Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

276. fundur
23. nóvember 2020 kl. 16:00 - 17:25
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Lögð fram að nýju drög að Umhverfisstefnu Fjarðabyggðar ásamt drögum að kynningarefni fyrir íbúa og hagsmunaaðila.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu vegna kynningar er vísað til bæjarráðs.

2.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Málsnúmer 2001149
Lögð fram til kynningar staða framkvæmda- og viðhaldsverkefna á árinu 2020 með tilliti til áætlana.
3.
Barnaskólinn á Eskifirði
Málsnúmer 1810021
Lögð fram fundargerð vegna opnunar tilboða í stoðvegg við gamla Barnaskólann á Eskifirði frá 17. nóvember 2020. Eitt tilboð barst frá MVA uppá 9.912.250 kr.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti. Afgreiðslu vegna fjármögnunar er vísað til bæjarráðs þar sem viðauki vegna verksins upp á 6.0 mkr. er í fjárhagsáætlun þessa árs.
4.
Uppbygging íþróttahúss á Reyðarfirði
Málsnúmer 2004112
Lögð fram til kynningar sjötta og jafnframt síðasta fundargerð fundar starfshóps um uppbyggingu nýs íþróttahúss á Reyðarfirði, dagsett 11. nóvember 2020, ásamt minnisblaði Mannvits um gólfefni og kostnaðaráætlun.
5.
Strandverðir Íslands
Málsnúmer 2011057
Lagður fram póstur Veraldarvina, dagsettur 4. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjarðabyggð um hreinsun strandlengju sveitarfélagsins ofl. gegn því að fasteignagjöld af húsnæði félagsins á Stöðvarfirði verði felld niður. Verkefnið yrði fjármagnað af aðgerðaráætlun umhverfisráðuneytisins ,Úr viðjum plastsins, og styrkjum frá fyrirtækjum heima og erlendis.´
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið en hefur ekki heimild til að fella niður fasteignagjöld. Erindinu er vísað til afgreiðslu hjá bæjarstjóra.
6.
Deiliskipulag Holtahverfis - óveruleg breyting, fækkun- og breyting lóða
Málsnúmer 2011127
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis. Tillagan gerir ráð fyrir fækkun lóða og breytingum á lóðarmörkum. Tillagan var ekki grenndarkynnt þar sem hún hefur bara áhrif á lóðarhafa og Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
7.
760 Hrauntún 4 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2010151
Lögð fram umsókn Fjarðabyggðar, dagsett 22. október 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar sveitarfélagsins að Hrauntúni 4 á Breiðdalsvík. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
8.
755 Skólabraut 10 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2009104
Lögð fram umsókn Garðars Harðar Vestmann, dagsett 14. september 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Skólabraut 10 á Stöðvarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
740 Melagata 1 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2011014
Lögð fram umsókn Leifs Helga Konráðssonar, dagsett 2. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Melagötu 1 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
10.
750 Hafnargata 27a - Umsókn um byggingarleyfi, niðurrif
Málsnúmer 2010197
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 29. október 2020, þar sem sótt er um leyfi til að rífa húsnæði hafnarinnar að 27a á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
11.
730 Mánagata 3 - byggingarleyfi, nýb. á bílskúr, breyting úti og á lóð
Málsnúmer 2006042
Lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn Gunnars Viðars Þórarinssonar, dagsett 6. júlí 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja um 46 m2 og um 210 m3 bílskúr við hús hans að Mánagötu 3 á Reyðarfirði ásamt um 96 m2 sólpalli.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin. Grenndarkynning nái til Mánagötu 1, 4 og 5.
12.
730 Hraun 13 - Umsókn byggingarleyfi, spennistöð
Málsnúmer 2011084
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 12. nóvember 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 71,3 m2 og 263,7 m3 spennistöð á lóð hafnarinnar við Hraun 13 á Mjóeyrarhöfn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
13.
735 Lambeyrarár- Framkvæmdaleyfi, ofanflóðavarnir
Málsnúmer 2011071
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 10. nóvember 2020, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna ofanflóðavarna í og við farveg Lambeyrarár á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út framkvæmdaleyfi.
14.
Landsskipulagsstefna 2015-2026
Málsnúmer 1903130
Lagður fram til kynningar póstur Skipulagsstofnunar til samráðsvettvangs um landsskipulagsstefnu þar sem kynntar eru tillögur að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026, ásamt umhverfismati.
15.
Umsögn vegna tillagna að eldissvæðum fiskeldis í Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2007105
Lagður fram til kynningar póstur Skipulagsstofnunar, dagsettur 6. nóvember 2020, þar sem í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum er óskað eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum breyting á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Lögð fram tillaga að umsögn Fjarðabyggðar sem samþykkt hefur verið í bæjarráði og send til Skipulagsstofnunar.
16.
275.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis)
Málsnúmer 2011120
Lögð fram til kynningar beiðni frá nefndarsviðið Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á skipulagsslögum nr. 123/2010.
17.
Breytingar á mannvirkjalögum 17. mál 151. lþ.
Málsnúmer 2011079
Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna breytinga á mannvirkjalögum.
18.
276.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.),
Málsnúmer 2011118
Lögð fram til kynningar beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um breytingar lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.