Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

277. fundur
7. desember 2020 kl. 16:00 - 18:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Marinó Stefánsson embættismaður
Jón Björn Hákonarson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2010204
Lagt fram til kynningar að nýju erindi Meta ehf. um kaup á húsnæði þjónustumiðstöðvarinnar á Fáskrúðsfirði eftir umfjöllun hafnarstjórnar og bæjarráðs. Lögð fram þarfagreining sviðstjóra framkvæmdasviðs um húsnæðisþörf fyrir starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þarfagreiningu fyrir fund bæjarráðs.
Bæjarráð hefur samþykkt að útfærð verði tillaga að nýbyggingu fyrir starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði í samráði við hafnarstjórn. Jafnframt hefur bæjarráð samþykkt að núverandi húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði verði auglýst til sölu og framkvæmdasviði falið að sjá til þess að starfsemi verði óbreytt við söluna og þangað til nýtt húsnæði verður tekið í gagnið líkt og gert var á Norðfirði og stefnt er að á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með bæjarráði að leita þarf lausna með starfsemina á meðan byggingu nýs húss stendur.

2.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1909099
Lögð fram að nýju drög að minnisblaði sviðsstjóra framkvæmdasviðs að framtíðarskipulagi sorpmiðstöðvar Fjarðabyggðar, dagsett 2. desember 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útfærslu að útboði verkþátta við sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu og felur sviðstjóra framkvæmdasviðs vinnslu málsins.
3.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2021
Málsnúmer 2009126
Lagt fram minnisblað og tillaga fjármálastjóra og verkefnastjóra veitna um breytingu á gjaldskrá vegna hitaveitunnar á Eskifirði á árinu 2021. Breytingin felst í nýrri aðferð við mælingu og verðlagningu á heitu vatni.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að breyta gjaldskrá hitaveitunnar á Eskifirði vegna 2021 þannig að við bætist gjald samkvæmt vatnsmæli fyrir hverja kílóvattastund (kWh) . Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
4.
740 - Gatnamót Egilsbrautar og Kvíabólsstígs - Ósk um úrbætur
Málsnúmer 2010181
Lagt fram til kynningar bréf íbúa við Kvíabólsstíg í Neskaupstað er varðar gatnamót Egilsbrautar og Kvíabólsstígs og beiðni um úrbætur. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vera í sambandi við bréfritara og vinna að úrlausn málsins.
5.
730 Heiðarvegur 14a - Umsókn byggingarleyfi, íþróttahús
Málsnúmer 2011199
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 26. nóvember 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 1740,9 m2 og 13.919,7 m3 íþróttahús ásamt tengigangi á lóð sveitarfélagsins að Heiðarvegi 14a á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
6.
730 Hraun 14 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2011171
Lögð fram lóðarumsókn Idea ehf, dagsett 23. nóvember 2020, þar sem sótt er um lóðina við Hraun 14 við Mjóeyrarhöfn undir vélsmiðju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar umsókninni til umsagnar hafnarstjórnar og Alcoa Fjarðaáls sbr. 2. lið 4. gr. skipulags- og byggingarskilmála deiliskipulags Hrauns 1, Mjóeyrarhöfn.
7.
Deiliskipulag, Eskifjörður-Útkaupstaður
Málsnúmer 2009211
Lagt fram erindi Íbúasamtaka Eskifjarðar, dagsett 30. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig vinna eigi deiliskipulagið Eskifjörður, Útkaupstaður. Jafnframt er óskað eftir því að Íbúasamtökin fái að hafa aðkomu að skipulagsgerðinni og að tími til að skila inn hugmyndum í skipulagsgerðina verði lengdur til 1. febrúar 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og bendir jafnframt á að ekki hafa verið teknar ákvarðanir um aðra málsmeðferð en þá sem skipulagslög gera ráð fyrir. Unnið verður nú með þær tillögur sem inn hafa, og munu koma, til undirbúnings skipulagsgerðinni. Svo í framhaldi verði farið í formlegt skipulagsferli og þar verður einnig aðkoma íbúa að ferlinu. Nefndin bendir á að frestur til að skila inn hugmyndum í skipulagsgerðina hafi verið lengdur til 15. desember næstkomandi.