Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
265. fundur
13. júlí 2020
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Niðurstaða matsmanns í matsmáli - Tandrastaðir og Fannadalur
kynnt niðurstaða matsmanns í matsmáli - Tandrastaðir og Fannadalur.
2.
Trjákurl til húshitunar
Valgeir Ægir Ingólfsson atvinnu- og þróunarstjóri Fjarðabyggðar fór yfir stöðu verkefnisins Trjákurl til húshitunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd Felur atvinnu- og þróunarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd Felur atvinnu- og þróunarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
3.
730 Hjallaleira 23- 25 - umsókn um stöðuleyfi
730 Hjallaleira 23- 25 - umsókn um stöðuleyfi. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfið og felur sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að gefa það út.
4.
Stoppustöð við lóð Múlans
Breytingar á stoppistöð við Bakkaveg 5 Norðfirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að kanna með flutning á stoppistöðinni og ræða við hlutaðeigandi þar um og leggja fyrir nefndina að nýju.
5.
Vatnsveita, nýr vatnstankur í Fannardal
Opnuð tilboð í verkið nýr vatnstankur í Fannardal.
Lagt er til að samið verði við MVA um verkið á tilboði þeirra.
Einnig er lagt til eins og fram kemur í minnisblaði að samið verði við MVA um að þeir byggi báða áfangana og greiðsla fyrir seinni áfangann komi til á árinu 2021. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að farið verði í verkið á þessum forsendum. vísað til bæjarráðs að nýju.
Tilboð í verkið nýr vatnstankur í Fannardal.
Bæjarráð samþykkir tilboð MVA sem lægstbjóðandi í verkið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs frágang málsins. Jafnframt er málinu vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar um frávikstilboð.
Lagt er til að samið verði við MVA um verkið á tilboði þeirra.
Einnig er lagt til eins og fram kemur í minnisblaði að samið verði við MVA um að þeir byggi báða áfangana og greiðsla fyrir seinni áfangann komi til á árinu 2021. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að farið verði í verkið á þessum forsendum. vísað til bæjarráðs að nýju.
Tilboð í verkið nýr vatnstankur í Fannardal.
Bæjarráð samþykkir tilboð MVA sem lægstbjóðandi í verkið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs frágang málsins. Jafnframt er málinu vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar um frávikstilboð.
6.
Starfshópur um tjaldsvæði
Tillaga starfshóps um tjaldsvæði tekin til umfjöllunar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun taka tillögur starfshópsins til frekari umfjöllunar í tengslum við vinnslu fjárhagsáætlunar ársins 2021
7.
Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. júlí tillögu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um að farið verði í að dúkaleggja sundlaugina á Reyðarfirði vorið 2021 og að sundkennsla verði á Eskifirði á haustönn 2020. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdasviði að vinna málið áfram og málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
8.
Uppbygging íþróttahúss á Reyðarfirði
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 10. júlí að farið verði í jarðvegsframkvæmdir nú í júlí vegna byggingarinnar meðan grunnskólinn er í sumarfríi og þeim lokið áður en hann hefst að nýju og byggingasvæðið þá afgirt til að hægt sé að halda áfram í framkvæmdum á því án þess að trufla skólahald. Þá verði samhliða farið í endanlega hönnun hússins og frekari undirbúning byggingarinnar og verkinu skipt í mismunandi verkþætti sem boðnir verði út samhliða gangi verksins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar ræddi gang framkvæmdarinnar. Verðkönnun vegna jarðvegsframkvæmda fer út á næstu dögum. nefndin leggur áherslu á að hefja jarðvegsframkvæmdir sem fyrst til að þeim ljúki áður en skóli hefst ef kostur er.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar ræddi gang framkvæmdarinnar. Verðkönnun vegna jarðvegsframkvæmda fer út á næstu dögum. nefndin leggur áherslu á að hefja jarðvegsframkvæmdir sem fyrst til að þeim ljúki áður en skóli hefst ef kostur er.
9.
Fagradalsbraut, þverun hennar fyrir umferð hesta
Lagt fram til kynningar bréf frá hestamönnum á Reyðarfirði um þverun Fagradalsbrautar við búfjárbyggðina að Kolli í Reyðarfirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir áhyggjur hestamann vegna slysahættu af miklum umferðarþunga á Fagradalsbraut.