Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
271. fundur
5. október 2020
kl.
16:00
-
17:45
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir
aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Grjótá
Lagðar fram tillögur hönnuða og Ofanflóðasjóðs að breytingum frá frumhönnun ofanflóðavarna við Grjótá á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillögurnar verði unnar áfram.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillögurnar verði unnar áfram.
2.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2021
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar vegna 2021, hækki um 2,4% 1.janúar 2021. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2021
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála vegna 2021, hækki um 2,4% 1.janúar 2021. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2021
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá hunda- og kattahalds vegna 2021, hækki um 2,4% 1.janúar 2021. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2021
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fráveitu vegna 2021, hækki um 2,4% 1.janúar 2021. Endanlegri afgreiðslu og álagningarstuðli fráveitu í fasteignagjöldum vísað til bæjarráðs.
6.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2021
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá vatnsveitu vegna 2021, hækki um 2,4% 1.janúar 2021. Endanlegri afgreiðslu og álagningarstuðli vatnsgjalds í fasteignagjöldum er vísað til bæjarráðs.
7.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2021
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu um gjaldská fyrir meðhöndlun úrgangs.
8.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2021
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá gatnagerðargjalda vegna 2021, verði líkt og áður í samræmi við ákveðinn hundraðshluta byggingarkostnaður, pr. fermetra vísitöluhúss fjölbýlis, eins og hann er samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987 m.v. byggingarvísitölu fyrir október 2020. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
9.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2021
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu um gjaldská fyrir fjarvarmaveitu.
10.
Gjaldskrá félagsheimila 2021
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá félagsheimila vegna 2021, hækki um 2,4% 1.janúar 2021. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
11.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Kynnt staða framkvæmda- og viðhaldsverkefna á árinu 2020 með tilliti til áætlana. Vísað frá bæjarráði sem trúnaðarmáli til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
12.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2021
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir fjárhagsáætlanirnar fyrir árið 2021. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 18. september 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdasviði að vinna minnisblað um framkvæmdaáætlun vegna ársins 2021 og leggja fyrir nefndina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdasviði að vinna minnisblað um framkvæmdaáætlun vegna ársins 2021 og leggja fyrir nefndina.
13.
Biðskýli við Valhöll
Lagt fram bréf Kristins Þórs Jónassonar þar sem kynnt er hugmynd að biðsvæði vegna rútuferða við Valhöll á Eskifirði sem einnig gæti nýst sem aðstaða fyrir tónlista- og listamenn með viðburði tengdum skemmtiferðarskipum, dagsett 27. september 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfið. Áætlanir gera ráð fyri biðskýli við Valhöll. Hugmyndinni er vísað til áframhaldandi vinnu við skoðun almenningssamgangna í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfið. Áætlanir gera ráð fyri biðskýli við Valhöll. Hugmyndinni er vísað til áframhaldandi vinnu við skoðun almenningssamgangna í Fjarðabyggð.
14.
730 Hraun 9a - Umsókn byggingarleyfi, vakthús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 18. september 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 18,4 m2 og 54,5 m3 vakthús á lóð hafnarinnar við Hraun 9a við Mjóeyrarhöfn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
15.
730 Óseyri 1 - Umsókn um byggingarleyfi, breyting utanhúss og fjölgun eignarhluta
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Stefáns Sigurðssonar, dagsett 30. september 2020, þar sem sótt er um leyfi til að bæta við göngu og keyrsluhurðum á húsnæði hans að Óseyri 1 á Reyðarfirði. Jafnframt er óskað eftir að eignarhlutum verði fjölgað um einn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
16.
740 Egilsbraut 6 - Umsókn byggingarleyfi, milligólf
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Víglundar Jóns Gunnarssonar, dagsett 25. september 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja milligólf á hluta húsnæðis hans að Egilsbrautar 6 á Norðfirði. Jafnframt er óskað eftir því að notkun verði breytt úr iðnaðarhúsnæði í verslunarhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
17.
740 Nesgata 5 - Byggingarleyfi, breytt notkun
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Raföldu ehf, dagsett 16. september 2020, þar sem sótt er um leyfi til að breyta skráðri notkun húsnæðis fyrirtækisins úr félagsheimili í íbúðarhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
18.
750 Stekkholt 8 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar, dagsett 18. september 2020, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 8 á Fáskrúðsfirði undir parhús sem sambyggt yrði húsi á lóðinni við Stekkholt 10.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að óveruleg breyting verði gerð á deiliskipulagi svo gert verði ráð fyrir parhúsi á lóðunum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að óveruleg breyting verði gerð á deiliskipulagi svo gert verði ráð fyrir parhúsi á lóðunum.
19.
750 Stekkholt 10 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar, dagsett 18. september 2020, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 10 á Fáskrúðsfirði undir parhús sem sambyggt yrði húsi á lóðinni við Stekkholt 8.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að óveruleg breyting verði gerð á deiliskipulagi svo gert verði ráð fyrir parhúsi á lóðunum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að óveruleg breyting verði gerð á deiliskipulagi svo gert verði ráð fyrir parhúsi á lóðunum.
20.
740 Hlíðargata 21 - Umsókn um stækkun lóðar
Lögð fram beiðni lóðarhafa Hlíðargötu 21 á Norðfirði, dagsett 25. september 2020, þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar til austurs svo hægt sé að koma þar fyrir bílastæðum fyrir lóðarhafa.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun lóðarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun lóðarinnar.
21.
750 Stekkholt 15 - Umsókn um stækkun lóðar
Lögð fram beiðni Sigurðar Bjarnasonar, dagsett 25. september 2020, þar sem sótt er um stækkun lóðar hans að Stekkholti 15 á Fáskrúðsfirði til austurs. Samþykki lóðarhafa Stekkholts 17 liggur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun lóðarinnar. Nefndin samþykkir jafnframt að óveruleg breyting verði gerð á deiliskipulagi svo gert verði ráð fyrir stækkun lóðarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun lóðarinnar. Nefndin samþykkir jafnframt að óveruleg breyting verði gerð á deiliskipulagi svo gert verði ráð fyrir stækkun lóðarinnar.
22.
Ábending lögreglu vegna umferðaröryggis
Lagt fram bréf lögreglunnar á Austurlandi vegna slyss sem varð á Norðfirði í september síðastliðinn þar sem göngustígur kemur að umferðargötu, dagsett 2. október 2020. Jafnframt er bent á að sama hætta getur skapast vegna sambærilegra göngustíga viðsvegar í sveitarfélaginu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdasviði að vinna minnisblað yfir sambærilega göngustíga og gera tillögur að úrbótum ef þurfa þykir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdasviði að vinna minnisblað yfir sambærilega göngustíga og gera tillögur að úrbótum ef þurfa þykir.