Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

262. fundur
8. júní 2020 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2021
Málsnúmer 2005018
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlanir sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir fjárhagsáætlanirnar fyrir árið 2021. Nefndin samþykkir áætlanir fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.

2.
Fólkvangur Neskaupstaðar - styrkfé, hönnun, framkvæmdir
Málsnúmer 1804020
Farið yfir skipulagsmál svæðisins og skilmála vegna þjónustuhúss.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjórum að kynna styrki sem veittir hafa verið til uppbyggingar ferðamannastaðanna, ásamt stöðu framkvæmda og kostanð.
3.
Ferðamálastefna Fjarðabyggðar 2020 - 2021
Málsnúmer 2004009
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd drögum að ferðamálastefnu fyrir Fjarðabyggð ásamt minnisblaði auk tillögu um að meðal verkefna menningar- og nýsköpunarnefndar verði tjaldsvæði og áfangastaðir ferðamanna í Fjarðabyggð ásamt því að yfirstjórn þeirra verkefna verði falin stjórnsýslu- og þjónustusviði. Bæjarráð hefur staðfestt tillögur um tilfærslu yfirstjórnar tjaldsvæða og áfangastaða.
Bæjarráð hefur einnig samþykkt tillögu í minnisblaði um að skipa teymi á stjórnsýslu- og þjónustusviði sem í sitja forstöðumaður safnastofnunar, forstöðumaður menningarstofu, atvinnu- og þróunarstjóri og upplýsinga- og kynningarfulltrúi. Verkefni hópsins er að skoða og þróa hugmyndir um aðkomu skapandi sumarstarfa í samvinnu við verkefnastjóra skapandi sumarstarfa. Ferðamálastefnu vísað til kynningar í öllum fastanefndum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur mikilvægt að umhverfisvæn ferðaþjónusta verði hluti af ferðamálastefnunni.


4.
Aðgerðir 2020 - umhverfisátak
Málsnúmer 2002003
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, tillögur í umhverfisátaki í dreifbýli 2020, dagsett 7. júní 2020. Lagt er upp með að aðstoða bændur við það að fá fargað úreltum tækjum og búnaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomnar tillögur og felur umhverfis- og skipulagssviði að koma þeim til framkvæmda.
5.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Lögð fram til kynningar drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2019-2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna drögin áfram í samræmi við umræðu og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
C.9 Byggðaáætlun
Málsnúmer 1903034
Lagt fram til kynningar og umsagnar, fyrsti hluti C9 verkefnisins, greining á hagrænum áhrifum friðlýsingar á byggðir.
7.
730 Heiðarvegur 19 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2003094
Lögð fram umsókn Bjarka Franzsonar, dagsett 12. mars 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Heiðarvegi 19 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.