Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
301. fundur
24. nóvember 2021
kl.
16:00
-
17:00
í fjarfundi
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir
varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Auglýsingartíma vegna endurskoðaðs Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2020-2040 er lokið. Athugasemdir bárust frá ellefu aðilum. Lögð fram umsögn vegna athugasemda, dagsett 19. nóvember 2021. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að skipulagsgögnum verði breytt í samræmi við tillögu. Um er að ræða minniháttar breytingar og lagfæringar sem ekki eiga við megin atriði aðalskipulagsins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2020-2040 fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
2.
Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs - Beiðni um umsögn, akstursíþróttasvæði Skagafelli
Lögð fram beiðni Múlaþings um umsögn vegna verkefnalýsingar fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis í Skagafelli.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við verkefnalýsinguna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við verkefnalýsinguna.
3.
Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs - Beiðni um umsögn, nýjar íbúðarlóðir á Egilsstöðum
Lögð fram beiðni Múlaþings um umsögn vegna verkefnalýsingar fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýrra íbúðarlóða á Egilsstöðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við verkefnalýsinguna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við verkefnalýsinguna.
4.
Deiliskipulag Hlíðarenda - breyting, safnasvæði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að breyta deiliskipulaginu Hlíðarenda. Breyting fellst í að lóð Strandgötu 98a er breytt í samræmi við færslu hússins og lóð skilgreind fyrir þjónustu- og íbúðarhús. Lóð Strandgötu 98b er skipt upp í tvær lóðir, Strandgötu 98b og 98c. Strandgata 98b er skilgreind sem þjónustu- og íbúðarlóð. Strandgata 98c verður skilgreind sem lóð fyrir atvinnu- og þjónustu. Innan lóðarinnar verður gert ráð fyrir safnastarfsemi. Bílastæðum er fjölgað og útfærslu þeirra breytt. Áður áætluð landfylling er minnkuð.
Endanlegri afgreiðslu vegna auglýsingar er vísað til bæjarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu vegna auglýsingar er vísað til bæjarstjórnar.
5.
735 Lambeyrarbraut 1a - Kæra vegna afgreiðslu eigna-, skipulags og umhverfisnefndar
Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála vegna samþykktar Fjarðabyggðar á breytingu á deiliskipulaginu Eskifjörður-Miðbær.
6.
Deiliskipulag Eskifjörður-Miðbær, breyting, Lambeyrarbraut, vistgata og ný lóð
Lögð fram að nýju eftir auglýsingartíma og úrskurð úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. nóvember 2021, tillaga að breytingu á deiliskipulaginu Eskifjörður-miðbær. Með úrskurðinum var felld úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar frá 6. maí 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulaginu með vísan til þess að skipulagsyfirvöld hafi ekki tekið allar athugasemdir sem bárust til umfjöllunar. Málsferð skipulagstillögunnar er endurupptekinn frá þeim tíma að frestur til athugasemda var liðinn. Fjórar athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 22. nóvember 2021. Umsagnir frá Veðurstofu, Lögreglunni, Minjastofnun Íslands og HAUST liggja fyrir án athugasemda. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti breytingu deiliskipulagsins Eskifjörður-Miðbær.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
7.
735 - Leirubakki 4 - Umsókn um byggingarleyfi, fiskmjölsgeymsla
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eskju hf, dagsett 18. nóvember 2021, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 1.541,9 m2 og 15.953,9 m3 þurrgeymslu á lóð fyrirtækisins við Leirubakka 4 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
8.
740 Miðgarður 7 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Jófríðar Gilsdóttur f.h. Guðnýjar Sigurðardóttur dagsett 15. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnigs lóðar Guðnýjar að Miðgarði 7 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
Tillaga að starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. Stöðvarfirði - 7.000 tonna sjókvíaeldi á ófrjóum laxi
Lögð fram til kynningar tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir Fiskeldi Austfjarða hf. í Stöðvarfirði. Um er að ræða sjókvíaeldi á ófrjóum laxi með allt að 7.000 tonna lífmassa á hverjum tíma. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. nóvember 2021. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar sem hefur ítrekað nauðsyn þess að horft verði til hljóð- og ljósmengunar vegna sjókvíaeldis í Stöðvarfirði, vegna stærðar fjarðarins og legu þéttbýlis í honum. Bæjarráð hefur jafnframt hvatt Fiskeldi Austfjarða ehf. til að halda íbúafund og kynna áform sín. Bæjarráð hefur einnig vakið athygli á fyrri umsögnum Fjarðabyggðar um að sveitarfélögum þar sem fiskeldisfyrirtæki starfa, skuli ekki vera treyst fyrir skipulagsmálum fjarða sinna og að skilgreindir tekjustofnar af auðlindinni fari til þeirra sveitarfélaga frekar en til ríkissjóðs.
10.
Tillaga að rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða til fiskeldis í Stöðvarfirði
Lögð fram til kynningar tillaga Matvælastofnunar að rekstrarleyfi fyrir Fiskeldi Austfjarða hf. til sjókvíaeldis á ófrjóum laxi í Stöðvarfirði. Tillagan er byggð á matsskýrslu frá 2020 um eldi á 7.000 tonnum af laxi í Stöðvarfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 24. nóvember 2021. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar sem hefur ítrekað nauðsyn þess að horft verði til hljóð- og ljósmengunar vegna sjókvíaeldis í Stöðvarfirði, vegna stærðar fjarðarins og legu þéttbýlis í honum. Bæjarráð hefur jafnframt hvatt Fiskeldi Austfjarða ehf. til að halda íbúafund og kynna áform sín.
Bæjarráð hefur einnig vakið athygli á fyrri umsögnum Fjarðabyggðar um að sveitarfélögum þar sem fiskeldisfyrirtæki starfa, skuli ekki vera treyst fyrir skipulagsmálum fjarða sinna og að skilgreindir tekjustofnar af auðlindinni fari til þeirra sveitarfélaga frekar en til ríkissjóðs.
Bæjarráð hefur einnig vakið athygli á fyrri umsögnum Fjarðabyggðar um að sveitarfélögum þar sem fiskeldisfyrirtæki starfa, skuli ekki vera treyst fyrir skipulagsmálum fjarða sinna og að skilgreindir tekjustofnar af auðlindinni fari til þeirra sveitarfélaga frekar en til ríkissjóðs.
11.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 3. Nóvember 2021
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem haldinn var á Hótel Höfn 3. nóvember síðastliðinn.