Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

285. fundur
22. mars 2021 kl. 16:30 - 17:10
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Magnús Karl Ásmundsson varamaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Deiliskipulag Eskifjörður-Miðbær, breyting, Lambeyrarbraut, vistgata og ný lóð
Málsnúmer 2101072
Auglýsingartími vegna breytingar deiliskipulagsins Eskifjörður-miðbær er liðinn. Tvær athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 19. mars 2021. Umsagnir frá Veðurstofu, Lögreglunni, Minjastofnun Íslands og HAUST liggja fyrir án athugasemda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti breytingu deiliskipulagsins Eskifjörður-Miðbær. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
2.
735 Lambeyrarár- Framkvæmdaleyfi, ofanflóðavarnir
Málsnúmer 2011071
Lögð fram beiðni Héraðsverks ehf um tímabundin afnot af lóðinni við Strandgötu 38 á Eskifirði sem geymslusvæði á meðan framkvæmdir vegna ofanflóðavarna í Lambeyrará standa yfir. Fyrirhugað er að geyma ýmis aðföng á svæðinu. Samkvæmt framkvæmdaleyfi er gert ráð fyrir geymslusvæði vegna framkvæmdanna innan við byggðina á Eskifirði og við Oddsskarðsveg ofan byggðarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur sviðsstjórum framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs að ræða við verktaka.
3.
740 Nesgata - Umsókn um lóð undir bílastæði og skúr
Málsnúmer 2102111
Lögð fram lóðarumsókn Ingrid Karis, dagsett 16. febrúar 2021, þar sem sótt er um lóð undir bílastæði og smáhýsi gegnt húsinu við Nesgötu 32 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt úthlutun lóðar undir bílastæði og smáhýsi ótengdri lóð hússins.

4.
740 Blómsturvellir 18 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2103035
Lögð fram lóðarumsókn Ásrúnar Bjargar Sveinsdóttur, dagsett 3. mars 2021, þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús á lóðinni við Blómsturvelli 18 á Norðfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
5.
730 Búðarmelur 6a-e - Umsókn um byggingarleyfi, raðhús
Málsnúmer 2103116
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Nýjatúns ehf, dagsett 12. mars 2021, þar sem sótt er um leyfi til að byggja fimm íbúða raðhús á lóðinni við Búðarmel 6a-e á Reyðafirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
6.
750 Búðavegur 28 - Umsókn um byggingarleyfi, breyting innanhúss
Málsnúmer 2103089
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Leva Vedeikaite, dagsett 11. mars 2021, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun bílskúrs á lóð hans að Búðavegi 28 á Fáskrúðsfirði í íbúðarrými.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
7.
Erindi varðandi skólalóð Eskifjarðarskóla
Málsnúmer 2103163
Lagt fram erindi Páls Birgis Jónssonar, dagsett 18. mars 2021, varðandi aðbúnað á skólalóð Eskifjarðarskóla og aðstöðu til körfubolta iðkunar á lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið. Erindinu ásamt tillögu Íbúasamtaka Eskifjarðar að bættri körfuboltaaðstöðu á lóð Grunnskóla Eskifjarðar er vísað til skoðunar í fjárhagsáætlunargerð.