Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
275. fundur
9. nóvember 2020
kl.
16:00
-
00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir
aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Magnús Karl Ásmundsson
varamaður
Sindri Már Smárason
varamaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Framkvæmdasvið verkefni 2020
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett 3. nóvember 2020, um stöðu götulýsingar í Fjarðabyggð og endurnýjun hennar með led ljósum sbr. bókun nefndarinnar frá 16. október síðastliðnum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að vinna áfram að endurnýjun götulýsingar í samræmi við minnisblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að vinna áfram að endurnýjun götulýsingar í samræmi við minnisblað.
2.
Fyrirspurn vegna Led götulýsinga í Farðabyggð
Lögð fram ódagsett fyrirspurn Agnars Bóassonar vegna endurnýjunar á götulýsingu í Fjarðabyggð. Lögð fram samantekt sviðsstóra framkvæmdasviðs vegna fyrirspurnar, dagsett 30. október 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að svara bréfritara.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að svara bréfritara.
3.
Selnes 14 Breiðdalsvík
Lögð fram tillaga RARIK að kaupum á gamla rafstöðvarhúsinu við Selnes 14 á Breiðdalsvík vegna aukinnar notkunar á Selnesinu sem kallar á stækkun á spenni svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd setur sig ekki á móti sölu á áðurgreindri fasteign og samþykkir fyrir sitt leyti að hún verði sett á söluskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd setur sig ekki á móti sölu á áðurgreindri fasteign og samþykkir fyrir sitt leyti að hún verði sett á söluskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
4.
Húsnæði þjónustusmiðstöðvar á Fáskrúðsfirði
Lagt fram bréf Meta ehf þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð hefur vísað erindinu til umsagnar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að áður en hægt er að taka afstöðu til bréfs Meta ehf þurfi að skoða hvort möguleiki sé á að samnýta húsnæði Þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði og hafnarsjóð sveitarfélagsins. Verið er að sameina þá starfsemi á Norðfirði og Reyðarfirði. Nefndin felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að þarfagreina og koma með tillögur að mögulegri samnýtingu húsnæðis á Fáskrúðsfirði, án skertrar þjónustu og leggja fyrir nefndina að nýju eftir fund hafnarstjórnar þar sem málið verður tekið fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að áður en hægt er að taka afstöðu til bréfs Meta ehf þurfi að skoða hvort möguleiki sé á að samnýta húsnæði Þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði og hafnarsjóð sveitarfélagsins. Verið er að sameina þá starfsemi á Norðfirði og Reyðarfirði. Nefndin felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að þarfagreina og koma með tillögur að mögulegri samnýtingu húsnæðis á Fáskrúðsfirði, án skertrar þjónustu og leggja fyrir nefndina að nýju eftir fund hafnarstjórnar þar sem málið verður tekið fyrir.
5.
Umbótagöngur í þemaviku Nesskóla
Lögð fram samantektarskýrsla vegna úrbótagöngu í Þemaviku Nesskóla 2020 þar sem bænum var skipt upp í fimm svæði með 8-12 nemendur á aldrinum 13-15 ár á hverju svæði. Bent er á ýmislegt sem betur má fara.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar nemendum vel unnið verkefni og vísar skýrslunni til framkvæmdasviðs til skoðunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar nemendum vel unnið verkefni og vísar skýrslunni til framkvæmdasviðs til skoðunar.
6.
Kvíabólsstígur - ósk um viðgerðir á götu
Lagt fram ódagsett erindi íbúa við Kvíabólsstíg í Neskaupstað þar sem óskað er eftir að farið verði í lagfæringar á götunni ásamt veitum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara og vinna málið áfram.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara og vinna málið áfram.
7.
Vatnsflaumur við Kvíabólsstíg í Neskaupstað
Lagt fram erindi eigenda Kvíabólsstígs 4 í Neskaupstað er varðar ósk um úrbætur vegna vatnsflaums sem verður í leysingum og miklum rigningum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara og vinna málið áfram.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara og vinna málið áfram.
8.
Steypuveggur við Kvíabólsstíg 4
Lagt fram erindi húseignarinnar að Kvíabólsstíg 4 í Neskaupstað er varðar steyptan vegg við lóðina vestanverða, en veggurinn hefur að mati eigenda orðið fyrir skemmdum í gegnum tíðina af völdum snjóruðningstækja og þrýstings af snjó, þegar verið er að ryðja snjó niður götuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara og vinna málið áfram.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara og vinna málið áfram.
9.
740 - Horn Egilsbrautar og Kvíabólsstígs - Ósk um breytingu á deiliskipulagi
Lagt fram ódagsett erindi íbúa við Kvíabólstíg 4 í Neskaupstað þar sem bent er á að gatnamót Kvíbólsstígar og Egilsbrautar hafa ekki verið lagfærð í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara og vinna málið áfram.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara og vinna málið áfram.
10.
735 Leirukrókur 4 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Eskju hf., dagsett 19. október 2020, þar sem sótt er um lóðina við Leirukrók 4 á Eskifirði. Lóðinni hefur áður verið úthlutað til Fjarðabyggðar undir móttökustöð á sorpi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Fjarðabyggð skili inn lóðinni. Nefndin samþykkir jafnframt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að nýju og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Jafnframt er sviðssjtóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að kanna möguleika á nýju iðnaðarsvæði á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Fjarðabyggð skili inn lóðinni. Nefndin samþykkir jafnframt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að nýju og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Jafnframt er sviðssjtóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að kanna möguleika á nýju iðnaðarsvæði á Eskifirði.
11.
735 Lambeyrarbraut - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Maríu Bjarkar Ríkharðsdóttur, dagsett 5. nóvember 2020, þar sem sótt er um lóð á milli Lambeyrarbrautar 1 og 3 á Eskifirði undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Lambeyrarbrautar 1, 3, 4, 6, 8 og 10 og Botnabrautar 3. Gert verði ráð fyrir að fyrirkomulag vegna almenningsbílastæða verði óbreytt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Lambeyrarbrautar 1, 3, 4, 6, 8 og 10 og Botnabrautar 3. Gert verði ráð fyrir að fyrirkomulag vegna almenningsbílastæða verði óbreytt.
12.
730 Austurvegur 4 - Umsókn byggingarleyfi, varmadælur
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Lindarbrekkufænkna ehf, dagsett 31. október 2020, þar sem sótt er um leyfi til setja upp tvær varmadælur á suðurhlið húss fyrirtækisins að Austurvegi 4 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
13.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Lögð fram að nýju drög að Umhverfisstefnu Fjarðabyggðar eftir umfjöllun allra nefnda. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 18. september 2020, er varðar umræður nefnda um stefnuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna drög að kynningarefni fyrir íbúa og hagsmunaaðila og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna drög að kynningarefni fyrir íbúa og hagsmunaaðila og leggja fyrir nefndina að nýju.