Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
298. fundur
11. október 2021
kl.
16:00
-
17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2022
Lögð fram framkvæmda- og viðhaldsáætlanir sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar fara yfir fjárhagsáætlanirnar fyrir árið 2022.
Nefndin samþykkir áætlanirnar sem þegar hafa verið kynntar í bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar fara yfir fjárhagsáætlanirnar fyrir árið 2022.
Nefndin samþykkir áætlanirnar sem þegar hafa verið kynntar í bæjarráði.
2.
Framkvæmdasvið verkefni 2021
Lögð fram tillaga sviðsstjóra framkvæmdasviðs að körfuboltavelli á lóð Grunnskóla Eskifjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra. Jafnframt samþykkir nefndin að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra. Jafnframt samþykkir nefndin að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2021.
3.
Deiliskipulag Hlíðarenda - breyting, safnasvæði
Lögð fram til umfjöllunar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda þar sem gert er ráð fyrir breytingu á lóðinni við Strandgötu 98a auk þess að gert er ráð fyrir lóð undir safnastarfsemi ásamt bílastæðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram að breytingu skipulagsins og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram að breytingu skipulagsins og leggja fyrir nefndina að nýju.
4.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Lögð fram til umfjöllunar tillaga að deiliskipulagi Skíðasvæðisins í Oddsskarði þar sem m.a. er gert ráð fyrir færslu byrjendalyftu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram að gerð skipulagsins og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram að gerð skipulagsins og leggja fyrir nefndina að nýju.
5.
740 Marbakki 3 - Umsókn um byggingarleyfi, bílskúr
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóhanns Óla Ólafsonar, dagsett 14. september 2021, þar sem óskað er eftir að heimild til að byggja 60,6 m2 og 256,8 m3 bílskúr á lóð hans að Marbakka 3 á Norðfirði. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
6.
735 Árdalur 2-18 - Umsókn um byggingarleyfi raðhús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn AMC wave ehf, dagsett 21. september 2021, þar sem óskað er eftir að heimild til að byggja 950 m2 og 3.804.7 m3 níu íbúða raðhús á lóð fyrirtækisins að Árdal 2-18 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
7.
735 Dalbraut 3 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging við leikskóla
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 6. október 2021, þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 468,5 m2 og 2156,8 m3 viðbyggingu við leikskólann Dalborg á Eskifirði. Í viðbyggingu er gert ráð fyrir tveimur leikskóladeildum ásamt starfsmannaaðstöðu, sérkennslu og fjölnotasal.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
8.
740 Víðimýri 16 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Sigurðar Steins Einarssonar, dagsett 5. október 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Víðimýri 16-18 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
Strenglagning vegna byggingaframkvæmda á Norðfirði
Lög fram beiðni Rarik, dagsett 13. september 2021, um framkvæmdaleyfi vegna strenglagningar á Norðfirði, rjúfa þarf Naustahvammsveg í tengslum við framkvæmdina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðnina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðnina.