Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
269. fundur
7. september 2020
kl.
16:00
-
17:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Sindri Már Smárason
varamaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Dýraeftirlit 2020
Kynnt staða dýralæknamála í Fjarðabyggð.
2.
Lausaganga sauðfjár í Stöðvarfirði
Lagt fram bréf landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði varðandi lausagöngu sauðfjár í Stöðvarfirði, dagsett 1. september 2020, þar sem þess er krafist að sveitarfélagið framfylgi beitarfriðun í Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar í svar sveitarfélagsins til landeiganda Óseyrar vegna sambærilegs erindis dagsett 31. janúar 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar í svar sveitarfélagsins til landeiganda Óseyrar vegna sambærilegs erindis dagsett 31. janúar 2020.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2021
Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar á árinu 2021 sem bæjarráð hefur úthlutað. Sviðsstjórum falið að vinna drög að áætlun og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
4.
740 Breiðablik 5 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Önnu Herbertsdóttur, dagsett 22. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Breiðabliki 5 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
5.
Trjákurl til húshitunar
Í kjölfar kynningar forsvarsmanna Tandrabergs ehf á síðasta fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar felur nefndin umhverfisstjóra að vinna minnisblað vegna mögulegrar uppsetningar og kostnað við að koma fyrir loftgæðamælum og leggja fyrir nefndina.
6.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 157. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 1. september 2020.