Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

274. fundur
2. nóvember 2020 kl. 16:00 - 17:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Sindri Már Smárason varamaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Umhverfisviðurkenning 2020
Málsnúmer 2007077
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra er varðar umhverfisviðurkenningu Fjarðabyggðar 2020, dagsett 30. október 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur í minnisblaði umhverfisstjóra að tilnefningu til umhverfisverðlauna og vegna fyrirkomulags við athöfn á tíma sóttvarnareglna vegna heimsfaraldursins.
2.
Dýraeftirlit 2020
Málsnúmer 2001048
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra er varðar fyrirkomulag árlegrar ormalyfsgjafar, hunda og katta, í Fjarðabyggð á tíma sóttvarnareglna vegna heimsfaraldursins, dagsett 30. október 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur í minnisblaði umhverfisstjóra og felur henni framkvæmd þeirra.


3.
Refa- og minkaveiðar 2020
Málsnúmer 2001232
Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfisstjóra á niðurstöðum refa- og minkaveiða í Fjarðabyggð veiðitímabilið 2019/20.
4.
740 Blómsturvellir 41 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2010131
Lögð fram lóðarumsókn Ólafar Þorgerðar Þorgeirsdóttur, dagsett 20. október 2020, þar sem sótt er um lóðina við Blómsturvelli 41 á Norðfirði undir einnar hæðar einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
5.
740 Blómstgurvellir 38 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2010189
Lögð fram lóðarumsókn Hallgríms Axels Tulinius, dagsett 28. október 2020, þar sem sótt er um lóðina við Blómsturvelli 38 á Norðfirði undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
6.
735 Strandgata 52 - Beiðni um stækkun byggingarreits
Málsnúmer 2010193
Lagt fram erindi Helga Hafliðasonar fh. Ríkiseigna, dagsett 28. október 2020 þar sem óskað er eftir stækkun byggingarreits Strandgötu 52 á Eskifirði um 2 m til austur svo hægt sé að koma fyrir lokuðu stigahúsi á austurstafn hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun byggingarreits enda um óveruleg frávik að ræða sem skerðir ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
7.
735 Strandgata 98B - Umsókn byggingarleyfi, niðurrif
Málsnúmer 2010198
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 29. október 2020, þar sem sótt er um leyfi til að rífa húsnæði sveitarfélagsins að Strandgötu 98b á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
8.
735 Högnastaðir að Litlu-Breiðuvík - Framkvæmdaleyfi, rafstrengur og ljósleiðari
Málsnúmer 2010166
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn RARIK, dagsett 23. október 2020, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna lagningar rafstrengs og ljósleiðara frá Högnastöðum, í Helgustaðarhreppi hinum forna, út í Litlu-Breiðuvík. Lagning ljósleiðara er á vegum Mílu og Fjarðabyggðar. Leyfi vegagerðarinnar liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út framkvæmdaleyfi þegar allar tilskildar umsagnir og leyfi landeiganda liggur fyrir.
9.
Endurskoðun hættumats undir leiðgarði/leiðigörðum
Málsnúmer 2010018
Lagt fram til kynningar bréf Veðurstofu Íslands er varðar endurskoðun hættumats undir leiðigarði/leiðigörðum nokkurra sveitarfélaga, dagsett 1. október 2020. Í Fjarðabyggð er um er að ræða vestasta hluta varnamannvirkja tengdum Tröllagili á Norðfirði.
10.
730 Bakkagerði - umferðaröryggi
Málsnúmer 2010185
Lögð fram tillaga Heimis Arnfinnssonar að betri umferðarmenningu og lækkun hraða bifreiða í Bakkagerði á Reyðarfirði, dagsett 27. október 2020. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfritara tillöguna sem verður tekin til nánari skoðunar í næstu endurnýjun umferðarsamþykktar Fjarðabyggðar. Nefndin bendir jafnframt á að samkvæmt samþykktinni sé gert ráð fyrir 40 km/klst hámarkshraða í Bakkagerði. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs er falið að upplýsa lögreglu um erindið.
11.
Veflausn fyrir samskipti við notendur Hitaveitu
Málsnúmer 2010195
Lagður fram til kynningar samningur Fjarðabyggðar og Origo vegna hugbúnaðar þar sem viðskiptavinir Hitaveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði geta nálgast viðskipti sín við hitaveituna á vefnum.