Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

263. fundur
15. júní 2020 kl. 16:00 - 18:25
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
735 - Deiliskipulag, Eskifjörður-miðbær
Málsnúmer 1502041
Auglýsingartími vegna deiliskipulagsins Eskifjörður-miðbær er liðinn. Engar athugasemdir bárust.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti deiliskipulagið Eskifjörður-miðbær. Uppdráttur, skýringaruppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla, dagsett í mars 2020. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
2.
740 Naustahvammur 67-69, óveruleg breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2006013
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Naust 1 ? Norðfjarðarhöfn og nágrenni, dagsett 10. júní 2020. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun lóðarinnar við Naustahvamm 67-69. Tillagan var ekki grenndarkynnt þar sem hún hefur bara áhrif á lóðarhafa og Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu deiliskipulags Naust 1 - Norðfjarðarhöfn og nágrenni. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
3.
Deiliskipulag Hlíðarenda - óveruleg breyting, safnasvæði
Málsnúmer 2006072
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi hugsanlegar breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda og tekur til umfjöllunar að nýju ef þurfa þykir.
4.
Mánagata 3 - byggingarleyfi, nýb. á bílskúr, breyting úti og á lóð
Málsnúmer 2006042
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Gunnars Viðars Þórarinssonar, dagsett 8. júní 2020, þar sem sótt er um leyfi til að gera útlitsbreytingar á íbúðarhúsi hans að Mánagötu 3 á Reyðarfirði ásamt byggingu 55 fm og 223,6 rm bílskúrs og breytingar á lóð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt byggingu bílskúrs sambærilegum þeim sem áður var hafnað á 215. fundi nefndarinnar 1. október 2018 eftir grenndarkynningu. Útlitsbreytingar á húsi og breytingar á lóð voru samþykktar á sama fundi nefndarinnar. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að hafa samband við umsækjanda og fara yfir fyrri umfjöllun um byggingu bílskúrs á lóðinni.

5.
715 Mjóafjarðarvegur - byggingarleyfi, niðurrif olíutanks
Málsnúmer 2006065
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Olíudreifingar ehf, dagsett 11. júní 2020, þar sem sótt er um leyfi til að rífa og afskrá úr fasteignamati olíugeymi fyrirtækisins í Mjóafirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir niðurrif og afskráningu.
6.
730 Hafnargata 1 - byggingarleyfi, uppsetning á skilti
Málsnúmer 2006053
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sesam ehf, dagsett 4. júní 2020, þar sem sótt er um leyfi til að setja upp þrjú þjónustuskilti í nágrenni fyrirtækisins ásamt 3,75 fm skilti innan lóðar fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu skiltanna.
7.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805134
Lögð fram uppfærð umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppfærða umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
8.
Fólkvangur Neskaupstaðar - styrkfé, hönnun, framkvæmdir
Málsnúmer 1804020
Lagðir fram til kynningar samningur um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna Fólkvangs Neskaupstaðar og Hólmaness. Kynntur kostnaður vegna framkvæmda í Fólkvangi Neskaupstaðar og í Hólmanesi.
9.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Lögð fram að nýju drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að yfirfara drögin og vísar svo drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar til umfjöllunar í bæjarráði, menningar- og nýsköpunarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd, hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd, landbúnaðarnefnd, ungmennaráði og safnanefnd.
10.
Uppbygging á æfingasvæði á Eskifirði
Málsnúmer 2006024
Lagt fram til kynningar bréf Ungmennafélagsins Austra vegna uppbyggingar íþróttasvæðis við Sundlaugina á Eskifirði og aðkomu félagsins að því. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá íþrótta- og tómstundanefnd til kynningar.
11.
Átak í fráveitumálum
Málsnúmer 2006008
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samorku, dagsett 2. júní 2020, er varðar styrki til fráveituframkvæmda á vegum sveitarfélaga í tengslum við sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19. Vísað til sviðsstjóra framkvæmdasviðs til afgreiðslu og kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
12.
Samingur um dælubíl og tengda þjónustu
Málsnúmer 2006071
Lagður fram samningur milli Fjarðabyggðar og Meta ehf um dælubíl og tengda þjónustu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar því að þessi þjónusta verði í boði í Fjarðabyggð og samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
13.
Snjómokstur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2006083
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdasviði að taka saman kostnað síðustu ára við snjómokstur í hverfum Fjarðabyggðar ásamt skipulagi hans og leggja fyrir nefndina til umræðu.
14.
Opin leiksvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1810205
Fyrir liggur að fara þarf í viðhald á leiksvæðum Fjarðabyggðar.
Eigna-, skpulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdasviði að hefja viðhald á leiksvæðum í hverfum Fjarðabyggðar.