Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
297. fundur
4. október 2021
kl.
16:00
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2022
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlanir sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar fara yfir fjárhagsáætlanirnar fyrir árið 2022.
Í samræmi við umfjöllun á 290. fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar þar sem framkvæmdaverkefni 2022 voru rædd leggur nefndin áherslu á að fá niðurstöðu frá Mannvit, sem verið er að vinna, um hvaða leiðir séu færar til að einangra Fjarðabyggðarhöllina miðað við burðarvirki hennar. Niðurstöður þurfa að liggja fyrir á næsta fundi til að hægt sé að koma framkvæmdinni fyrir í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að byggja upp körfuboltaaðstöðu við Eskifjarðaskóla m.t.t. tveggja karfa að öðru leyti vísar nefndin til gildandi deiliskiplags. Nefndin samþykkir þátttöku i uppbyggingu lóðar við gamla barnaskólann á Eskifirði samkv. samningi þegar öll gögn liggja fyrir og nefndin hefur tekið málið til umfjöllunar.
Nefndin samþykkir aðrar áætlanir fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar fara yfir fjárhagsáætlanirnar fyrir árið 2022.
Í samræmi við umfjöllun á 290. fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar þar sem framkvæmdaverkefni 2022 voru rædd leggur nefndin áherslu á að fá niðurstöðu frá Mannvit, sem verið er að vinna, um hvaða leiðir séu færar til að einangra Fjarðabyggðarhöllina miðað við burðarvirki hennar. Niðurstöður þurfa að liggja fyrir á næsta fundi til að hægt sé að koma framkvæmdinni fyrir í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að byggja upp körfuboltaaðstöðu við Eskifjarðaskóla m.t.t. tveggja karfa að öðru leyti vísar nefndin til gildandi deiliskiplags. Nefndin samþykkir þátttöku i uppbyggingu lóðar við gamla barnaskólann á Eskifirði samkv. samningi þegar öll gögn liggja fyrir og nefndin hefur tekið málið til umfjöllunar.
Nefndin samþykkir aðrar áætlanir fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.
2.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2022
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 17. september 2021, er varðar tillögur að breytingu á gjaldskrá hunda- og kattaleyfisgjalda í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingar í samræmi við minnisblað. Jafnframt samþykkir nefndin, fyrir sitt leyti, að hluti gjaldskrá hunda- og kattahalds vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingar í samræmi við minnisblað. Jafnframt samþykkir nefndin, fyrir sitt leyti, að hluti gjaldskrá hunda- og kattahalds vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá vatnsveitu vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Öðrum tillögum að breytingu er vísað til bæjarstjóra og fjármálastjóra til frekari skoðunar. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
6.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá gatnagerðargjalda vegna 2022, hækki um 5,9 % 1.janúar 2022. Hækkun er í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu pr. fermetra vísitöluhúss fjölbýlis. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
7.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fráveitu vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Þá er bætt inn í gjaldskrána nýjum gjaldflokkum vegna mismunandi stærða lagna. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
8.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fjarvarmaveitu vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
9.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
10.
Svæðisskipulagsnefnd 2021
Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 8.september 2021 og minnisblað um stöðu mála og tímalínu sem er framundan í svæðisskipulaginu.
11.
740 Strandgata 16 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Nestaks ehf, dagsett 26. september 2021, þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús við Strandgötu 16 á Norðfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
12.
740 Strandgata 18 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Nestaks ehf, dagsett 26. september 2021, þar sem sótt er um lóð undir parhús við Strandgötu 18 á Norðfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
13.
730 Hjallaleira 17 og 19 - Umsókn um lóð
Lagt fram erindi Gestsstaða ehf þar sem þess er farið á leit að gatnagerðargjöld verði miðuð við áætlað byggingarmagn á lóðunum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðninni og vísar málinu til vinnslu bæjarstjóra sem er í viðræðum við fyrirtækið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðninni og vísar málinu til vinnslu bæjarstjóra sem er í viðræðum við fyrirtækið.
14.
740 Nesgata 7 og 7A - Umsókn um byggingarleyfi, breytingar inni
Lagt fram erindi Sniddu Arkitektarstofu fh. eiganda Nesgötu 7a á Norðfirði, dagsett 17. september 2021, þar sem óskað er eftir að skilgreiningu deiliskipulags fyrir lóðina verið breytt þannig að þar verði líka hægt að gera ráð fyrir íbúðum. Samkvæmt aðalskipulagi er reiturinn V3/A5 blönduð landnotkun verslunar- og þjónustu og athafnasvæðis, jafnframt segir að Þar sem aðstæður leyfa megi gera ráð fyrir íbúðum á verslunar- og þjónustusvæðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
15.
735 Strandgata 44 - byggingarleyfi - viðbygging lager og skrifstofuhúsnæði
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðaþrifa ehf, dagsett 28. maí 2020, þar sem óskað er eftir að heimild til byggja við og breyta innanhús í húsnæði fyrirtækisins að Strandgötu 44 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
16.
760 Hrauntún 12 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Odds Bergþórs Sigurðssonar, dagsett 2. september 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Hrauntúni 12 á Breiðdalsvíki. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
17.
730 Túngata 5 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Skúla Más Þórmundssonar, dagsett 19. september 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Túngötu 5 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
18.
730 Ásgerði 6 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Álfheiðar Hjaltadóttur, dagsett 23. september 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Ásgerði 6 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
19.
Hólmanes, Fjarskiptalóð - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Sýnar hf, dagsett 28. september 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins undir fjarskiptabúnað í Hólmanesi. Lögð fram tillaga að lóðarblaði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
20.
Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði
Lagðar fram tillögur að fjölskyldugarðinum í Fáskrúðsfirði sem gera ráð fyrir endanlegri útfærslu hans.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á framlagðar tillögur og samþykkir þær.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á framlagðar tillögur og samþykkir þær.
21.
730 Bakkagerði - Umferðaröryggi og lokanir
Lögð fram ný tillaga Heimis Arnfinnssonar að betri umferðarmenningu og lækkun hraða bifreiða í Bakkagerði og Ásgerði á Reyðarfirði, dagsett 27. september 2021. Bent er á mikinn umferðarhraða og aukna umferð um Bakkagerði og lagt til að hraðahindrun og gangbraut verði sett á götuna ásamt því að Ásgerði verði gerð að botngötu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfritara tillöguna. Hugmyndum verði komið áfram í vinnu vegna endurskoðunar umferðarsamþykktar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfritara tillöguna. Hugmyndum verði komið áfram í vinnu vegna endurskoðunar umferðarsamþykktar.
22.
Endurskoðun Umferðarsamþykktar Fjarðabyggðar 2021
Lögð fram samantekt sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að tillögum að breytingum á Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar vegna ábendinga frá íbúum, félagasamtökum og ákvarðana Fjarðabyggðar frá því gildandi umferðarsamþykkt var staðfest 20. október 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að leita viðeigandi umsagna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að leita viðeigandi umsagna.
23.
Trjákurl til húshitunar
Lagðar fram að nýju hugmyndir Tandrabergs ehf. - Tandra Energy, um uppsetningu á orkuframleiðslu sem tengist fjarvarmaveitu Fjarðabyggðar á Norðfirði. Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs. Erindi vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ásamt því að nefndin finni veitustöðinni stað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veitustöðin verði staðsett austan við bílastæði verkkennsluhúss þannig að hæfileg fjarlægð verði frá verkkennsluhúsi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veitustöðin verði staðsett austan við bílastæði verkkennsluhúss þannig að hæfileg fjarlægð verði frá verkkennsluhúsi.