Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

287. fundur
26. apríl 2021 kl. 16:00 - 17:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Vorbæklingur 2021
Málsnúmer 2104036
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um vorbækling Fjarðabyggðar 2021, dagsett 21. apríl 2021. Lagt er til að vorbæklingurinn verði á rafrænu formi í anda umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar. Stefnt er að útgáfu vorbæklingsins 12. maí næstkomandi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna áfram að gerð vorbæklings í samræmi við umræðu á fundinum.
2.
Sauðfé í þéttbýli - úrræði
Málsnúmer 2103192
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 21. apríl 2021, um áætlaðan kostnað vegna uppsetningar aðhalda og mögulegar staðsetningar. Lagt er til að aðhald verði gert á Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir gerð aðhalda í samræmi við minnisblað.
3.
Garðaúrgangur
Málsnúmer 1609089
Lagt fram uppfært minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 7. desember 2020, um framtíðarsýn garðefnasvæða í Fjarðabyggð. Lagt er til að moltun garðaúrgangs verði ofan iðnaðar- og hafnarsvæðisins við Naustahvamm og við Kollaleiru fyrir Norðfjörð, Eskifjörð, Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð. Garðaúrgangur sem til fellur á Stöðvarfirði og á Breiðdalsvík verði nýttur á staðnum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirkomulag garðaefnasvæða í samræmi við minnisblað.

4.
Deiliskipulag Eskifjörður-Miðbær, breyting, Lambeyrarbraut, vistgata og ný lóð
Málsnúmer 2101072
Lagt fram erindi hluta íbúðaeiganda við Lambeyrarbraut á Eskifirði, dagsett 20. apríl 2021, þar sem þess er óskað að staðfestingu á breytingu deiliskipulags verði frestað þangað til búið er að kynna betur fyrirhugaðar breytingar í götunni.
Gert er ráð fyrir fundi með íbúum við Lambeyrarbraut og hönnuði í byrjun maí.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur móttekið erindið. Deiliskipulag mun ekki verða staðfest fyrr en eftir fund íbúa með hönnuði.
5.
730 Brekkugerði 1 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2104051
Lögð fram lóðarumsókn Patreks Trostans Stefánssonar, dagsett 12. apríl 2021, þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús á lóðinni við Brekkugerði 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
6.
740 Naustahvammur 67 - Umsókn um byggingarleyfi, byggja við löndunarhús
Málsnúmer 2104005
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Síldarvinnslunnar hf, dagsett 31. mars 2021, þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við núverandi löndunarhús á hafnarsvæði við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins við Naustahvamm 67-69 á Norðfirði. Viðbyggingin mun hýsa stækkun á núverandi vinnslu og vélbúnað henni tengdri.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
7.
755 Bólsvör 1 - Umsókn um byggingarleyfi, rífa hús
Málsnúmer 2104045
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar. dagsett 12. apríl 2021, þar sem sótt er um leyfi til að rífa húsnæði sjóðsins að Bólsvör 1 á Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
8.
740 Hafnarbraut 20 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2104072
Lögð fram umsókn Landsbankans hf, dagsett 15. apríl 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar bankans að Hafnarbraut 20 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1904072
Lögð fram til kynningar drög að skýrslu Verkfræðistofunnar Eflu um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð. Bæjarráð hefur samþykkt að vísa skýrslunni til kynningar í nefndum sveitarfélagsins sem aðkomu hafa að málinu.
10.
708.mál - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi)
Málsnúmer 2104078
Lagt fram til kynningar erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi)
11.
712.mál - Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana
Málsnúmer 2104080
Lagt fram til kynningar erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
12.
Verkefni sorpmiðstöðvar 2021
Málsnúmer 2104119
Lagt fram minnisblað sviðsstóra framkvæmdasviðs varðandi framkvæmdir við Hjallanes 8 á Reyðarfirði, dagsett 21. apríl 2021. Gert er ráð fyrir efniskaupum og uppsetningu á millilofti í einu sperrubili.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdir í samræmi við minnisblað.
13.
Alcoa Foundation, umhverfisverkefni 2021
Málsnúmer 2104047
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 23. apríl 2021, um styrkumsókn til umhverfisverkefnis í sjóð Alcoa Foundation.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna áfram með umsóknina og senda inn í sjóðinn. Nefndin samþykkir jafnframt að minnisblað og styrkumsókn umhverfisstjóra verði kynnt í menningar- og nýsköpunarnefnd áður en umsókn verður send.
14.
Skorrastaðir, kvörtun vegna fuglafælu
Málsnúmer 2104138
Lagðar fram kvartanir hluta íbúa Norðfjarðarsveitar og Hestamannafélagsins Blæs vegna hávaða og óþæginda sem notkun gasbyssu í landi Skorrastaða 1 veldur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að kanna þau úrræði sem hægt er að grípa til vegna ónæðisins sem fuglafælan veldur.
15.
Friðlýsing Gerpissvæðisins
Málsnúmer 2001205
Lögð fram til kynningar drög að auglýsingu um friðlýsingu Barðsnessvæðisins. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur í samræmi við náttúruverndaráætlun 2009-2013 og í kjölfar þriggja mánaða opins kynningarferils, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd ákveðið að friðlýsa hluta svæðisins milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar sem landslagsverndarsvæði í samræmi við 50. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Svæðið hefur hátt verndargildi sem byggir á mikilvægi þess sem búsvæði sjaldgæfra plöntutegunda, jarðminja, landslags, útivistargildis- og menningarsögu. Innan svæðisins eru einnig stór svæði sem bera einkenni óbyggðra víðerna.