Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

280. fundur
25. janúar 2021 kl. 16:00 - 16:55
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Lögð fram samantekin vinnugögn vegan svara íbúa, fyrirtækja og landeiganda við könnun vegna endurskoðunar aðalskipulags. Alls bárust 183 svör frá íbúum, 7 frá fyrirtækjum og 8 frá landeigendum. Ráðgjafi Alta fór yfir samantektina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar góðri þátttöku íbúa og hagaðila, samantektin tekin áfram inn í áframhaldandi skipulagsvinnu.
2.
735 Strandgata 55 - Umsókn um byggingarleyfi, breytt notkun, íbúð
Málsnúmer 2101120
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ásdísar Sigurðardóttur, dagsett 15. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun húsnæðis hennar að Strandgötu 55 á Eskifirði úr atvinnuhúsnæði í íbúð. Samþykki annarra eiganda hússins liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
3.
735 Strandgata 98b - Fyrirspurn um framtíðaráform
Málsnúmer 2101177
Lagður fram póstur Egils Helga Árnasonar, dagsettur 14. janúar 2021, þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvað bæjaryfirvöld hyggjast gera við lóðina við Strandgötu 98b á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að upplýsa bréfritara um fyrirhugaða notkun. Tilgangur kaupanna var að bæta umferðaröryggi og auka möguleika á uppbyggingu safnasvæðis í útbæ Eskifjarðar.