Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
260. fundur
18. maí 2020
kl.
16:00
-
18:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
776.mál til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum),
Lögð fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 12. maí 2020, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum. Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið, dagsett 15. maí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir umsögn Sambandsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir umsögn Sambandsins.
2.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Kynnt staða endurskoðunar Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027.
3.
Lýsing fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum til umsagnar
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 8. maí 2020, þar sem fyrir hönd svæðisráðs er óskað eftir umsögn vegna lýsingar fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna að umsögn í samráði við verkefnisstjóra hafna og hafnarstjóra.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna að umsögn í samráði við verkefnisstjóra hafna og hafnarstjóra.
4.
755 Heyklif, ferðaþjónusta - beiðni um umsögn vegna matsskyldu
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 14. maí 2020, um umsögn vegna uppbyggingar ferðaþjónustu að Heyklifi skv. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Óskað er eftir umsögn á því hvort og á hvað forsendum fyrirhuguð framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð uppbygging ferðaþjónustu sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð uppbygging ferðaþjónustu sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
5.
755 Heyklif - breyting á aðalskipulagi, ferðaþjónusta
Auglýsingartíma vegna breytingar á aðalskipulagi vegna uppbyggingar ferðaþjónustu við Heyklif er lokið. Ein athugasemd barst. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemdar, dagsett 18. maí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna uppbyggingar ferðaþjónustu að Heyklifi fyrir sitt leyti. Greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 10. mars 2020. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna uppbyggingar ferðaþjónustu að Heyklifi fyrir sitt leyti. Greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 10. mars 2020. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
6.
755 Deiliskipulag Heyklif
Auglýsingartími vegna deiliskipulags Heyklif er liðinn. Eina athugasemd barst. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemdar, dagsett 18. maí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti deiliskipulag Heyklifs. Uppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 7. febrúar 2020. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti deiliskipulag Heyklifs. Uppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 7. febrúar 2020. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
7.
750 Búðavegur 35 - Fyrirspurn um breytingu á skipulagi
Lagt fram bréf Rafael ehf, dagsett 8. maí 2020, þar sem óskað er eftir að landnotkun aðalskipulags verði breytt þannig að hægt verði að gera ráð fyrir íbúðum í húsnæði félagsins að Búðavegi 35 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að við endurskoðun aðalskipulags verði landnotkun við Búðaveg 35 breytt þannig að gert verði ráð fyrir íbúðum á svæðinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að við endurskoðun aðalskipulags verði landnotkun við Búðaveg 35 breytt þannig að gert verði ráð fyrir íbúðum á svæðinu.
8.
730 Óseyri 1 - byggingarleyfi, fjölgun fasteigna
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Stefáns Sigurðssonar, dagsett 30. apríl 2020, þar sem sótt er um leyfi til að breyta eignarhluta hans að Óseyri 1 á Reyðarfirði úr einni fasteign í tvær.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
9.
740 Hafnarbraut 15 - byggingarleyfi, viðbygging
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Nestaks ehf, dagsett 29. apríl 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 193,3 fm. og 608,9 rm. verslunarhús á lóð fyrirtækisins að Hafnarbraut 15, áður Hafnarbraut 17, á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
10.
740 Egilsbraut 26 - Umsókn um stöðuleyfi, torgsöluhús við beituskúrinn
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Hildibrand slf., dagsett 12. maí 2020, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir torgsöluhús á lóð fyrirtækisins við Egilsbraut 26 á Norðfirði. Sótt er um leyfi til að láta torgsöluhúsið standa til 6. september 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfið.
11.
735 Strandgata 9A - Umsókn um stækkun lóðar
Lögð fram umsókn Garðars Eðvalds Garðarssonar, dagsett 10. maí 2020, um stækkun á lóð hans við Strandgötu 9a á Eskifirði. Stækkun er fyrirhuguð til austurs, þar sem gert er ráð fyrir byggingu á um 28 fm. geymsluskúr.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og telur að hægt sé að stækka lóðina að lóð Strandgötu 11.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og telur að hægt sé að stækka lóðina að lóð Strandgötu 11.
12.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Lögð fram til kynningar uppfærð umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að leggja lokahönd á uppfærslu umferðarsamþykktar og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að leggja lokahönd á uppfærslu umferðarsamþykktar og leggja fyrir nefndina að nýju.
13.
715.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ymsum lögum er varðar eignarráð og nýtingu fasteigna
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.) mál 715. Umsögn þyrfti að berast eigi síðar en 21. maí nk. Vísað frá bæjarráði með beiðni um að veitt verði umsögn ef ástæða er til.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að yfirfara frumvarpið og leggja umsögn fyrir nefndina ef ástæða er til.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að yfirfara frumvarpið og leggja umsögn fyrir nefndina ef ástæða er til.
14.
750 Stekkholt Fáskrúðsfirði
Lagt fram erindi frá Gesti Valgeiri Gestssyni er varðar hæðarpunkta við götuna Stekkholt í Fáskrúðsfirði, vatnsrennsli frá fjalli ofan við Stekkholt og lagfæringar á göngubrú við enda götunnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmdasviðs.