Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
295. fundur
6. september 2021
kl.
16:00
-
18:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Kristjana Guðmundsdóttir
varamaður
Sindri Már Smárason
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Flúormælingar í Reyðarfirði 2021
Fulltrúar Alcoa Fjarðaáls koma á fund eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og skýra frá niðurstöðum flúormælinga fyrirtækisins og viðbrögðum við þeim.
2.
Alcoa Foundation, umhverfisverkefni 2021
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 27. ágúst 2021, er varðar samþykkta styrkumsókn Fjarðabyggðar í sjóð Alcoa Foundation vegna umhverfisverkefna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir verkefnaáætlun í minnisblaði umhverfisstjóra og felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram með verkefnin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir verkefnaáætlun í minnisblaði umhverfisstjóra og felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram með verkefnin.
3.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjb. 2020-2040 - innleiðing
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 25. ágúst 2021, vegna innleiðingar umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar 2020-2040. Í minnisblaði er farið yfir innleiðingu stefnunnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á framkomnar tillögur að innleiðingu stefnunnar. Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á framkomnar tillögur að innleiðingu stefnunnar. Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar.
4.
Fjárréttir í Fjarðabyggð
Lagt fram innra vinnuskjal umhverfisstjóra, dagsett 31. ágúst 2021, er varðar viðhald fjárrétta í Fjarðabyggð og utansveitarfé.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði ásamt bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði ásamt bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
5.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Kynntar breytingar á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Fjarðabyggðar í framhaldi af athugunun Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir breytingar á tillögunni eftir athugun Skipulagsstofnunar og staðfestir þær. Nefndin samþykkir jafnframt, fyrir sitt leyti, að gera ráð fyrir stækkun reits I-500 á Stöðvarfirði. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir breytingar á tillögunni eftir athugun Skipulagsstofnunar og staðfestir þær. Nefndin samþykkir jafnframt, fyrir sitt leyti, að gera ráð fyrir stækkun reits I-500 á Stöðvarfirði. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
6.
740 Þiljuvellir 21 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Vilborgar Stefánsdóttur, dagsett 13. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Þiljuvöllum 21 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
7.
740 Kirkjubólseyri 14 - Umsókn um lóð, hesthús
Lögð fram lóðarumsókn Margrétar Lindu Erlingsdóttur, dagsett 25. ágúst 2021, þar sem sótt er um lóð undir hesthús á Kirkjubólseyri 14 í Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
8.
740 Egilsbraut 21 - Umsókn um byggingarleyfi breyta skráningu húss
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Síldarvinnslunnar hf, dagsett 18. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir að skráðri notkun húss fyrirtækisins að Egilsbraut 21 á Norðfirði verði breytt úr gistiheimili í starfsmannabústað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytta notkun hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytta notkun hússins.
9.
740 Mýrargata 10 - Umsókn um byggingarleyfi, breytt innra skipulag
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ríkiseigna, dagsett 19. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir að heimild til að breyta innra skipulagi í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands að Mýrargötu 10 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
10.
Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 3. september 2021, þar sem farið er yfir stöðu geymslusvæða fyrir gáma í sveitarfélaginu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að hluti lóðarinnar við Hjallaleiru 21 verði nýttur undir geymslu á gámum og lausafjármunum. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að hluti lóðarinnar við Hjallaleiru 21 verði nýttur undir geymslu á gámum og lausafjármunum. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
11.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Bæjarstjóri kynnti málefni tengd viljayfirlýsingu Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og CIP um þróun græns orkugarðs í Reyðarfirði.
12.
730 Hagar - Umsókn um stöðuleyfi, vinnubúðir
Lagt fram erindi Eiðs Ævarssonar fh. óstofnaðs félags þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir afgang af vinnubúðunum sem standa á Haga. Sótt er um að þær vinnubúðir sem eftir standa verði allar færðar saman á um hálfs hektara svæði þar sem þær verða gerðar klárar til flutnings. Reiknað er með að flutningi af svæðinu verði lokið 1. október 2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að útgáfu stöðuleyfis til handa umsækjanda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að útgáfu stöðuleyfis til handa umsækjanda.
13.
Umsókn um framkvæmdaleyfi í Stuðlaá - rofavörn við jarðstreng Stuðlalínu 1
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Landsnets þar sem óskað er eftir heimild til að grjótverja lagnaleið Stuðlalínu 1 í árfarvegi Stuðlaár í Reyðarfirði.
Eigan-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigan-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.