Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

289. fundur
25. maí 2021 kl. 16:00 - 18:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Lögð fram til yfirferðar tillaga að greinagerð og uppdráttum vegna endurskoðunar aðalskipulags Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020 -2040. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2022
Málsnúmer 2104129
Lögð fram drög að minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar 2022, dagsett 21. maí 2021. Lögð fram framkvæmda- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar minnisblaði og framkvæmda- og viðhaldsáætlun til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun á næsta fundi nefndarinnar.
3.
730 Mánagata 23 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2104126
Lögð fram umsókn Ómars Inga Eggertssonar, dagsett 24. apríl 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans Mánagötu 23 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
4.
740 Hafnarbraut 4 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2104164
Lögð fram umsókn Nestaks ehf, dagsett 29. apríl 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins og annarra eiganda að Hafnarbraut 4 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
5.
740 Miðstræti 24 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2104161
Lögð fram umsókn BFN ehf, dagsett 28. apríl 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins að Miðstræti 24 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
6.
740 Urðarteigur 22 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1805031
Lögð fram umsókn Þorgríms S. Þorgrímssonar, dagsett 3. maí 2018, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans og annarra eiganda að Urðarteig 22 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
7.
740 Miðgarður 14 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2104155
Lögð fram umsókn Hafsteins Más Þórðarsonar dagsett 28. apríl 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Miðgarði 14 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
8.
740 Urðarteigur 8 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2105088
Lögð fram umsókn Ínu Dagbjartar Gísladóttur, dagsett 11. maí 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Urðarteig 8 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
740 Nesgata 29 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2105094
Lögð fram umsókn Bjarka Ingasonar, dagsett 12. maí 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Nesgötu 29 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
10.
740 Strandgata 6 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2104160
Lögð fram umsókn Árna Viðars Árnasonar, dagsett 28. apríl 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Strandgötu 6 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
11.
750 Skólavegur 58 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2104120
Lögð fram umsókn Ólafs Þórs Kjartanssonar, dagsett 21. apríl 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Skólavegi 58 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
12.
740 Naustavegur 8 - Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2105110
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Hjálmars Inga Einarssonar, dagsett 15. maí 2021 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir gám við Naustaveg 8 á Norðfirði. Sótt er um stöðuleyfi til 1. júní 2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
13.
735 Sigmundarhús - Umsókn um lóð undir spennistöð
Málsnúmer 2105116
Lagt fram bréf Eflu verkfræðistofu fh. Laxa Fiskeldi ehf, dagsett 14. maí 2021, þar sem óskað er eftir að Fjarðabyggð sæki um að stofnuð verði lóð undir spennistöð í landi Sigmundarhúsa. Fyrirhugað er að rafvæða með landtengingu sjókvíar fyrirtækisins úti fyrir ströndinni. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að Fjarðabyggð sæki um að lóð verði stofnuð. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
14.
760 Randversstaðir, Þorgrímsstaðir - Framkvæmdaleyfi, efnistaka
Málsnúmer 2104085
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Randversstaða og Þorgrímsstaða í Breiðdal dagsett 8. apríl 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.

15.
740 Naustahvammur 67 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging við fiskimjölsverksmiðju
Málsnúmer 2105112
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Síldarvinnslunnar hf. dagsett 14. maí 2021, þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins að Naustahvammi 67-69. Viðbygging er 2.106 m2 og 33.573 m3 og bætist við núverandi verksmiðjuhúss. Einnig er sótt um að reisa við viðbygginguna 4 m2 og 41 m háan reykháf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
16.
740 Hafnarbraut 20 - Umsókn byggingarleyfi, breytt notkun
Málsnúmer 2105039
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Gráfinns ehf, dagsett 5. maí 2021, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun húsnæðis fyrirtækisins að Hafnarbraut 20 á Norðfirði í farfuglaheimili.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
17.
Skýrsla Eflu vegna myglutjóns í Breiðablik
Málsnúmer 2105105
Lögð fram til kynningar frumdrög að skýrslu EFLU vegna myglutjóns í Breiðabliki, húsnæði sveitarfélagsins á Mýrargötu 18 á Norðfirði og kostnaðarmats framkvæmdasviðs vegna viðgerðar á húsnæðinu. Bæjarráð vísaði erindinu til eigna- og skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar og úrvinnslu framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur niðurstöðum Eflu alvarlega. Þegar hefur verið brugðist við með rýmingu íbúðar og vinna við nauðsynlegar úrbætur hafnar. Jafnframt felur nefndin framkvæmdasviði að vinna áfram að framkvæmda- og kostnaðaráætlun, ásamt forgangsröðun vegna endurbóta í Breiðabliki. Fundað verður með íbúum í Breiðabliki um leið og frekari niðurstöður liggja fyrir ásamt aðgerðaráætlun.
18.
Óskað er umsagna hagaðila. Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar
Málsnúmer 2105048
Lagt fram til kynningar erindi Landgræðslunnar, fyrir hönd verkefnisstjórnar landgræðsluáætlunar, þar sem óskað er eftir umsögnum um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar.
19.
Fjárréttir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808042
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 4. apríl 2021, um forgangsröðun verkefna vegna viðhalds fjárrétta í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur í minnisblaði sem rúmast innan fjárhagsramma málaflokksins.
20.
Bonn-áskorunin
Málsnúmer 2105141
Lagt fram beiðni frá Skógræktinni er varðar kall til sveitarfélaga að taka þátt í Bonn-áskoruninni. Verkefnið gengur út á að auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur kalli Skógræktarinnar og samþykkir þátttöku í verkefninu.
21.
Landsáætlun í skógrækt, kynning á drögum að umhverfismati áætlunarinnar
Málsnúmer 2105093
Lögð fram til umsagnar drög Skógræktarinnar að landsáætlun í skógrækt 2021-2025.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að veita drögunum umsögn í samræmi við framlagt minnisblað hennar.
22.
Vöktunarverkefni GroLind
Málsnúmer 2105138
Lagt fram beiðni Landgræðslunnar um þátttöku í verkefni GróLindar er kallast "þeir vakta sem nýta".
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þátttöku í verkefninu og felur umhverfisstjóra koma því til framkvæmdar.