Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
292. fundur
22. júlí 2021
kl.
12:00
-
13:00
í fjarfundi
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir
varamaður
Magnús Karl Ásmundsson
varamaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
740 Hafnarbraut 34-48 - Umsókn um lóð - Fjölbýli með 6 - 9 íbúðum á 2-3 hæðum
Lögð fram lóðarumsókn Önnu Margrétar Sigurðardóttur, dagsett 23. júní 2021, þar sem sótt er um lóð undir 6-9 íbúða fjölbýlishús á 2-3 hæðum á svæðinu milli Hafnarbrautar 34 og 48 á Norðfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvið að fara yfir málið og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvið að fara yfir málið og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
740 Blómsturvellir 29-31 - Umsókn um lóð - Parhús eða þriggja íbúða raðhús
Lögð fram lóðarumsókn Önnu Margrétar Sigurðardóttur, dagsett 23. júní 2021, þar sem sótt er um lóð undir par eða raðhús á lóðunum við Blómsturvelli 29-31 á Norðfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
3.
730 Hjallaleira 17 og 19 - Umsókn um lóð
Lögð fram að nýju lóðarumsókn Sigmars Sigmundssonar, dagsett 16. júní 2021, þar sem sótt er um lóðirnar við Hjallaleiru 17 og 19 á Reyðarfirði undir atvinnuhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni við Hjallaleiru 19 en nefndin gat hins vegar ekki samþykkt úthlutun lóðarinnar við Hjallaleiru 17 þar sem hún er í notkun sveitarfélagsins. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur með tölvupóstsamskiptum á milli funda, samþykkt að endurskoða þessa afstöðu og heimila einnig úthlutun á lóðinni að Hjallaleiru 17. Bæjarráð hefur staðfest úthlutun á lóðunum að Hjallaleiru 17 og 19 og jafnframt samþykkt að sú starfsemi sem verið hefur á lóðinni að Hjallaleiru 17 á vegum sveitarfélagsins verði fundinn annar staður og að báðum lóðunum verði úthlutað til umsækjanda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni við Hjallaleiru 19 en nefndin gat hins vegar ekki samþykkt úthlutun lóðarinnar við Hjallaleiru 17 þar sem hún er í notkun sveitarfélagsins. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur með tölvupóstsamskiptum á milli funda, samþykkt að endurskoða þessa afstöðu og heimila einnig úthlutun á lóðinni að Hjallaleiru 17. Bæjarráð hefur staðfest úthlutun á lóðunum að Hjallaleiru 17 og 19 og jafnframt samþykkt að sú starfsemi sem verið hefur á lóðinni að Hjallaleiru 17 á vegum sveitarfélagsins verði fundinn annar staður og að báðum lóðunum verði úthlutað til umsækjanda.
4.
Þiljuvellir 13 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging og breytt notkun
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar. dagsett 11. júní 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 68,9 m2 og 208,1 m3 viðbyggingu við húsnæði sveitarfélagsins að Þiljuvöllum 13 á Norðfirði, jafnframt er sótt um að breyta notkun hússins úr íbúðum í safnastarfsemi fyrir skjalasafn Fjarðabyggðar. Lagt fram bréf með samþykki Minjastofnunar Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga á húsinu, dagsett 28. maí 2021. Lögð fram athugasemd íbúa Þiljuvalla 14, dagsett 9. júlí 2021. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 20. júlí 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemdir séu ekki þess eðlis að hafna beri umsókn og samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemdir séu ekki þess eðlis að hafna beri umsókn og samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
5.
750 Hafnargata 39 - Umsókn um byggingarleyfi, þjónustumiðstöð
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar. dagsett 18. mars 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 304,8 m2 og 1.468,5 m3 þjónustumiðstöð á lóð Hafnarsjóðs að Hafnargötu 39 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram athugasemd eiganda Hafnargötu 42, dagsett 5. júlí 2021. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 20. júlí 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemdir séu ekki þess eðlis að hafna beri umsókn og samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemdir séu ekki þess eðlis að hafna beri umsókn og samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
6.
750 Hafnargata 32 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Loðnuvinnslunnar hf. dagsett 2. júní 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 147,5 m2 og 652,7 m3 viðbyggingu í kverk austan frystitækjasalar og norðan við núverandi pökkunnarsal og starfsmannaaðstöðu í húsnæði fyrirtækisins að Hafnargötu 32 á Fáskrúðsfirði. Bæta á við eimsvala norðan við vélasal til að minnka hávaða og lækka hljóðstig frá núverandi kælibúnaði til að uppfylla viðmiðunar mörk fyrir hávaða frá atvinnustarfsemi í samræmi reglugerð um hávaða nr. 724/2008. Lögð fram athugasemd eiganda Búðavegar 24. dagsett 4. júlí 2021. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 20. júlí 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir jafnframt að hljóðvist við Búðaveg 24 verði mæld þegar framkvæmdum er lokið og búnaður kominn í fulla virkni til að sannreyna útreikninga um að hljóðstig sé innan tilskilinna marka.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir jafnframt að hljóðvist við Búðaveg 24 verði mæld þegar framkvæmdum er lokið og búnaður kominn í fulla virkni til að sannreyna útreikninga um að hljóðstig sé innan tilskilinna marka.
7.
Stekkholt 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram ný byggingarleyfisumsókn Vilbergs Marinós Jónassonar, dagsett 15. júlí 2021, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 192,2 m2 og 654,9 m3 einbýlishús á lóð hans við Stekkholt 9 á Fáskrúðsfirði. Fallið hefur verið frá fyrri byggingaráformum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
8.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dagsett 7. júlí 2021, þar sem óskað er eftir staðfestingu Fjarðabyggðar á að Vegagerðin hafi heimild til að ráðast í framkvæmdir við sjóvarnagarða á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði sem útfærðir hafa verið í samráði við sveitarfélagið og gengið verði úr skugga um að þær samrýmist skipulagi. Samþykki hafnarstjórnar og bæjarráðs liggur fyrir.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
9.
755 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna grjótnáms úr malarnámu í landi Hvalness í Stöðvarfirði
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 20. júlí 2022, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka um 5000 m3 af grjóti úr námu sveitarfélagsins í Hvalnesi við Stöðvarfjörð. Efnið á að nota í grjótvarnir á Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
10.
750 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna grjótnáms úr námu í landi Kappeyrar í Fáskrúðsfirði
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 20. júlí 2022, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka um 2000 m3 af grjóti úr námu í kappeyri við Fáskrúðsfjörð. Efnið á að nota í grjótvarnir á Fáskrúðsfirði.
Eigan-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigan-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
11.
760 - Beiðni um framkvæmdaleyfi, lóð undir tjaldsvæði
Lögð fram beiðni framkvæmdasviðs um framkvæmdaleyfi vegna gerðar fyllingar undir tjaldsvæði á Breiðdalsvík. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur með tölvupóstsamskiptum á milli funda, samþykkt umsóknina. Bæjarráð hefur staðfest beiðnina.
12.
Krafa um skaðabætur vegna fasteignanna að Mánagötu 3 og 7 Reyðarfirði
Lög fram til kynningar krafa um skaðabætur vegna fasteignanna að Mánagötu 3 og 7 Reyðarfirði vegna byggingarleyfis Mánagötu 5 ásamt svarbréfi Fjarðabyggðar.
13.
Kæra vegna afgreiðslu eigna-, skipulags og umhverfisnefndar
Lögð fram til kynningar beiðni Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um gögn vegna stjórnsýslukæru þar sem kærð er ákvörðun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar varðandi breytingu á deiliskipulaginu Eskifjörður-Miðbær.
14.
7.000 tonna framleiðsla á laxi í Stöðvarfirði á vegum Fiskeldis Austfjarða hf. - beiðni um umsögn
Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar vegna sjókvíaeldis Fiskeldis Austfjarða hf. í Stöðvarfirði. Framleiðsla á 7.000 tonnum af laxi á ári.
15.
Þynningarsvæði
Lögð fram samantekt Umhverfisstofnunar er varðar forsendur niðurfellingar þynnigarsvæða. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um samantektina. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs er falið að vera í sambandi við Umhverfisstofnun í tengslum um málið.
16.
Fyrirspurn vegna Strandgötu 58, Eskifirði. Svanssjóhús.
Lagt fram ódagsett bréf Hlyns Halldórssonar fh. umbjóðanda varðandi Strandgötu 58 á Eskifirði og mögulega breytta notkun hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að svara bréfritara.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að svara bréfritara.