Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

293. fundur
13. ágúst 2021 kl. 14:00 - 14:45
í fjarfundi
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
735 Lambeyrarabraut 6 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2107057
Lögð fram umsókn Vilborgar Ölversdóttur, dagsett 16. júlí 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Lambeyrarbraut 6 á Eskifirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
2.
735 Hlíðarendavegur 35 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2108008
Lögð fram umsókn Bjarna Freys Guðmundssonar, dagsett 3. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Hlíðarendavegi 10 á Eskifirði. Afmörkun lóðar er í samræmi við deiliskipulag.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
3.
740 Þórhólsgata 1a - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2107065
Lögð fram umsókn Jerzy Stanislaw Jagielski, dagsett 19. júlí 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Þórhólsgötu 1a á Norðfirði. Afmörkun lóðar er í samræmi við deiliskipulag.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
4.
750 Skólavegur 92 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2107002
Lögð fram umsókn Fasteignafélagsins Orku ehf, dagsett 19. júlí 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar einkahlutafélagsins að Skólavegi 92 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
5.
730 Búðarmelur 9a-b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2108014
Lögð fram lóðarumsókn Kolbeins Guðnasonar, dagsett 3. ágúst 2021, þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 9a-b á Reyðarfirði undir parhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
6.
730 Búðarmelur 7a-b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2108015
Lögð fram lóðarumsókn Kolbeins Guðnasonar, dagsett 3. ágúst 2021, þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 7a-b á Reyðarfirði undir parhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
7.
730 Litlagerði 2, 4 og 6 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2107095
Lögð fram lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 27. júlí 2021, þar sem sótt er um lóðirnar við Litlagerði 2, 4 og 6 á Reyðarfirði undir 6 til 8 íbúða raðhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu lóðarumsóknar. Nefndin samþykkir að gera óverulega breytingu á deiliskipulaginu Bakkagerði 1 svo gera megi ráð fyrir sameiningu lóðanna og byggingar raðhúss. Breyting deiliskipulags verði grenndarkynnt lóðarhafa Litlagerðis 7-9.
8.
735 Miðdalur 17-19 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2107097
Lögð fram lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 27. júlí 2021, þar sem sótt er um lóðirnar við Miðdal 17-19 og Ystadal 6-8 á Eskifirði undir 9 íbúða raðhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu lóðarumsóknar. Nefndin samþykkir að gera óverulega breytingu á deiliskipulaginu Dalur 2 svo gera megi ráð fyrir sameiningu lóðanna og byggingar raðhúss. Breyting deiliskipulags verði grenndarkynnt íbúum Árdals 1, 3, 5, 7, 9 og 11, Ystadals 4 og Miðdals 15.
9.
730 - Litlagerði 7-9 - Umsókn um byggingarleyfi, parhús
Málsnúmer 2107072
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eyþórs Dan Sigurðssonar, dagsett 22. júlí 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 360,4 m2 og 1.344,2 m3 parhús á lóð hans að Litlagerði 7-9 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
10.
740 - Naustavegur 19 - Byggingarleyfi, salernishús
Málsnúmer 2108017
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 4. ágúst 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 9,8 m2 og 29,2 m3 salernishús á lóð hafnarinnar við Naustaveg 19 við smábátahöfnina á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
11.
740 - Blómsturvellir 41 - Umsókn byggingarleyfi, einbýlishús
Málsnúmer 2107090
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ólafar Þorgeirsdóttur, dagsett 26. júlí 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 232,9 m2 og 762,1 m3 einbýlishús á lóð hennar að Blómsturvöllum 41 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Blómsturvalla 36, 38, 39, 42, og 43.
12.
7.000 tonna framleiðsla á laxi í Stöðvarfirði á vegum Fiskeldis Austfjarða hf. - beiðni um umsögn
Málsnúmer 2006135
Lögð fram beiðni Matvælastofnunar, dagsett 5. ágúst 2021, um umsögn vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarða ehf á 7.000 tonna eldi í sjókvíum í Stöðvarfirði í samræmi við 7. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi. Matvælastofnun hefur til meðferðar umsókn um rekstrarleyfi frá Fiskeldi Austfjarða ehf. vegna 7.000 tonna hámarkslífmassa á ófrjóum laxi í sjókvíum í Stöðvarfirði. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir kynslóðaskiptu sjókvíeldi í Stöðvarfirði. Verði af leyfisútgáfu rúmast hámarkslífmassi leyfis innan bæði burðarþolsmats og áhættumats Hafrannsóknarstofnunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra að gera umsögn Fjarðabyggðar.
13.
740 Egilsbraut 6 - Umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 2108032
Lögð fram umsókn Eimskip Íslands ehf, dagsett 9. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar fyrirtækisins að Egilsbraut 6 á Norðfirði til samræmis við lóð nyrðri hluta hússins eða um 800 m2. Samþykki hafnarstjórnar vegna stækkunar lóðarinnar liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stækkun lóðarinnar. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Viðhengi
1099.pdf
14.
Deiliskipulag, Eskifjörður-Útkaupstaður
Málsnúmer 2009211
Farið yfir vinnu deiliskipulagsgerðar. Beðið er hönnunar ofanflóðavarna í Grjóta og verður vinnu við deiliskipulagið haldið áfram þegar hún liggur fyrir.