Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

299. fundur
25. október 2021 kl. 16:00 - 17:00
í fjarfundi
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
730 Hjallaleira 13 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2110107
Lögð fram lóðarumsókn Gestsstaða ehf, dagsett 14. október 2021, þar sem sótt er um lóðina við Hjallaleiru 13 á Reyðarfirði undir athafnastarfsemi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
2.
735 Árdalur 13 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2110081
Lögð fram lóðarumsókn Erlu Bjargar Þórhallsdóttur, dagsett 12. október 2021, þar sem sótt er um lóðina við Árdal 13 á Eskifirði undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
3.
750 Nesvegur 13 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2110055
Lögð fram umsókn Fjarðabyggðar, dagsett 8. október 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir sorpmóttöku á lóðinni við Nesveg 13 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur sé endurnýjaður.
4.
730 Heiðarvegur 12 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2110091
Lögð fram umsókn Sigurbjörns Marinóssonar, dagsett 13. október 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar db. Margrétar Einarsdóttur að Heiðarvegi 12 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
5.
735 Hlíðarendavegur 1B - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2110100
Lögð fram umsókn Vilborgar Kjerulf, dagsett 13. október 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Hlíðarendavegi 1B á Eskifirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
6.
Endurheimt votlendis í landi Kolfreyjustaða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2110122
Lagt fram erindi Biskupsstofu, dags. 27. September 2021, þar sem leitað er afstöðu á því hvort fyrirhuguð endurheimt votlendis í landi Kolfreyjustaða í Fáskrúðsfirði sé framkvæmdaleyfisskyld.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd sé að ræða. Nefndin samþykkir jafnframt útgáfu framkvæmdaleyfis vegna fyrirhugaðrar endurheimtar á grunni framlagðra gagna.
7.
Breyting á reglugerð um strandsvæðisskipulags í samráðsgátt
Málsnúmer 2110146
Lögð fram til kynningar drög að breytingu á reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags.
8.
Breyting á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði
Málsnúmer 2110104
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 14. október 2021, þar sem óskað eftir umsögn Fjarðabyggðar vegna tilkynningar Laxa Fiskeldis ehf. um breytingu á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur atvinnu- og þróunarstjóra í samráði við bæjarstjóra sem og aðra starfsmenn að vinna umsögn vegna tilkynningar Laxa Fiskeldis ehf í samræmi við umræður á fundinum.
9.
Gamli barnaskólinn á Eskifirði endurbygging
Málsnúmer 2108096
Lögð fram tillaga að lóð, aðkomu og umhverfi gamla Barnaskólans á Eskifirði unnar af Áslaugu Katrínu Aðalsteinsdóttur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar tillögum til úrvinnslu sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Sviðsstjóra er falið að yfirfara hönnun, kostnaðargreina og leggja fram tillögur að áfangaskiptingu verksins, með tilliti til samkomulags Fjarðabyggðar og Hollvinasamtaka barnaskólans á Eskifirði um endurgerð skólabyggingarinnar. Sviðsstjóra er jafnframt falið að kynna tillöguna í byggingarnefnd skólans.
10.
Fjarðabyggðarhöll - ástand og aðgerðir
Málsnúmer 2001140
Lagt fram til kynningar minnisblað Mannvits vegna burðarvirkis stálgrindar í þaki Fjarðabyggðarhallarinnar, dagsett 21. október 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir. Þegar endanleg skýrsla liggur fyrir verður málið tekið fyrir að nýju. Nefndin vísar minnisblaði jafnframt til kynningar í bæjarráði.
11.
Uppsetning búnaðar til útsendinga útvarps í öllum jarðgöngum á Íslandi
Málsnúmer 2110094
Lagt fram til kynningar erindi Samgöngufélagsins, dagsett 13. október 2021, er varðar uppsetningu búnaðar til útsendinga útvarps öllum jarðgöngum á Íslandi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir allar aðgerðir til að efla samgöngur og öryggismál sem að þeim snúa. Nefndin vísar erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
12.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Málsnúmer 2002039
Útboði í viðbyggingu leikskólans Dalborg voru lauk föstudaginn 22 október síðastliðinn. Engin tilboð bárust í verkið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarráðs. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að fylgja málinu eftir samkvæmt umræðu á fundinum.
13.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2022
Málsnúmer 2109077
Vísað frá bæjarráði tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs vegna 2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leggja fyrir bæjarráð, til endanlegrar afgreiðslu, gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs vegna 2022 í samræmi við umræður og upplýsingar á fundinum.