Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

279. fundur
13. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Deiliskipulag, Eskifjörður-Útkaupstaður
Málsnúmer 2009211
Lagðar fram að nýju til yfirferðar tillögur íbúa og hagsmunaaðila vegna deiliskipulagsins Eskifjörður-Útkaupstaður. Áframhaldandi umræður og yfirferð tillagna íbúa og hagsmunaaðila.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir umsögn hafnarstjórnar vegna landnotkunar neðan Strandgötu.
2.
Deiliskipulag Eskfjörður-Miðbær, breyting, Lambeyrarbraut, vistgata og ný lóð
Málsnúmer 2101072
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að breyta deiliskipulaginu Eskifjörður-Miðbær þannig að gert verði ráð fyrir að Lambeyrarbraut verði gerð að vistgötu. Þá verði gert ráð fyrir byggingarlóð fyrir íbúðarhús milli Lambeyrarbrautar 1 og 3. Endanlegri afgreiðslu vegna auglýsingar er vísað til bæjarstjórnar.
3.
730 Búðarmelur 6e og 6d - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2012167
Lögð fram lóðarumsókn Og synir / Ofurtólið ehf, dagsett 29. desember 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Búðarmel 6e og 6d á Reyðarfirði undir parhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

4.
730 Búðarmelur 7a og 7b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2012166
Lögð fram lóðarumsókn Og synir / Ofurtólið ehf, dagsett 29. desember 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Búðarmel 7a og 7b á Reyðarfirði undir parhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

5.
735 Miðdalur 19 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2012168
Lögð fram lóðarumsókn Og synir / Ofurtólið ehf, dagsett 29. desember 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Miðdal 17 og 19 á Eskifirði undir parhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
6.
740 Bakkabakki 4 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2101048
Lögð fram lóðarumsókn Axels Ísakssonar, dagsett 7. janúar 2021, þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús milli Bakkabakka 2 og 4a á Norðfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
7.
735 Strrandgata 98b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2101035
Lagt fram erindi Péturs Karls Kristinssonar, dagsett 5. janúar 2021, þar sem óskað er efir lóð við hlið Strandgötu 98a undir Friðþjófshús sem nú stendur á lóðinni við Strandgötu 88 á Eskifirði. Umbeðið svæði er innan lóðarinnar við Strandgötu 98b.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leita umsagnar Sjóminjasafns Austurlands og menningar- og nýsköpunarnefndar vegna hugmynda um afmörkun lóðar undir Friðþjófshús á svæðinu.
8.
730 Mánagata 3 - byggingarleyfi, nýb. á bílskúr, breyting úti og á lóð
Málsnúmer 2006042
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Gunnars Viðars Þórarinssonar, dagsett 6. júlí 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja um 46 m2 og um 210 m3 bílskúr við hús hans að Mánagötu 3 á Reyðarfirði ásamt um 96 m2 sólpalli. Lögð fram athugasemd eiganda Mánagötu 5 vegna fyrirhugaðrar staðsetningar. Lagt fram minnisblað Magnúsar Baldurs Kristjánssonar, dagsett 16. desember 2020, vegna byggingaráforma Mánagötu 3. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 11. janúar 2021, um athugasemd og minnisblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að leita frekari upplýsinga hjá umsækjanda í samræmi við umsögn.
9.
Einstefna við Melagötu 4-15 Neskaupstað
Málsnúmer 2012149
Framlagt bréf íbúa sem búa við Melagötu 4 til 15 í Neskaupstað, þar sem m.a. er mótmælt einstefnuakstri í götunni. Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar í eigna- skipulags og umhverfisnefnd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna minnisblað vegna stöðu þeirra framkvæmda sem bréfritarar fjalla um.
10.
Innleiðing hringrásarhagkerfisins
Málsnúmer 2012172
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um þátttöku í hringrásarhagkerfinu - "e. Dedifer project". Í umsókn sem matvæla og næringasvið Háskóla Íslands á aðild að, er Fjarðabyggð boðið að vera með í verkefninu sem "follower region", sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Um stóra EU umsókn er að ræða sem hefur að markmiði að efla hringrásarhagkerfið.
Bæjarráð hefur samþykkt að vera umsækjandi með Háskóla Íslands að verkefninu. Endanleg afstaða til þátttöku verður tekin þegar afgreiðsla umsóknar liggur fyrir.
Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
11.
369.mál til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð
Málsnúmer 2012093
Lögð fram til kynningar beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð, 369. mál.
12.
Ósk um viðræður vegna kaupa á landi í eigu sveitarfélagsins
Málsnúmer 2101066
Lagt fram bréf Jens Garðars Helgasonar, dagsett 8. janúar 2021, þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á landi í eigu sveitarfélagsins. Vísað til umsagnar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að leita umsagnar Veðurstofu og skoða skipulagsskilmála með tilliti til húsbygginga og nýtingar svæðisins.