Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
270. fundur
21. september 2020
kl.
16:00
-
18:55
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir
aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Kynnt staða endurskoðunar Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun hefja vinnufundi um endurskoðun aðalskipulags á næstu vikum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun hefja vinnufundi um endurskoðun aðalskipulags á næstu vikum.
2.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Lögð fram Umhverfisstefna Fjarðabyggðar eftir umfjöllun allra nefnda. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 18. september 2020, er varðar umræður nefnda um stefnuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna stefnuna áfram og leggja fyrir nefndina að nýju til umfjöllunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna stefnuna áfram og leggja fyrir nefndina að nýju til umfjöllunar.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2021
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir launa- og fjárhagsáætlanirnar fyrir árið 2021. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna starfs- og fjárhagsáætlunar umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 18. september 2020. Lögð fram viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir launaáætlun og felur sviðsstjórum að vinna áfram að áætlunargerðinni. Tekið fyrir á næsta fundi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir launaáætlun og felur sviðsstjórum að vinna áfram að áætlunargerðinni. Tekið fyrir á næsta fundi.
4.
Snjómokstur í Fjarðabyggð
Lagt fram að nýju minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs vegna fyrirkomulags snjómoksturs, dagsett 27. ágúst 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fyrirkomulagi snjómoksturs og felur honum vinnslu málsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fyrirkomulagi snjómoksturs og felur honum vinnslu málsins.
5.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Lögð fram drög að minnisblaði sviðsstjóra framkvæmdasviðs um heimsókn til Terra ásamt tillögum að framtíðarskipulagi sorpmiðstöðvar Fjarðabyggðar, dagsett 17. september 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin og tillögur í þeim og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin og tillögur í þeim og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
740 Tandrastaðir, Vatnsveita
Lagður fram til samþykktar viðauki við leigusamning við landeigendur að Tandrastöðum vegna vatnsbóls Vatnsveitu Fjarðabyggðar á jörðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.
7.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Lambeyrará
Lögð fram til kynningar niðurstaða útboðs vegna ofanflóðavarna í Lambeyrará á Eskifirði sem opnuð 8 september síðastliðinn. Eitt tilboð barst frá Héraðsverki ehf og var það 30,7% yfir kostnaðaráætlun. Tilboðinu hefur verið hafnað en bjóðenda boðið til samningskaupa.
8.
730 Hraun 9b - umsókn um lóð, spennistöð
Lögð fram lóðarumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 10. september 2020, þar sem sótt er um lóðina við Hraun 9b á Mjóeyrarhöfn undir spennistöð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Hraun 1 svo hægt sé að gera ráð fyrir lóðinni. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Hraun 1 svo hægt sé að gera ráð fyrir lóðinni. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
9.
Malartaka í Neskaupstað
Lögð fram umsókn um efnistöku í Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á efnistöku sökum nálægðar við sjóinntök-, grjótvarnir og uppfyllingar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á efnistöku sökum nálægðar við sjóinntök-, grjótvarnir og uppfyllingar.
10.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Vísað frá bæjarráði til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tíma- og verkáætlun frá Eflu verkfræðistofu hf. um gerð kostnaðarmats á heildstæðu leiðarneti almenningssamgangna fyrir Fjarðabyggð. Bæjarráð hefur samþykkt tíma- og verkáætlun og falið bæjarstjóra að vinna að málinu áfram.