Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
268. fundur
31. ágúst 2020
kl.
16:00
-
18:40
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Sindri Már Smárason
varamaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Vegaframkvæmdir
Gestur fundarins er Sveinn Sveinsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi. Kynntar núverandi og fyrirhugaðar framkvæmdir Vegagerðarinnar í Fjarðabyggð á næstu árum ásamt öðrum áherslum sem nefndin vil koma á framfæri við Vegagerðina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar kynninguna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar kynninguna.
2.
Trjákurl til húshitunar
Gestur fundarins er Einar Birgir Kristjánsson framkvæmdarstjóri Tandrabergs ehf og Magnús Þorsteinsson. Kynntar hugmyndir um kyndistöð er nýtir trjákurls til húshitunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar kynninguna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar kynninguna.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2021
Farið yfir framkvæmdir og verkefni ársins 2021 og verklag við komandi fjárhagsáætlunargerð.
4.
Snjómokstur í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs vegna fyrirkomulags snjómoksturs, dagsett 27. ágúst 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna tillögu að verklagi við útboð áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna tillögu að verklagi við útboð áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
5.
Framkvæmdir við Lambeyrarbraut
Lagt fram bréf Hreggviðs Sigurþórssonar f.h. íbúa við Lambeyrarbraut, er varðar óánægju þeirra með hönnun og útfærslu ofanflóðavarna við Lambeyrarána, dagsett 18. ágúst 2020. Fundað hefur verið með íbúum við götuna og var athugasemdum þeirra komið á framfæri við hönnuði ofanflóðamannvirkjanna. Bæjarráð vísar athugasemdum til eigna,- skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar. Unnið verður áfram með málið í tengslum við framkvæmdir.
6.
Vatnstjón á Eyrarstíg 1
Lögð fram greinargerð Adolfs Guðmundssonar, lögmanns, vegna vatnstjóns á kjallara á Eyrarstíg 1, Reyðarfirði, dagsett 12. maí 2020. Lagt fram minnisblað frá Jóni Jónssyni, lögmanni, sem mótsvar greinargerðarinnar, dagsett 25. apríl 2020. Jón hafði áður gefið álit árið 2019 og taldi bótaskyldu ekki vera til staðar m.t.t. skýrslu Stapa Jarðfræðistofu frá 2018. Málið er jafnframt til vinnslu í bæjarráði og hefur bæjarstjóra verið falið að afla frekari gagna í því.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun taka málið til frekari umfjöllunar þegar frekari gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun taka málið til frekari umfjöllunar þegar frekari gögn liggja fyrir.
7.
760 Norðurdalsá - Framkvæmdaleyfi vegna malarnáms
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um efnistöku úr Norðurdalsá í Breiðdal, dagsett 26. ágúst 2020. Gert er ráð fyrir að taka um 6- 700 m3 af möl úr áreyrum án þess að fara í rennandi vatn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna.
8.
Handhafabreyting á starfsleyfi Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði
Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 25. ágúst 2020, um handhafabreytingu á starfsleyfi Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði.