Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

281. fundur
8. febrúar 2021 kl. 16:00 - 17:45
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Lögð fram til kynningar drög að greinagerð og uppdráttum vegna endurskoðunar aðalskipulags Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun taka málið fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar.
2.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Málsnúmer 2001149
Farið yfir stöðu framkvæmda- og viðhaldsverkefna á árinu 2020 með tilliti til áætlana.
3.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1909099
Lögð fram til kynningar niðurstaða í útboði á sorphirðu og sorpförgun í Fjarðabyggð frá 29 janúar 2021. Bæjarráð hefur samþykkt að taka lægsta tilboði í hverjum verkþætti útboðsins.
4.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Lögð fram eftir kynningu umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar 2020-2040. Stefnan var auglýst frá 4. desember 2020 til 18. janúar 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum síðan legndur til 28. janúar 2021. Þrjár umsagnir bárust.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umhverfis- og loftlagsstefnuna fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
5.
Deiliskipulag, Eskifjörður-Útkaupstaður
Málsnúmer 2009211
Lagðar fram að nýju til yfirferðar tillögur íbúa og hagsmunaaðila vegna deiliskipulagsins Eskifjörður-Útkaupstaður. Lögð fram umsögn hafnarstjórnar vegna landnotkunar neðan Strandgötu 38 til 42.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir tillögur og umsögn. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að taka saman minnisblað um þær tillögur sem unnið verður með áfram.
6.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Málsnúmer 1703117
Bæjarráð vísar til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar að hefja skoðun á skipulagi og aðstæðum í Oddsskarði m.t.t. snjóflóðahættu á svæðinu og nýs skipulags. Framlagt minnisblað Verkís verkfræðistofu um aðgerðir við byrjendalyftu og skíðaskála vegna snjóflóðahættu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að hefja vinnu við deiliskipulagið að nýju þar sem gert verður ráð fyrir að byrjandalyfta verði færð.
7.
730 Deiliskipulagið Hraun 1 - óveruleg breyting, ný lóð
Málsnúmer 2102048
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hrauns 1. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðinni við Hraun 14 er skipt upp í tvær lóðir. Tillagan var ekki grenndarkynnt þar sem hún hefur bara áhrif á Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu deiliskipulagi Hrauns 1. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
8.
740 - Kvíabólsstígur 2 og 4 - Beiðni um sameiningu lóða
Málsnúmer 2102025
Lögð fram beiðni eiganda Kvíabólsstígar 4 um að lóðir Kvíabólsstígar 2 og 4 verði sameinaðar í eina, dagsett 2. febrúar 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun lóðar Kvíabólsstígs 4 í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
9.
760 Ormsstaðir 2 - Framkvæmdaleyfi, skógrækt
Málsnúmer 1905007
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Skógræktarinnar þar sem gert er ráð fyrir 139 ha skógræktarsvæði í landi Ormsstaða 2 í Breiðdal. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Fyrirhuguð skógrækt fellur undir flokk C í 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé um matsskylda framkvæmd að ræða og samþykkir umsóknina og útgáfu framkvæmdaleyfis.
10.
735 Strandgata 98B - Umsókn byggingarleyfi, niðurrif
Málsnúmer 2010198
Lagður fram tölvupóstur Minjastofnunar Íslands, dagsettur 14. janúar 2021, þar sem þess er farið á leit að beðið verði með niðurrif Strandgötu 98b svo færi gefist til að kanna nánar sögu húsanna og varðveislugildi. Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands vegna fyrirspurnar um niðurrifsáform Strandgötu 98b, dagsett 28. janúar 2021. Lögð fram greinagerð framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar vegna ástands húsanna við Strandgötu 98b, dagsett 5. febrúar 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leitaði ekki eftir aðkomu Minjastofnunar Íslands að málinu vegna aldurs húsanna en sökum þess að þau eru byggð 1947 og 1952 falla þau ekki undir verndarákvæði laga um menningarminjar nr. 80/2012. Sótt var um niðurrif húsanna en ekki breytingu á deiliskipulagi. Nefndin mun ekki breyta áður útgefnu leyfi til niðurrifs. Nefndin samþykkir jafnframt að vísa erindinu til umfjöllunar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
11.
Umhverfi og búnaður við Andapollinn á Reyðarfirði
Málsnúmer 2101210
Lagt fram bréf Árna Páls Ragnarssonar, dagsett 27. janúar 2021, þar sem bent er á mögulega hættu sem kann að skapast ef barn færi niður í gegnum ís á Andapollinum á Reyðarfirði. Jafnframt er bent á að enginn björgunarbúnaður er til staðar á svæðinu og að rétt sé að athuga hvort dýpi sé of mikil.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og ábendinguna og vísar því til skoðunar framkvæmdasviðs.
12.
Umsögn um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis
Málsnúmer 2102034
Lögð fram til kynningar drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um innleiðingu hringrásarhagkerfis.
13.
369.mál til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð
Málsnúmer 2012093
Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
14.
121.mál - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld
Málsnúmer 2101214
Lagt fram til kynningar erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna umsagnar að tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.
15.
Afnot af húsnæði sveitarélagsins að Strandgötu 39 á Eskifirði
Málsnúmer 2102062
Lagt fram bréf Jesper Sand Poulsen, Sigurjóns Sveinssonar, Andra Bergmann og Elfars Daðasonar þar sem óskað er eftir afnotum á hluta húsnæðisins að Strandgötu 39 á Eskifirði aðstöðu pílukastsklúbbs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að bréfritarar fái að nýta húsnæðið meðan unnið er að úttekt á því og framtíðarnotum.