Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

267. fundur
24. ágúst 2020 kl. 16:00 - 17:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Sindri Már Smárason varamaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Fjárréttir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808042
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra er varðar lagfæringu fjárrétta fyrir haustið 2020, dagsett 18. ágúst 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur í minnisblaði umhverfisstjóra er varða lagfæringu Kollaleiruréttar fyrir haustið ásamt gerð aðhalds á Eskifirði og nauðsynlegu viðhaldi aðalrétta og felur henni að koma þeim áfram til framkvæmdasviðs.
2.
Ágangur sauðfjár í þéttbýli á Eskifirði
Málsnúmer 2008012
Lagt fram til kynningar bréf íbúa þar sem kvartað er undan ágangi sauðfjár í þéttbýli.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að gera tillögur að aðgerðum vegna ágangs sauðfjár í þéttbýli og leggja fyrir nefndina og bregðast við erindi bréfritara.
3.
Beiðni um umsögn vegna sjókvíeldis á 10.000 tonnum af laxi í Reyðarfirði
Málsnúmer 2008013
Lögð fram beiðni Matvælastofnunar, dagsett 6. ágúst 2020, um umsögn vegna umsóknar Laxa eignarhaldsfélags ehf á 10.000 tonna eldi í Reyðarfirði í samræmi við 7. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi. Matvælastofnun hefur til meðferðar umsókn um rekstrarleyfi frá Löxum eignarhaldsfélagi ehf. vegna 10.000 tonna hámarkslífmassa á frjóum laxi í sjókvíum í Reyðarfirði. Laxar eignarhaldsfélag eru fyrir með gild rekstrarleyfi í Reyðafirði. Verði af leyfisútgáfu rúmast hámarkslífmassi leyfa Laxa eignarhaldsfélags innan bæði burðarþolsmats og áhættumats Hafrannsóknarstofnunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra að gera umsögn Fjarðabyggðar.
4.
Deiliskipulag Skólar 1, óveruleg breyting, íþróttahús
Málsnúmer 2008103
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulaginu Skólar 1 á Reyðarfirði. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits grunnskóla svo gera megi ráð fyrir nýju íþróttahúsi. Tillagan var ekki grenndarkynnt þar sem hún hefur bara áhrif á lóðarhafa og Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu deiliskipulaginu Skólar 1. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
5.
760 Sæberg 15 - Umsókn byggingarleyfi - viðbygging
Málsnúmer 2008098
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Elís Péturs Elíssonar, dagsett 10. ágúst 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 35,4 m2 bílskúr og 35, 4 m2 sólskála við einbýlishús hans að Sæbergi 15 á Breiðdalsvík.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
6.
750 Hafnargata 1 - Umsókn um byggingarleyfi, iðnaðarhúsnæði
Málsnúmer 2008101
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 21. ágúst 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 732,2 m2 og 7.062 m3 mjölskemmu á lóð fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
7.
735 Fossgata 3 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2008028
Lögð fram lóðarumsókn Helgu Bjarnason, dagsett 11. ágúst 2020, þar sem sótt er um lóðina við Fossgötu 3 á Eskifirði undir íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að húsnæði sem nú er staðsett á Kirkjustíg 7 á Eskifirði verði flutt á lóðina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
8.
740 - Melagata 4 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2007091
Lögð fram umsókn Höllu Kolfinnu Þorfinnsdóttur, dagsett 27. júlí 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Melagötu 4 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
735 - Hátún 12 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2007080
Lögð fram umsókn Kristbjargar J. Hallgrímsdóttur, dagsett 22. júlí 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Hátúni 12 á Eskifirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
10.
Afnot af fyrrum skrifstofuhúsnæði Eskju
Málsnúmer 2008072
Lagt fram bréf Svövu Hlínar Hákonardóttur, dagsett 17. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir afnotum á hluta húsnæðisins að Strandgötu 39 á Eskifirði undir jógakennslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að bréfritari fái að nýta húsnæðið meðan unnið er að úttekt á því og framtíðarnotum. Jafnframt felur nefndin framkvæmdasviði að vinna úttekt húsinu og leggja fyrir nefndina.
11.
Skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2009 - 2017
Málsnúmer 2008079
Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dagsett 17. ágúst 2020, þar sem kynnt er skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar á árunum 2009 til 2017.
12.
Ályktun Veiðfélags Breiðdælinga vegna fyrirhugaðs laxeldis í Stöðvarfirði
Málsnúmer 2008048
Lögð fram til kynningar ódagsett ályktun Veiðifélags Breiðdælinga er varðar fyrirætlanir um fiskeldi í Stöðvarfirði.
Sveitarfélagið hefur þegar sent inn athugasemdir vegna fyrirhugaðs laxeldis í Stöðvarfirði.
13.
Landbúnaðarnefnd - 26
Málsnúmer 2008008F
Samþykkt