Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
291. fundur
21. júní 2021
kl.
16:00
-
17:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Kristjana Guðmundsdóttir
varamaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
735 Marbakki 7 - Beiðni um stækkun lóðar
Lögð fram umsókn Eskju hf, dagsett 10. júní 2021, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar fyrirtækisins að Marbakka 7 á Eskifirði vegna fyrirhugaðrar stækkunar löndunarhúss. Samþykki hafnarstjórnar vegna stækkunar lóðarinnar liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun lóðarinnar fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Jafnframt er samþykkt að fara með breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breyting hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda og höfnina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun lóðarinnar fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Jafnframt er samþykkt að fara með breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breyting hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda og höfnina.
2.
740 Fólkvangur - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 18. júní 2021, þar sem sótt er um lóð undir salernishús á áningarstaðnum við Fólkvang Neskaupstaðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
3.
740 smábátahöfn - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 17. júní 2021, þar sem sótt er um lóð undir aðstöðuhús við smábátahöfnina á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Jafnframt er samþykkt að fara með breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breyting hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Jafnframt er samþykkt að fara með breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breyting hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda.
4.
730 Hjallaleira 17 og 19 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Sigmundar Sigmundssonar, dagsett 16. júní 2021, þar sem sótt er um lóðirnar við Hjallaleiru 17 og 19 á Reyðarfirði undir atvinnuhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni við Hjallaleiru 19 en getur ekki samþykkt úthlutun lóðarinnar við Hjallaleiru 17 þar sem hún er í notkun sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni við Hjallaleiru 19 en getur ekki samþykkt úthlutun lóðarinnar við Hjallaleiru 17 þar sem hún er í notkun sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
5.
730 Melbrún 4 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Kristins Beck. dagsett 14. júní 2021, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 206,1 m2 og 755 m3 einbýlishús á lóð hans að Melbrún 4 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
6.
Þiljuvellir 13 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging og breytt notkun
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar. dagsett 11. júní 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 68,9 m2 og 225,3 m3 viðbyggingu við húsnæði sveitarfélagsins að Þiljuvöllum 13 á Norðfirði, jafnframt er sótt um að breyta notkun hússins úr íbúðum í safnastarfsemi fyrir skjalasafn Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Þiljuvalla 11, 12 og 14 og Miðstrætis 8a og 10.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Þiljuvalla 11, 12 og 14 og Miðstrætis 8a og 10.
7.
750 Hafnargata 39 - Umsókn um byggingarleyfi, þjónustumiðstöð
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar. dagsett 18. mars 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 304,8 m2 og 1.468,5 m3 þjónustumiðstöð á lóð Hafnarsjóðs að Hafnargötu 39 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Hafnargötu 41 og 42.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Hafnargötu 41 og 42.
8.
735 - Marbakki 7 Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging við löndurnarhús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eskju hf. dagsett 16. júní 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 312,9 m2 og 2.831,3 m3 viðbyggingu við löndunarhús fyrirtækisins að Marbakka 7 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina að fenginni staðfestingu bæjarráðs vegna stækkunar lóðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina að fenginni staðfestingu bæjarráðs vegna stækkunar lóðar.
9.
740 Bakkavegur við Fólkvang Nes. - Umsókn um byggingarleyfi, þjónustuhús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar. dagsett 18. júní 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 9,8 m2 og 27,4 m3 salernishús á áningarstaðnum við Fólkvang Neskaupstaðar
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina að fenginni staðfestingu bæjarráðs á lóðarumsókn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina að fenginni staðfestingu bæjarráðs á lóðarumsókn.
10.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Lögð fram tillaga Batteríins Arkitekta af viðbyggingu við leikskólann Dalborg.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á framlagðar tillögu sem unnin var í samráði við stjórnendur Dalborgar og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að láta ljúka endanlegri hönnun og hefja undirbúning útboðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á framlagðar tillögu sem unnin var í samráði við stjórnendur Dalborgar og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að láta ljúka endanlegri hönnun og hefja undirbúning útboðs.
11.
Opin leiksvæði í Fjarðabyggð
Lögð fram tillaga sviðsstjóra framkvæmdasviðs að færslu leiksvæðis við Hamarsgötu á svæðið við Skólaveg 32, dagsett 16. júní 2021. Jafnframt er lögð fram drög að skipulagi Fjölskyldugarðsins á Fáskrúðsfirði unnin af Teiknistofu AKS í samráði við áhugahóp um svæðið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu framkvæmdasviðs um færslu leiksvæðis ásamt drögum að skipulagi Fjölskyldugarðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu framkvæmdasviðs um færslu leiksvæðis ásamt drögum að skipulagi Fjölskyldugarðs.
12.
750 Fáskrúðsfjörður - Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnislosunarsvæði
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar þar sem sótt er um leyfi til efnislosunar og landmótunar á nokkrum stöðum í og við þéttbýlið á Fáskrúðsfirði. Fyrirhugað er að losa og nýta efni sem til fellur í framkvæmdina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnislosunarsvæðin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnislosunarsvæðin.
13.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2022
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar aðgerðaáætlun um þróun og uppbyggingu safna ásamt niðurstöðu starfshóps um uppbyggingu tjaldsvæða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til vinnslu í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til vinnslu í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2022.
14.
Tilraunaverkefni í moltugerð
Lagt fram erindi Rögnu Dagbjartar Davíðsdóttur, Elfu Bjarkar Sævarsdóttur og Guðmundar Andréssonar er varðar tilrauna verkefni í moltugerð, dagsett 19. maí 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar áhugavert erindi en getur því miður ekki tekið þátt að svo stöddu þar sem nýlega er búið að semja um vinnslu alls lífræns úrgangs sem sveitarfélagið tekur á móti.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar áhugavert erindi en getur því miður ekki tekið þátt að svo stöddu þar sem nýlega er búið að semja um vinnslu alls lífræns úrgangs sem sveitarfélagið tekur á móti.
15.
Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2021-2030
Lögð fram til kynningar Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2021-2030 sem er nú komin í opið umsagnarferli.
Helsta breyting sem orðið hefur á áætluninni frá síðasta ári er að núna hefur bæst við 10 ára áætlun um styrkingu meginflutningskerfisins á Vestfjörðum. Með því er komið á 10 ára áætlun um þróun meginflutningskerfisins, fyrsti hluti nýrrar kynslóðar byggðalínu, sem innifelur samfellda 220 kV tengingu frá Suðurnesjum að Austurlandi ásamt styrkingu á meginflutningskerfinu á Vestfjörðum.
Helsta breyting sem orðið hefur á áætluninni frá síðasta ári er að núna hefur bæst við 10 ára áætlun um styrkingu meginflutningskerfisins á Vestfjörðum. Með því er komið á 10 ára áætlun um þróun meginflutningskerfisins, fyrsti hluti nýrrar kynslóðar byggðalínu, sem innifelur samfellda 220 kV tengingu frá Suðurnesjum að Austurlandi ásamt styrkingu á meginflutningskerfinu á Vestfjörðum.
16.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2021
Lögð fram til kynningar fundargerð 162. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 2. júní 2021.