Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

290. fundur
7. júní 2021 kl. 16:00 - 17:10
Í fjarfundi
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2022
Málsnúmer 2104129
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlanir sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir fjárhagsáætlanirnar fyrir árið 2022. Nefndin samþykkir áætlanir fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.
2.
730 Mánagata 12 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2105170
Lögð fram umsókn Ingva Rafns Guðmundssonar, dagsett 26. maí 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Mánagötu 12 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
3.
740 Starmýri 21-23 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2105099
Lögð fram umsókn Þóreyjar þormar, dagsett 13. maí 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Starmýri 21-23 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
4.
740 Þiljuvellir 12 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2106007
Lögð fram umsókn Elvars Inga Þorsteinssonar, dagsett 30. maí 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Þiljuvöllum 12 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
5.
740 Hlíðargata 33 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2106008
Lögð fram umsókn Björgvins Hrannars Björgvinssonar, dagsett 31. maí 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Hlíðargötu 33 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
6.
740 Nesgata 25 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2106006
Lögð fram umsókn Oddnýar Lindu Björnsdóttur, dagsett 29. maí 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Nesgötu 25 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
7.
740 Breiðablik 4 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2105178
Lögð fram umsókn Eysteins Þórs Kristinssonar, dagsett 27. maí 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Breiðabliki 4 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
8.
760 Sólbakki 9 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2106031
Lögð fram umsókn Davíðs Skúlasonar, dagsett 4. júní 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Sólbakka 9 á Breiðdalsvík. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
735 Lambeyrarbraut - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2011049
Lögð fram lóðarumsókn Maríu Bjarkar Ríkharðsdóttur, dagsett 5. nóvember 2020, þar sem sótt er um lóðina við Lambeyrarbraut 1a á Eskifirði undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
10.
750 - Hafnargata 32 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging
Málsnúmer 2106018
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Loðnuvinnslunnar hf. dagsett 2. júní 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 147,5 m2 og 652,7 m3 viðbyggingu í kverk austan frystitækjasalar og norðan við núverandi pökkunnarsal og starfsmannaaðstöðu í húsnæði fyrirtækisins að Hafnargötu 32 á Fáskrúðsfirði. Bæta á við eimsvala norðan við vélasal til að minnka hávaða og lækka hljóðstig frá núverandi kælibúnaði til að uppfylla viðmiðunar mörk fyrir hávaða frá atvinnustarfsemi í samræmi reglugerð um hávaða nr. 724/2008.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Búðavegar 18 og 24 og Skólavegar 49, 51, 53, 55 og 57.
11.
740 Framkvæmdaleyfi - Lagfæring frá Viðfirði út að Barðsnesi
Málsnúmer 2005141
Lögð fram beiðni landeigenda að Barðsnesi um framkvæmdaleyfi til lagfæringar gamals vegslóða frá Stuðlum út að Barðsnesbænum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsókn landeigenda þar sem tiltekið er að lagfæra vegslóðan með tilliti til verndunargildis svæðisins.
12.
760 Framkvæmdaleyfi, lagning þriggjafasa rafmagnsstrengs í Breiðdal
Málsnúmer 2106015
Lögð fram beiðni RARIK, dags. 1. júní 2021, um framkvæmdaleyfi til lagningar þrífasa strengs frá Ormsstöðum í Ásunnarstaði auk suðurbyggðar í Breiðdal.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðni RARIK.
13.
760 - Efnistaka við Breiðdalsá - Framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2106019
Lögð fram beiðni Vegagerðarinnar, dags. 2. júní 2021, um framkvæmdaleyfi vegna 2.000 m3 efnistöku á áreyrum neðan við Eyjar. Taka á efnið í um 1,0 til 1,5 m þykku lági á um 1.750- 2.000 m2 svæði við Breiðdalsá.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðni Vegagerðarinnar að fengnu leyfi Fiskistofu.

14.
Breyting á jarðalögum 2021 - umburðarbréf ráðuneytis
Málsnúmer 2106001
Lagt fram til kynningar bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis þar sem gerð er grein fyrir helstu breytingum á jarðalögum sem taka gildi 1.júlí 2021.