Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

283. fundur
22. febrúar 2021 kl. 16:30 - 18:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Magnús Karl Ásmundsson varamaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Sindri Már Smárason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Lögð fram að nýju til yfirferðar drög að greinagerð og uppdráttum vegna endurskoðunar aðalskipulags Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að kynna tillögu að Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 á vinnslustigi.
2.
730 Brekkugerði 16 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2102124
Lögð fram lóðarumsókn Önnu Steinunnar Árnadóttur, dagsett 17. febrúar 2021, þar sem sótt er um lóðina við Brekkugerði 16 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

3.
730 Hraun 14 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2011171
Lögð fram að nýju lóðarumsókn Idea ehf þar sem sótt er um lóðina við Hraun 14 við Mjóeyrarhöfn undir vélsmiðju. Jákvæð umsögn hafnarstjórnar og Alcoa Fjarðaáls liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
4.
735 Strandgata 98b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2101035
Lagt fram að nýju erindi Péturs Karls Kristinssonar, dagsett 5. janúar 2021, þar sem óskað er efir lóð við hlið Strandgötu 98a undir Friðþjófssjóhúss sem nú stendur á lóðinni við Strandgötu 88 á Eskifirði. Lagðar fram jákvæðar umsagnir Sjóminjasafns Austurlands og menningar- og nýsköpunarnefndar vegna flutnings hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að hefja endurskoðun á deiliskipulagi Hlíðarenda. Erindinu er vísað til þeirrar vinnu ásamt endurskoðun á safnasvæði.
5.
750 Hafnargata 23 - Umsókn byggingarleyfi, breytt notkun
Málsnúmer 2102117
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Loðnuvinnslunnar hf. dagsett 17. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og notkun húsnæðis fyrirtækisins að Hafnargötu 23 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
6.
735 Ystidalur 6 til 12 - Umsókn um byggingarleyfi, raðhús
Málsnúmer 2012173
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Og Synir / Ofurtólið ehf. dagsett 17. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða raðhús á lóðinni við Ystadal 6-12 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
7.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2021
Málsnúmer 2009129
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að breyta gjaldskrá fráveitu vegna ársins 2021 þannig að í 1. gr. segi að álagningarstuðull verði í samræmi við álagningu fasteignagjalda. Breyting hefur ekki hækkun í för með sér. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
8.
Beiðni um umsögn vegna ljós- og raflagnar milli Óss í Breiðdal og Núps í Berufirði
Málsnúmer 2102140
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 16. febrúar 2021, um umsögn vegna ljós- og raflagnar milli Óss í Breiðdal og Núps í Berufirði skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Óskað er eftir umsögn á því hvort og á hvað forsendum fyrirhuguð framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð ljós- og raflögn sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
9.
750 Beiðni um uppsetningu skilta við göngustíga
Málsnúmer 2102109
Lagt fram bréf Göngufélags Suðurfjarða, dagsett 15. febrúar 2021, sem í samstarfi við sjúkraþjálfara búsetta á Fáskrúðsfirði óska eftir leyfi til að setja upp skilti með æfingum á. Skiltin verða staðsett við bekki sem standa við göngustíg ofan við byggðina. Einnig vill félagið fá að setja upp skilti með teygjuæfingum á brúnni við stífluna sem er ofan við grunnskólann og inn á Kirkubóli þar sem er gönguhringur innan við bæinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framtakinu og samþykkir uppsetningu skiltanna í samráði við umhverfis- og skipulagssvið.
10.
Svæðisskipulagsnefnd 2021
Málsnúmer 2102084
Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir svæðisskipulagsnefndar.