Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

294. fundur
23. ágúst 2021 kl. 16:00 - 17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Sindri Már Smárason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Friðlýsing Gerpissvæðisins - Barðsnes
Málsnúmer 2001205
Lögð fram tillaga að uppfærðum friðlýsingarskilmálum Barðsnessvæðisins samkvæmt umsögnum sem bárust á auglýsingartíma.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir friðlýsingarskilmálana fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
2.
Skilavegir - Ástandsmat
Málsnúmer 2108085
Lögð fram til kynningar skýrsla Eflu Verkfræðistofu um skilavegi og ástandsmat þeirra, dagsett 26. júní 2021. Vegagerðin og sveitarfélög stofnuðu vinnuhóp í maí 2020 með það hlutverk að skilgreina hvað teldist viðunandi ástand skilavega, leggja síðan mat á ástand hvers skilavegar og mögulega meta hvað þyrfti til að koma viðkomandi vegi í viðunandi ástand og kostnað við það. EFLA var ráðgjafi vinnuhópsins.
3.
Göngu- og hjólastígur á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar
Málsnúmer 2108093
Lagt fram erindi sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett 20. ágúst 2021, þar sem kynnt er áætlun um göngu- og hjólastíg milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna kostnaðaráætlun og tillögur að leiðarvali og leggja fyrir nefndina.
4.
Göngubrú og hraðahindranir á Stöðvarfirði
Málsnúmer 2108094
Lagt fram erindi stjórnar Íbúasamtaka Stöðvarfjarðar þar sem óskað er eftir því að sett verði hraðahindrun á svæðinu við Skólabraut 14 og að hámarkshraði verði lækkaður niður í 30km/klst hraða á þeirri götu. Einnig er óskað eftir því að sett verði hraðahindrun fyrir ofan gatnamótin Túngata/Hólaland/Skólabraut og að sett verði göngubrú fyrir ofan akstursbrúna á Einarsstaðará með tilheyrandi gangstéttum/stígum og gangbraut á móts við grunnskólann.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar frekari útfærslu og kostnaðargreiningu til sviðsstjóra framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs.
5.
Framtíðarlausn til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar
Málsnúmer 2108095
Kynntur kynningarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga og stýrihóps um hátæknibrennslu úrgangs sem haldinn verður á Teams. Unnið er að því að innleiða hringrásarhagkerfi á Íslandi og að ná settum markmiðum um aukna endurvinnslu.
6.
730 Búðarmelur 27 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2108068
Lögð fram lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 17. ágúst 2021, þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 27 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
7.
730 Búðarmelur 29 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2108067
Lögð fram lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 17. ágúst 2021, þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 29 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
8.
730 Búðarmelur 31 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2108066
Lögð fram lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 17. ágúst 2021, þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 31 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
9.
735 Strandgata 98b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2101035
Lögð fram beiðni Péturs Karls Kristinssonar, dagsett 20. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir heimild til að flytja Friðþjófshús á Eskifirði sem nú stendur á lóðinni við Strandgötu 88 innan lóðarinnar þar til hægt er að koma því fyrir á endanlegum stað. Lóðarumsókn vegna færslu hússins á lóðina við Strandgötu 98b liggur fyrir og bíður afgreiðslu vegna endurskoðunar deiliskipulags. Samþykki lóðarhafa Strandgötu 88 og nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir færslu hússins innan lóðarinnar.
10.
735 Strandgata 40 - Umsókn um byggingarleyfi, niðurrif
Málsnúmer 2108049
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eskju hf, dagsett 12. ágúst 2021, þar sem sótt er um leyfi til að rífa húsnæði fyrirtækisins að Strandgötu 40 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.

11.
735 Strandgata 42 - Umsókn um byggingarleyfi, niðurrif
Málsnúmer 2108048
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eskju hf, dagsett 12. ágúst 2021, þar sem sótt er um leyfi til að rífa húsnæði fyrirtækisins að Strandgötu 42 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
12.
Landbúnaðarnefnd - 28
Málsnúmer 2108004F
Samþykkt