Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

284. fundur
8. mars 2021 kl. 16:30 - 17:10
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Elías Jónsson varamaður
Magnús Karl Ásmundsson varamaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Einstefna við Melagötu 4-15 Neskaupstað
Málsnúmer 2012149
Lagt fram að nýju bréf íbúa við Melagötu 4 til 15 á Norðfirði, þar sem m.a. er mótmælt einstefnuakstri í götunni. Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar í eigna- skipulags og umhverfisnefnd. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs dagsett 5. febrúar 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Melagata 4 - 15 verði gerð að tvístefnu að nýju og að þessi hluti götunnar verði sett í forgang í snjómokstri í samræmi við minnisblað. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna að breytingu á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar til samræmis.
2.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Grjótá
Málsnúmer 2002092
Lögð fram til kynningar vinnugögn Eflu hf. vegna hönnunar ofanflóðavarna í og við Grjótá á Eskifirði ásamt vegtengingum á Bleiksárhlíð og Strandgötu.
3.
750 Hafnargata 39 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2102147
Lögð fram lóðarumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 22. febrúar 2021, þar sem sótt er um lóð undir atvinnuhúsnæði á svæðinu austan við Hafnargötu 41 á Fáskrúðsfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan reits H2/V1 sem gerir meðal annars ráð fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
4.
735 Strandgata 88 - Umsókn um byggingarleyfi, fluttningur
Málsnúmer 2102131
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Helgu Þuríðar Ingvarsdóttur, dagsett 18. febrúar 2021, þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús hennar sem stendur á lóðinni við Strandgötu 88 á Eskifirði af lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir flutning hússins.
5.
735 Bakkastígur 2 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging og endurbætur
Málsnúmer 2102153
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jens Garðars Helgasonar, dagsett 23. febrúar 2021, þar sem sótt er um leyfi til að bæta við hæð á eldri viðbyggingu við hús hans við Bakkastíg 2 á Eskifirði ásamt utanhússklæðningu og annarra endurbóta. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.

6.
Ósk um viðræður vegna kaupa á landi í eigu sveitarfélagsins
Málsnúmer 2101066
Lagt fram að nýju bréf Jens Garðars Helgasonar, dagsett 8. janúar 2021, þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á landi í eigu sveitarfélagsins. Vísað til umsagnar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá bæjarráði. Umsögn Veðurstofu vegna hættumats liggur fyrir. Ákvæði aðalskipulags koma ekki í veg fyrir byggingu á svæðinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að leigja umrætt landsvæði ef bréfritari sýnir fram á með staðbundnu hættumati að hægt sé að gera ráð fyrir byggingum á svæðinu.
7.
C.9 Byggðaáætlun
Málsnúmer 1903034
Lagður fram til kynningar annar hluti C-9 verkefnisins, af þrem, er varðar greiningu á hagrænum áhrifum friðlýsingar. Annar hluti snýr að náttúruvernd og eflingu byggða.
8.
Viðhorfskönnun landshlutasamtaka sveitarfélaga
Málsnúmer 2102089
Vísað frá bæjarráði til kynningar í nefndum sveitarfélagsins viðhorfskönnun landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðastofnunar.
9.
Múlaþing, Seyðisfjörður, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag ofanflóðavarna
Málsnúmer 2103058
Lögð fram beiðni Múlaþings um umsögn vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 ásamt tillögu að deiliskipulagsgerð vegna snjóflóðavarna undir Bjólfshlíðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.
10.
Múlaþing, Seyðisfjörður, aðalskipulagsbreyting, lýsing - Vesturvegur 4
Málsnúmer 2103060
Lögð fram beiðni Múlaþings um umsögn á skipulagslýsingu og vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna breyttrar landnotkunar á lóð Vesturvegar 4.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.
11.
Múlaþing, Djúpivogur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagstillaga - Innri Gleðivík
Málsnúmer 2103057
Lögð fram beiðni Múlaþings um umsögn vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 ásamt tillögu að deiliskipulagsgerð vegna uppbyggingar athafnasvæðis við Háukletta og nýs aðkomuvegar að athafnarsvæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.
12.
Múlaþing, Borgarfjörður, aðalskipulagsbreyting - Gamla frystihúsið
Málsnúmer 2103059
Lögð fram beiðni Múlaþings um umsögn á skipulagslýsingu og vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna stækkunar á reitnum BV6 svo hægt sé að gera ráð fyrir aukinni gistiaðstöðu og þjónustu á svæðinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.