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1909099
Vísað frá bæjarráði til áframhaldandi vinnslu í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd minnisblaði um stöðu vinnslu á moltu í Fjarðabyggð, dagsett 16. apríl 2020. Bæjarráð telur fulla ástæðu að skoða framtíð jarðgerðar í sveitarfélaginu og hefur falið framkvæmdasviði að skoða málið áfram í tengslum við endurskoðun á sorphirðu í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að taka þurfi sorpmál sveitarfélagsins til heildstæðrar skoðunar nú enda samningar um þá starfsemi að renna út í lok árs. Mikilvægt er að vinna áfram á þeirri braut að lágmarka alla urðun á sorpi til framtíðar og þar skiptir jarðgerð miklu máli. Í ljósi þess að samningar um sorphirðu eru að renna út felur nefndin framkvæmdasviði að vinna minnisblað um endurskoðun á sorphirðu í Fjarðabyggð.
5.
Dýraeftirlit 2020 - gæludýr
Málsnúmer 2001048
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra er varðar fyrirkomulag bakvakta og útkalla dýraeftirlits Fjarðabyggðar, dagsett 8. maí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur í minnisblaði umhverfisstjóra.
6.
Refa- og minkaveiðar 2020
Málsnúmer 2001232
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra til kynningar á stöðu refa- og minkaveiða á veiðitímabilinu 2019/20, dagsett 8. maí 2020.
7.
Vorbæklingur Fjarðabyggðar 2020
Málsnúmer 2004063
Lagður fram til kynningar vorbæklingur Fjarðabyggðar 2020.
8.
760 Ásvegur 7 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2004151
Lögð fram umsókn Guðbjargar Steinsdóttur, dagsett 28. apríl 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Ásvegi 7 á Breiðdalsvík. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
730 Öldugata 3 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2004130
Lögð fram lóðarumsókn Gunnars Theodórs Gunnarssonar, dagsett 27. apríl 2020, þar sem sótt er um lóðina við Öldugötu 3 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
10.
740 Naustahvammur 64 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2004139
Lögð fram lóðarumsókn Fiskmarkaðs Austurlands, dagsett 27. apríl 2020, þar sem sótt er um lóðina við Naustahvamm 64 á Norðfirði undir atvinnuhúsnæði. Lóðin er tekin úr lóð Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar við Naustahvamm 76. Samþykki Hafnarsjóðs liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Naust 1 svo hægt sé að gera ráð fyrir lóðinni. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.

11.
730 Hraun 9a - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2004157
Lögð fram lóðarumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 29. apríl 2020, þar sem sótt er um lóðina við Hraun 9a á Mjóeyrarhöfn undir vakthús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Hraun 1 svo hægt sé að gera ráð fyrir lóðinni. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
12.
740 Egilsbraut 1 - byggingarleyfi, breyting innanhúss
Málsnúmer 2004101
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 20. apríl 2020, þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir lyftu og salerni fyrir fatlaða í Egilsbúð, Egilsbraut 1 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
13.
730 Hafnargata 2 - byggingarleyfi, breyting innanhúss
Málsnúmer 2004126
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisin, dagsett 24. apríl 2020, þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi verslunar fyrirtækisins að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
14.
730 Heiðarvegur 37 - byggingarleyfi, niðurrif skemmu
Málsnúmer 2005045
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 7. maí 2020, þar sem sótt er um leyfi til rífa skála á safnasvæði Íslenska stríðsárasafnið við Heiðarveg 37 á Reyðarfirði. Um síðari tíma byggingu er að ræða sem tilheyrir ekki stríðsárunum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
15.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Lögð fram beiðni Fjarðabyggðarhafna, dagsett 6. maí 2020, um aukna efnistöku innan afmarkaðs svæðis sunnan sundlaugarinnar á Eskifirði. Óskað er eftir að taka um 5-7000 rm af efni til viðbótar við það sem áður var búið að samþykkja vegna undirbúnings við hafnargerð sunnan Leirubakka 4.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að umbeðið efni verði nýtt við undirbúning hafnargerðar.
16.
Skipulagsmál í Stöðvarfirði - beitiland og friðun svæða
Málsnúmer 2004149
Lagt fram bréf Ívars Ingimarssonar fh. eiganda Óseyrar í Stöðvarfirði vegna sauðfjárbeitar og friðunar vegna hennar í Stöðvarfirði samkvæmt aðalskipulagi. Jafnframt er óskað eftir að fagstofnanir eins og Landgræðslan, Skógræktin og Náttúrustofa Austurlands verði hafðar með í ráðum á þeim stigum skipulagsferlis við endurskoðun Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 sem framundan eru.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfritara erindið en bendir jafnframt á að umræddar fagstofnanir eru í skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar aðaskipulagsins tilgreindar sem umsagnaraðilar.
17.
Frágangur gatna og umhverfi á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2004138
Lagt fram bréf Steins Jónassonar, dagsett 23. apríl 2020, vegna umhverfismála á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfritara erindið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að taka saman stöðu þeirra verkefna sem um ræðir og leggja fyrir nefndina.
18.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2020
Málsnúmer 2002144
Lögð fram til kynningar fundargerð 155. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 28. apríl 2020.
19.
Ársreikningur - Náttúrustofa Austurlands 2019
Málsnúmer 2005007
Lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Austurlands vegna rekstrarársins 2019.
20.
Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2019
Málsnúmer 2004140
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2019.