Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

261. fundur
2. júní 2020 kl. 16:00 - 18:40
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Daði Benediktsson varamaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Málsnúmer 2001149
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs vegna Farið yfir stöðu framkvæmda- og viðhaldsverkefna á árinu 2020 með tilliti til áætlana. Vísað frá bæjarráði til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
2.
Fólkvangur Neskaupstaðar - styrkfé, hönnun, framkvæmdir
Málsnúmer 1804020
Lögð fram tillaga sviðsstóra framkvæmdasviðs að salernishúsi við Fólkvanginn í Neskaupstað, dagsett 30. maí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
Opin leiksvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1810205
Lögð fram tillaga framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar um að færa staðsetningu leiksvæðis við Hamarsgötu á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.
4.
Sandhaugar við kirkjugarðinn í Neskaupstað
Málsnúmer 2005073
Lagt fram til kynningar erindi sóknarnefndar Norðfjarðarkirkju er varðar staðsetningu sandhauga við kirkjugarðinn á Norðfirði og fyrirhugaðar framkvæmdir við garðinn á næstunni. Framkvæmdasvið hefur þegar brugðist við staðsetningu sandhauganna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar áformum sóknarnefndar um endurbætur kirkjugarðsins.
5.
Frágangur gatna og umhverfi á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2004138
Lagt fram að nýju bréf Steins Jónassonar, dagsett 23. apríl 2020, vegna umhverfismála á Fáskrúðsfirði. Lögð fram greinagerð framkvæmdasviðs, dagsett 22. maí 2020, vegna þeirra umhverfisverkefna sem unnin hafa verið og verkefna sumarsins. Áætlað er að staða umhverfismála verði tekin með bréfritara í lok sumar.

6.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1909099
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra á framkvæmdasviði, dagsett 20. maí 2020, í framhaldi af fundi um framtíð sorpmála í sveitarfélaginu sem haldinn var 18. maí 2020. Bæjarráð telur að rétt sé að hefjast handa í úrgangsmálum í Fjarðabyggð í samræmi við tillögu 2 en þó þannig að skoðað verði hagræði af því að hluti rekstrarins verði útvistað. Bæjarráð felur fjármálastjóra, sviðstjóra framkvæmdarsviðs og verkefnisstjóra á framkvæmdasviði að koma með frekari tillögur á þessum grunni fyrir 1. júlí næstkomandi. Þá er bæjarstjóra falið að funda með Íslenska Gámafélaginu og Terra til að kynna þeim þessa ákvörðun og ræða jafnframt frágang samnings þeirra er hann rennur út um komandi áramót 20/21. Vísað til umræðu í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frá bæjarráði.

7.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2021
Málsnúmer 2005018
Lögð fram drög að minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar 2021, dagsett 29. maí 2020. Lögð fram framkvæmda- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar minnisblaði og framkvæmda- og viðhaldsáætlun til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun á næsta fundi nefndarinnar.


8.
750 Stekkholt 9 - umsókn um einbýlishúsalóð
Málsnúmer 2005134
Lögð fram lóðarumsókn Vilbergs Marinós Jónassonar, dagsett 22. maí 2020, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 9 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
9.
735 Siglingaklúbbur Austurlands - framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2005154
Lögð fram umsókn Siglingarklúbbs Austurlands, Eskifirði, dagsett 26. maí 2020, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta lit á húsnæði félagsins, setja keyrsluhurð og klæðningu á suðurhlið ásamt varanlegri skolaðstöðu við húsnæði klúbbsins við Strandgötu 86b á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
10.
Stekkholt 11 - byggingarleyfi, íbúðarhús
Málsnúmer 2005137
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Önnu Marínar Þórarinsdóttur, dagsett 24. maí 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 330,1 fm. og 1.104,6 rm. einbýlishús á lóð hennar að Stekkholti 11 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
11.
750 - Álfabrekka 3 - byggingarleyfi - bílskúr
Málsnúmer 2005166
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ara Sveinssonar, dagsett 24. maí 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 51 fm bílskúr við einbýlishús hans að Álfabrekku 3 á Fáskrúðsfirði. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
12.
755.mál til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti,
Málsnúmer 2005109
Lögð fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 15. maí 2020, um umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 775 mál.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir.
13.
730. beiðni um áframhaldandi afnota af beitarlandi í landi Kollaleiru
Málsnúmer 2005174
Lögð fram beiðni Einars Sverris Björnssonar um áframhaldandi afnota af landi til hrossabeitar, ofan við gömlu fjárhúsin á Kollaleiru á Reyðarfirði, dagsett 24. maí 2020. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 29. maí 2020, vegna beiðninnar. Fjarðabyggð hefur gert samning við Landgræðsluna um endurheimt votlendis á því landi sem óskað er eftir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að önnur not af landinu en endurheimt votlendis séu ekki fyrirhuguð að sinni.
14.
Stækkun Eskifjarðarhafnar - beiðni um umsögn
Málsnúmer 2005125
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 12. maí 2020, um umsögn vegna stækkunar Eskifjarðarhafnar skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Óskað er eftir umsögn á því hvort og á hvað forsendum fyrirhuguð framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð stækkun Eskifjarðarhafnar sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
15.
Gjaldtaka vegna stöðuleyfa - Athugasemd
Málsnúmer 2001190
Lagt fram til kynningar bréf Samtaka iðnaðarins varðandi gjaldtöku vegna stöðuleyfa, dagsett 23. janúar 2020. Lagt fram til kynningar svarbréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.
16.
Ferðamálastefna Fjarðabyggðar 2020 - 2021
Málsnúmer 2004009
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd drögum að ferðamálastefnu fyrir Fjarðabyggð ásamt minnisblaði auk tillögu um að meðal verkefna menningar- og nýsköpunarnefndar verði tjaldsvæði og áfangastaðir ferðamanna í Fjarðabyggð ásamt því að yfirstjórn þeirra verkefna verði falin stjórnsýslu- og þjónustusviði. Bæjarráð hefur staðfestt tillögur um tilfærslu yfirstjórnar tjaldsvæða og áfangastaða.
Bæjarráð hefur einnig samþykkt tillögu í minnisblaði um að skipa teymi á stjórnsýslu- og þjónustusviði sem í sitja forstöðumaður safnastofnunar, forstöðumaður menningarstofu, atvinnu- og þróunarstjóri og upplýsinga- og kynningarfulltrúi. Verkefni hópsins er að skoða og þróa hugmyndir um aðkomu skapandi sumarstarfa í samvinnu við verkefnastjóra skapandi sumarstarfa. Ferðamálastefnu vísað til kynningar í öllum fastanefndum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.
17.
Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum
Málsnúmer 1912021
Í samræmi við heimildir í 57.gr. samþykktar um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 748/2018, sbr. 42.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, bætist við liður við viðauka 1.1. í samþykkt nr. 736/2019, er varðar fullnaðarafgreiðslur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar er varðar ákvörðun um hvort framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili. Vísað til upplýsinga í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og að því loknu til tveggja umræðna í bæjarstjórn.