Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

278. fundur
21. desember 2020 kl. 17:00 - 18:25
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Magnús Karl Ásmundsson varamaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Svæðisskipulagsnefnd
Málsnúmer 2012051
Lagt fram til kynningar erindi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um skipan í svæðisskipulagsnefnd í framhaldi af sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi. Óskað er eftir skipan tveggja aðal- og varamanna frá Fjarðabyggð. Jafnframt er óskað eftir staðfestingu Fjarðabyggðar á endurskoðuðum starfsreglum sem taka mið af sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi sem og breytingar er snúa að utanumhaldi vinnunnar framundan. Bæjarráð hefur samþykkt að fulltrúar Fjarðabyggðar verði Eydís Ásbjörnsdóttir og Valur Sveinsson en til vara verði Ívar Dan Arnarson og Gunnar Jónsson. Bæjarstjórn hefur samþykkt endurskoðun á starfsreglum.
2.
Deiliskipulag, Eskifjörður-Útkaupstaður
Málsnúmer 2009211
Lagðar fram til umræðu og kynningar tillögur íbúa og hagsmunaaðila vegna deiliskipulagsins Eskifjörður-Útkaupstaður. Tillögur bárust frá 18 aðilum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar innsendar tillögur vegna deiliskipulagsins. Nefndin vísar málinu til áframhaldandi vinnu og umræðu á næsta fundi.
3.
735 Lambeyrarbraut - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2011049
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu lóðarumsókn Maríu Bjarkar Ríkharðsdóttur, dagsett 5. nóvember 2020, þar sem sótt er um lóð á milli Lambeyrarbrautar 1 og 3 á Eskifirði undir einbýlishús. Athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðar lóðarúthlutunar og byggingar þar. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 18. desember 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemdir nágranna sé ekki þess eðlis að hafna beri lóðarumsókn og byggingu einbýlishúss og samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni. Jafnframt er samþykkt að gera óverulega breytingu á deiliskipulaginu Eskifjörður-Miðbær vegna lóðarinnar. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar. Endanlegri afgreiðslu vegna lóðarúthlutunar er vísað til bæjarráðs að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar á niðurstöðu grenndarkynningar.
4.
740 Urðarteigur 9 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2012068
Lögð fram umsókn Edyta Beata Zajaczkowska, dagsett 10. desember 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Urðarteigi 9 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
5.
730 Búðareyri 19-21 Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2012125
Lögð fram umsókn Fjarðabyggðar, dagsett 17. desember 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar sveitarfélagsins að Búðareyri 19 og 21 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
6.
Stekkholt 9 - Umsókn um byggingarleyfi, íbúðarhús
Málsnúmer 2012114
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Vilbergs Marinós Jónassonar, dagsett 16. desember 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 205,8 m2 og 718,6 m3 einbýlishús á lóð hans við Stekkholt 9 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
7.
730 Austurvegur 59A - Umsókn byggingarleyfi, sólstofa
Málsnúmer 2010026
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jennýar Ingvarsdóttur, dagsett 5. október. desember 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 20,0 m2 og 55,6 m3 sólstofu við hús hennar að Austurvegi 59a á Reyðarfirði. Samþykkir Minjastofnunar Íslands og nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
8.
740 Mýrargata 20 - Umsókn um byggingarleyfi, breyting inni og tengigangur
Málsnúmer 2012096
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ríkiseigna, dagsett 10. desember 2020, þar sem sótt er um leyfi til breyta innra skipulagi rishæðar ásamt byggingu 43,2 m2 og 101,2 m3 tengigangs milli eldri og nýrri álmu rishæðar Fjórðungssjúkrahússins við Mýrargötu 20 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
9.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2020
Málsnúmer 2002144
Lögð fram til kynningar fundargerð 159. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 8. desember 2020.
10.
Seley - nytjaréttur af æðarvarpi
Málsnúmer 2004064
Lögð fram fundargerð opnunar tilboða í nytjarétt vegna æðarvarps í Seley sem haldinn var 16. desember 2020 á Reyðarfirði og í fjarfundi á Zoom. Tilboð bárust frá níu aðilum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstóra umhverfis- og skipulagssviðs ásamt bæjarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda.
11.
Beiðni um framlengingu á geymsluleyfi starfsmannabúða að Haga 2020-2021
Málsnúmer 2012066
Lagt fram bréf Ormarrs Örlygssonar fh. Alcoa Fjarðaál, dagsett 8. desember 2020, þar sem óskað er eftir framlengingu á leyfi vegna stöðu starfsmannabúðanna að Högum til 1. júlí 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlengingu á stöðu starfsmannabúðanna á sömu forsendum og árið 2020 og miðast það við þann fjölda gámaeininga sem var á svæðinu þegar stöðuleyfið rann út þann 1. júlí 2020.
12.
730 Öldugata - Götuheiti á Reyðarfirði, Öldugata, Ósmelur
Málsnúmer 2012052
Lagt fram bréf Vigfúsar Ólafssonar, dagsett 1. desember 2020, þar sem þeim tilmælum er beint til nefndarinnar að nafni Öldugötu á Reyðarfirði verði breytt í Ósmel eins og svæðið hét áður fyrr.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfið en telur að ekki sé rétt að verða við tilmælum bréfritara að sinni þar sem engin beiðni um nafnabreytingu hafi borist frá íbúum götunnar.
13.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1909099
Lögð fram til kynningar gögn vegna útboðs úrgangsmála í Fjarðabyggð.
Bæjarráð hefur samþykkt að verkið verði boðið út. Útboðsgögnum hefur jafnframt verið vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
14.
Uppbygging íþróttahúss á Reyðarfirði
Málsnúmer 2004112
Lagðar fram til kynningar niðurstöður í útboði á byggingu nýs íþróttahúss á Reyðarfirði. Tveir aðilar buðu í verkið og var Launafl hf. lægstbjóðandi.
Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda og falið bæjarstjóra undirritun verksamnings. Niðurstöðu útboðs var jafnframt vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.