Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
273. fundur
16. október 2020
kl.
15:00
-
16:45
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir
aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2021
Lagt fram innra vinnuskjal sviðsstjóra framkvæmdasviðs um fyrirhugaðar fjárfestingar og þær framkvæmdir sem unnið hefur verið að á árinu, dagsett 14. október 2020 ásamt yfirliti yfir fjárfestingarverkefni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áætlun fyrir sitt leyfi, jafnframt samþykkir nefndin að haldið verði áfram að endurnýja götulýsingu með led ljósum og felur framkvæmdasviði að taka saman áætlun um þá vinnu og hagræðingu sem af því hlýst. Einnig er samþykkt að gert verði ráð fyrir fjármagni innan nýframkvæmda í gatnagerð til að tryggja umferðaröryggi við leik- og grunnskóla á Reyðarfirði í samræmi við umferðarsamþykkt. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áætlun fyrir sitt leyfi, jafnframt samþykkir nefndin að haldið verði áfram að endurnýja götulýsingu með led ljósum og felur framkvæmdasviði að taka saman áætlun um þá vinnu og hagræðingu sem af því hlýst. Einnig er samþykkt að gert verði ráð fyrir fjármagni innan nýframkvæmda í gatnagerð til að tryggja umferðaröryggi við leik- og grunnskóla á Reyðarfirði í samræmi við umferðarsamþykkt. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
2.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Lagt fram minnisblað starfshóps um viðbyggingu við Leikskólann Dalborg Eskifirði. Bæjarráð hefur samþykkt að fara leið eitt sem fram kemur í minnisblaði. Jafnframt hefur bæjarráð falið framkvæmdasviði ásamt eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að skoða hvaða byggingaform henti best og leggja fram tillögur um slíkt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með starfshópi um viðbyggingu Leikskólans Dalborgar og bæjarráði frá fundi nr. 665, horft sé til í að fara í sviðsmynd 1. Nefndin leggur einnig til að horft sé til þarfa samfélagsins í öllu ákvörðunarferlinu. Að sviðsstjóra framkvæmdasviðs verði falið að skoða fleiri og hagkvæmari leiðir við byggingarmáta og gætt sé að öllum öryggiskröfum og að stöðlum verð fylgt. Að verkinu verði áfangaskipt og framkvæmdir hefjist 2021 með jarðvinnu og uppsteypu undirstaðna og botnplötu.
Málinu vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með starfshópi um viðbyggingu Leikskólans Dalborgar og bæjarráði frá fundi nr. 665, horft sé til í að fara í sviðsmynd 1. Nefndin leggur einnig til að horft sé til þarfa samfélagsins í öllu ákvörðunarferlinu. Að sviðsstjóra framkvæmdasviðs verði falið að skoða fleiri og hagkvæmari leiðir við byggingarmáta og gætt sé að öllum öryggiskröfum og að stöðlum verð fylgt. Að verkinu verði áfangaskipt og framkvæmdir hefjist 2021 með jarðvinnu og uppsteypu undirstaðna og botnplötu.
Málinu vísað til bæjarráðs.
3.
Snjómokstur í Fjarðabyggð
Lagt fram að nýju minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs vegna fyrirkomulags snjómoksturs, dagsett 27. ágúst 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir áður samþykktar verklagsreglur frá fundi bæjarstjórnar 17. nóvember 2016 og felur bæjarstjóra undirritun þeirra. Nefndin samþykkir jafnframt tillögu framkvæmdasviðs að breytingu á þjónustuflokkum í snjómokstri gatna á Norðfirði, Eskifirði og á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir áður samþykktar verklagsreglur frá fundi bæjarstjórnar 17. nóvember 2016 og felur bæjarstjóra undirritun þeirra. Nefndin samþykkir jafnframt tillögu framkvæmdasviðs að breytingu á þjónustuflokkum í snjómokstri gatna á Norðfirði, Eskifirði og á Reyðarfirði.
4.
Uppbygging íþróttahúss á Reyðarfirði
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar starfshóps um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði.
5.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að kalla eftir þátttöku íbúa við endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar með spurningarkönnun en samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila er mikilvægur þáttur í mótun skipulagsins.
Undir venjulegum kringumstæðum hefðu verið haldnir fundir með íbúum en vegna COVD-19 er farin sú leið að setja fram spurningakannanir á vefnum.
Lagðar verði fram þrjár spurningakannanir, ein fyrir almenna íbúa, önnur fyrir landeigendur og þriðja fyrir fyrirtæki. Nefndin samþykkir jafnframt að spurningarkannanir verði aðgengilegar á íslensku, ensku og pólsku.
Undir venjulegum kringumstæðum hefðu verið haldnir fundir með íbúum en vegna COVD-19 er farin sú leið að setja fram spurningakannanir á vefnum.
Lagðar verði fram þrjár spurningakannanir, ein fyrir almenna íbúa, önnur fyrir landeigendur og þriðja fyrir fyrirtæki. Nefndin samþykkir jafnframt að spurningarkannanir verði aðgengilegar á íslensku, ensku og pólsku.
6.
Deiliskipulag, Eskifjörður-Útkaupstaður
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að kalla eftir þátttöku íbúa við gerð deiliskipulagsins Eskifjörður-Útkaupstaður sem afmarkast af svæðinu neðan Túngötu, milli Grjótár og Útkaupstaðarbrautar og til sjávar. Gert verði ráð fyrir að byggingar við Strandgötu 38 til 42 verði víkjandi. Leitað verði eftir tillögum að nýtingu svæðisins sem miðsvæði Eskifjarðar með möguleika á verslun og þjónustu ásamt íbúðabyggð. Fundur með íbúum var fyrirhugaður í mars á þessu ári en vegna COVID-19 er farin sú leið að óska eftir tillögum íbúa á vefnum.
7.
750 Hafnargata - Umsókn um svæði fyrir skemmu
Lagt fram bréf Fiskeldis Austfjarða varðandi stöðuleyfi fyrir tjaldskemmu, dagsett 10. september 2020. Óskað er eftir svæði nálægt höfninni á Fáskrúðsfirði þar sem hægt væri að koma fyrir tjaldskemmu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að staðsetning tjaldskemmu þurfi að vera innan úthlutaðra lóða og að reising tjaldskemmu sé byggingarleyfisskyld. Sviðsstjóra umhverfis- og skiplagssviðs er falið að finna lausnir í samráði við bréfritara.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að staðsetning tjaldskemmu þurfi að vera innan úthlutaðra lóða og að reising tjaldskemmu sé byggingarleyfisskyld. Sviðsstjóra umhverfis- og skiplagssviðs er falið að finna lausnir í samráði við bréfritara.
8.
760 Skjöldólfsstaðir - Umsókn um framkvæmdarleyfi, skógrækt
Lagt fram bréf Sigurðar Max Jónssonar og Örnu Silju Jóhannsdóttur eiganda Skjöldólfsstaða í Breiðdal þar sem óskað er leyfis til ræktunar 36 ha nytjaskógar á jörðinni. Fornleifaskráning og umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Fyrirhuguð skógrækt fellur undir flokk C í 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé um matsskylda framkvæmd að ræða og gerir ekki athugasemdir við að 36 ha skógrækt hefjist í landi Skjöldólfsstaða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé um matsskylda framkvæmd að ræða og gerir ekki athugasemdir við að 36 ha skógrækt hefjist í landi Skjöldólfsstaða.
9.
Seley - nytjaréttur af æðarvarpi
Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um leigu æðarvarps í Seley, dagsett 15. apríl 2020. Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að tilhögun útboðs æðarvarps í Seley.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að leiga á æðarvarpi í Seley verði boðin út í samræmi við tillögu. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að leiga á æðarvarpi í Seley verði boðin út í samræmi við tillögu. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
10.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands sem haldinn var 5. október 2020.
11.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 158. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 6. október 2020.
12.
730 Hraun 1 - Óverleg breyting á deiliskipulagi, fjölgun lóða
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulaginu Hraun 1 á Mjóeyrarhöfn. Tillagan gerir ráð fyrir gerð nýrra lóða fyrir vakthús og spennistöð við Hraun 11 og 13. Tillagan var ekki grenndarkynnt þar sem hún hefur bara áhrif á lóðarhafa og Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu deiliskipulaginu Hraun 1. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu deiliskipulaginu Hraun 1. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
13.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar frá 5.október sl., til svæðisskipulagsnefndar Austurlands, er varðar gerð svæðisskipulags fyrir Austurland í ljósi breyttra aðstæðna eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi.
Skipulagsstofnun hefur að hluta til hafnað að greiða kostnaðarframlag úr skipulagssjóði á þeim forsendum að skipa þurfi nýja svæðisskipulagsnefnd og hefja skipulagsferli að nýju.
Skipulagsstofnun hefur að hluta til hafnað að greiða kostnaðarframlag úr skipulagssjóði á þeim forsendum að skipa þurfi nýja svæðisskipulagsnefnd og hefja skipulagsferli að nýju.
14.
730 Hrútá - Umsókn um framkvæmdaleyfi, stálplöturæsi
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Vegagerðarinnar, dagsett 9. september 2020, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku og stálplöturæsis sem setja á í Hrútá á Vattarnesvegi skammt frá Fáskrúðsfjarðargöngum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.